Árið 2013 lagði ég upp í stórt og viðamikið verkefni. Markmið mitt var að klífa Tindana Sjö en það eru hæstu tindar hverrar heimsálfu. Þetta er þekkt áskorun á meðal fjallamanna og upphaflega ætlaði ég mér ár í verkefnið. Það er skammur tími þar sem fjöllin eru klifin á ákveðnum árstíðum. Framan af gekk þetta vel og á innan við tíu mánuðum hafði ég toppað sex af sjö tindum. Þá var komið að þeim hæsta, sjálfum Everest tind sem mig hafði dreymt um að klífa í næstum 15 ár. Því miður fór það svo árið 2014 að stórt snjóflóð féll á heimamenn á för þeirra um Khumbu ísfallið. Þennan dag létust 16 manns og í kjölfarið hættu vel flestir fjallamenn við að klífa fjallið. Þetta var mikið áfall og erfitt að horfa upp á þær aðstæður sem sköpuðust í kjölfarið.
Um haustið fór ég aftur til Himalaya í félagi við Atla Pálson og var förinni heitið á sjötta hæsta fjall heims, Cho Oyu sem er 8201 meter. Atli fékk háfjallaveiki á leiðinni í aðrar búðir og varð að snúa við. Þann 2. október náði ég á tindinn eftir að hafa verið á fjallinu í sex vikur. Við vorum ekki í leiðsögðum leiðangri, vorum ekki með burðarmenn og notuðum ekki auka súrefni.
Eftir förina til Tibet var ég staðráðin í því að reyna aftur við Everest og hélt utan um vorið 2015. Til að byrja með gekk leiðanguinn vel. Ég aðlagaðist hæðinni betur en árið á undan og leið vel á fjallinu. Þann 25. apríl reið harður jarðskjálfti upp á 7,9 á richter yfir Nepal. Þetta voru gríðarlega miklar náttúruhamfarir sem höfðu áhrif á allt landið. Grunnbúðir urðu undir snjóflóði í kjölfarið og 33 týndu þar lífi.
Í færslunum hér að neðan má lesa ferðabloggin ásamt því að skoða myndir.
[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row]
Denali
Denali er hæsta fjall Norður – Ameríku og nær það 6190 m yfir sjávarmál. Það er stundum kallað kaldasta fjall í heimi og er staðsett í Alaska. Fjallið er fallegt og óhætt er að segja að fjallamenn þurfi að hafa verulega fyrir því að ná á tindinn. Það er ekki nema helmingur þeirra sem leggja af stað sem ná alla leið. Aðstæður eru oft erfiðar og bæði með tilliti til snjóalaga og veðurfars. Klifurfélagi minn í heitir Sigurður Bjarni Sveinsson og við náðum á tindinn eftir þriggja vikna ferðalag þann 25. maí 2013
Elbrus
Elbrus er hæsta fjall Evrópu og er 5642 m.y.s. Það er hluti af mögnuðum fjallgarði Kákasus sunnarlega í Rússlandi. Á fjallinu eru tveir tindar og héldum við á þann vestari. Þessi ferð var samvinnuverkefni á milli mín og Íslenskra Fjallaleiðsögumanna. Í ferðinni voru sjö íslenskir leiðangursmenn og náðu þeir allir á toppinn þann 12. ágúst 2013. Aðstæður á fjallinu voru góðar og ógleymanlegt var að sjá skuggan af fjallinu rísa í morgunsólinni yfir allan Kákasusfjallgarðinn.
Carztens Pyramid
Carstensz Pyramid eða Puncak Jaya eins og heimamenn kalla það er hæsta fjall Eyjaálfu og er staðsett á eyjunni Papua í Indónesíu. Það er 4,884 m hátt og mjög tækinlegt en toppadagurinn er skemmtilegt klettaklifur. Aðstæður eru mjög frumstæðar og gengið er í gegnum frumskóg með frumbyggjum til þess að komast leiðar sinnar. Án efa eitt mitt reynslumesta ævintýri. Toppnum var náð þann 11. nóvember 2013.
Vinson Massif
Aconcagua
Kilimanjaro
Everest
Everest er hæsta fjall heims en það er 8848 metra hátt. Það er staðsett í Khumbudalnum í Nepal en bæði menninging og náttúrufegurðin er engri lík. Ég hef tvisvar reynt við fjallið árin 2014 og 15. Í bæði skiptin varð ég frá að hverfa ásamt félögum mínum vegna náttúruhamfara. Everst og allt fólkið sem ég hef kynnst í þessum ferðum á sér risastóran stað í hjarta mér.