Minningardagur í Base Camp

Namaste, Í dag er eitt ár liðið frá snjóflõðinu mikla í Khumbu ísfallinu. Við minnumst þeirra 16 sherpa sem létu lífið. Í morgun báðu sherparnir í okkar teymi bænir og héldu puja athöfn en það hefur verið mjög kyrrt yfir campinum það sem af er degi. Enginn fer í gegnum ísfallið í dag í virðingarskyni við atburðina í fyrra. Ég man þennan dag eins og hann hafi gerst í gær og síðan þá hefur ekki liðið sá dagur sem ég hafi hugsað til þessa dags. Allt það sem maður sá og upplifði og ekki síst dagarnir ã eftir, sorgin, barátta sherpanna og ekki síst það mannlega eðli sem maður varð vitni að í kjölfarið. Dagarnir að ég kom heim voru erfiðir og það hefur tekið á að takast á við þessa reynslu, margir þeirra sem voru hérna í fyrra hafa sömu sögu að segja. Það var erfitt að leggja af stað aftur á fjallið með þessa reynslu ã bakinu. Dagarnir fyrir brottför voru síður en svo auðveldir. Í gær fórum við í fyrsta skipti upp í ísfallið og það var kökkur í hálsinum á leiðinni. En þannig verður það í þessari ferð, Everst er orðin önnur og meiri áskorun en það var í upphafi. Á sama tíma og maður þarf að vera “badass” og takast á við klifrið, kuldann sem verður uppi, óttann sem þarf að díla við að þá koma þessar tilfinningar líka upp á yfirborðið. En það er einfaldlega að maður verður að takast á við þá hluti sem manni finnast erfiðir og õþæginlegir, annars kemst maður aldrei yfir þá. Ég ásem betur fer gõða að, kærastinn minn stendur eins og klettur við bakið á mér ásamt fjölskyldu og vinum, samstarfsaðilar og fólk úr öllum áttum hefur sýnt mér stuðning og fyrir það er ég ævinlega þakklát. Við höldum kyrru fyrir á morgun líka en höldum svo áfram með aðlögunina eftir það. Styttist í fyrstu stóru ferðina upp fjallið en hún tekur sex daga. Bestu kveðjur þangað til næst, Vilborg Arna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *