IMG 0429

Talkeetna

Hæhó,

Héðan er allt gott að frétta. Við hittum hópinn okkar í gær, við erum samtals 8 frá hinum ýmsu þjóðernum. Leiðsögumennirnir eru þrír og allir frá Bandaríkjunum ásamt Eric sem er jafnframt sá yngsti í hópnum. Fyrir utan okkur Sigga er Robert frá Ítalíu og Thomas frá Þýskalandi. Við náum strax vel saman og áttum góðan dag.  Mike er leiðangursstjórinn og hefur mikla reynslu af fjallaleiðöngrum honum til halds og trausts eru Sólveig og Ben.

Dagurinn byrjaði á morgunmat á Roadhouse sem er stórskemmtilegur veitingastaður. Mjög hlýlegur og notalegur. Þaðan fórum við á kynningarfund hjá fulltrúum þjóðgarðsins þar sem okkur voru lagðar línurnar varðandi umhverfisvernd og hegðum á fjallinu. Síðan héldum við í flugskýli þar sem dagurinn fór í að sortera mat og búnað.  Til þess að byrja með ferðumst við með allan búnað og vistir í einu, annars vegar á bakinu og hins vegar á sleðum. Ég reyndi að pakka frekar létt án þess að skilja nokkuð eftir útundan. Þó að ég hafi áður farið í leiðangra er þetta aðeins frábrugðið því sem ég hef verið að fást við hingað til.  Ég hlakka til að takast á við þetta verkefni og að takast á við nýjar aðstæður og áskoranir.  Nú hef ég líka meiri félagsskap en síðast. Mér leiddist þó aldrei að vera ein allan þennan tíma.

Talkeetna, bærinn sem við erum í núna er alveg frábær. Ég er algjörlega heilluð af stemningunni og umhverfinu. Ég ætla pottþétt að vera hérna í 2-3 daga eftir að við komum niður. Við erum búin að hitta marga klifrara í dag. Á flugvellinum hittum við hópa frá Ítalíu og Noregi sem flugu á jökulinní dag.  Það verður gaman að kynnast fleirum á fjallinu.

Í fyrramálið fljúgum við inn á jökulinn og hefjum gönguna. Áætlað er að við förum í loftið um kl: 9 og því náum við u.þ.b. hálfum degi á göngu. Gera má ráð fyrir að fyrstu þrír dagarnir verði  strembnir á meðan við erum að venjast nýjum aðstæðum en það getur reynt á bæði líkamlega og andlega. En eins og alltaf að þá borgar sig að halda fast í jákvæðnina. Ég tók með mér þrjá ferðafélaga í þennan leiðangur, þá sömu og fylgdu mér á pólinn; Lamba, Pólíönnu og Gísla á Uppsölum en núna er ég með bókina Eintal sem er samansafn af ljóðum og sögum eftir hann sjálfan.

Við flytjum ykkur svo vonandi næstu fréttir af jöklinum 🙂

 

———-
English version:

Hi there,

We are doing great here in Alaska. We met our team last night, we are 8 people from different countries. There are three expedition guides and they are all from the US along with Eric who is the youngest of the group. Siggi Bjarni and I are from Iceland, Robert from Italy and Thomas from Germany. We got along great from the time we met and had a great day together. Mike is the expedition leader and has a great mountaineering experience and with him are Solveig and Ben.

We had an early start at a great restaurant called Roadhouse, where we had breakfast. After that we had an introduction meeting with the representatives of the Denali National Park, where they informed us about general behavior on the mountain and about rules regarding protecting the environment and so fourth. Then we went to a hangar where we sorted out our food and equipment. In the beginning, we will be traveling with all of our belongings, carrying it ourselves and on sleds. I tried to pack as light as I could, without leaving anything important behind. Even though I have a great expedition experience, this expedition is a little different then what I have done before. I am excited and I look forward to this project and facing new situations and challenges. I of course have more company now then last time … However, I was never lonely even though I was alone that whole time.

Talkeetna, the place we are currently at is great. It is known as the base for expeditions to Denali and I’m completely fascinated by the atmosphere and the surroundings. I am definitely going to stay here for couple of days after we get back down. We have met many climbers today. At the airport we met groups from Italy and Norway that were transported to the glacier today. It will be even more fun to meet more people when we get on the mountain.

Tomorrow morning, we will be transported to the glacier and will start our expedition. It is expected that we leave around 9am local time so we will manage to do about half a day of walking. It can be expected that the first three days will be demanding as we are adjusting to new conditions and it can be challenging both physically and mentally. But like before, it pays off to stay positive. Three of my good friends from the South Pole expedition are also joining us in the Denali expedition, Lambi the tour guide, Pólíanna and Gísli from Uppsölum, I have his book Eintal which is a collection of poetry and short stories by Gisli.

Hopefully next time we blog, we will be at the glacier 🙂

This Post Has One Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *