Stairmaster – stuð!
Hola beibíkeiks,
Ein af algengustu spurningunum sem ég fæ er hvernig ég æfi fyrir ferðir og leiðangra. Það er nú nokkuð misjafnt eftir því hvað er á döfinni, hvort ég er inni eða úti og eins hversu mikið er að gera hjá mér í fjallamennskunni. Þessa dagana er ég stödd í Slóveníu og við förum út nánast á hverjum degi í hreyfingu en misjafnt er hvort ég nálgast það sem æfingu með ákefð eða léttara rölt án mikils álags.
En þegar ég er að byggja mig upp í ákveðin verkefni reyni ég að gera það skipulega og með skýrt markmið. Ég er með tvær go-to æfingar, annars vegar stunda ég CBC hjólatíma grimmt og hins vegar er það þessi sem ég geri á bilinu 1-2 í viku, eftir því hvað er á dagskrá hjá mér en þær eiga það sameiginlegt að virka alltaf vel í hvaða undirbúningi sem er. Ég bendi gjarnan á þetta combo þegar menn eru að æfa fyrir Hvannadalshnúk eða göngur á svipuðu leveli.
Lengi vel fannst mér Stairmasterinn í ræktinni scary æfingatæki en núna er það mitt allra uppáhalds og gott dæmi um að maður verður að prófa áður en maður myndar sér skoðun um hvort eitthvað henti manni eða ekki.
Þetta er HIIT æfing líkt og sú sem við kynntum til leiks í gær og það má aðlaga hana upp og niður um level eftir því sem við á. Ég set í sviga þrjú mismunandi level sem hægt er að prófa sig áfram með og svo þegar þið komist upp á lag með æfinguna að þá bætið þið smá saman í.
Líkt og áður gengur þetta út á að keyra púslinn upp og nú erum við með vaxandi ákhefð. Þetta eru þrír hringir af 6 mín. lotum þar sem unnið er á hverju leveli í 1. mín. Inni á milli er svo 3 mín „hvíld“ á hægu tempói. Þið prófið ykkur bara áfram gerið eins og þið getið því þessi tekur vel í.
Svo er um að gera að dúndra góðri tónlist í eyrun og muna að árangurinn næst þegar maður keyrir sig yfir það sem manni finnst þæginlegt. Ég nota mikið cardio – playlistana á Spotify og fæ þá góðan takt í eyrun.
Munið að þetta getur verið drullu erfitt fyrstu skiptin en svo þjálfast maður gríðarlega hratt upp og það skilar sér svo sannarlega á öðrum vígstöðvum.
Þetta lítur þá svona út:
Upphitun í 10 mín, þessi miðast við að maður sé að mæta kaldur til leiks.
– 5 mín á level 5 má skala í 4
– 5 mín á level 7 má skala í 6
Upphitun í 10 mín, þessi miðast við að maður sé að mæta kaldur til leiks.
– 5 mín á level 5 má skala í 4
– 5 mín á level 7 má skala í 6
Round 1.
– 1. Mín level (7) (8) (9)
– 1. Mín level (8) (9) (10)
– 1. Min level ( 9) (10) (11)
– 1 min level (10) (11) (12)
– 1. Min level (11) (12) (13)
– 1. Min level (12) (13) (14)
Hvíld.
– 3 mín á leveli 4/5. Aðalmálið hér er að ná niður púlsinum svo tempóið skiptir ekki höfuð máli.
Round 2. Og 3 eru eins og fyrsta round með 3 mín hvíld á milli.
– 1. Mín level (7) (8) (9)
– 1. Mín level (8) (9) (10)
– 1. Min level ( 9) (10) (11)
– 1 min level (10) (11) (12)
– 1. Min level (11) (12) (13)
– 1. Min level (12) (13) (14)
Hvíld.
– 3 mín á leveli 4/5. Aðalmálið hér er að ná niður púlsinum svo tempóið skiptir ekki höfuð máli.
Round 2. Og 3 eru eins og fyrsta round með 3 mín hvíld á milli.
Cool down í 3-5 mín.
Þetta gera samtals: 40 mín sem skila tryllt miklu. Og munið það að hanga á handföngunum og taka viktina af skilar ekki sama árangri.
Það er þó auðvitað þannig að ef þið ráðið auðveldlega við fyrsta round að þá skalið þið upp fyrir það næsta. Svo þegar maður er að þjálfa sig upp á næsta level að þá vel ég að keyra einu leveli hærra í round 2.