Gleðileg jól frá Suðurskautinu

Vilborg óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla með þökk fyrir allan stuðninginn og kveðjurnar síðastliðnar vikur. Það er henni mikil hvatning nú þegar hún á tæplega helming eftir á leið sinni á Suðurpólinn.

Vilborg ætlar ekki aðeins að verða fyrsti Íslendingurinn í sögunni til að ganga á Suðurpólinn ein síns liðs, heldur vill hún einnig láta gott af sér leiða og leggja sitt af mörkum til að efla hag þeirra kvenna á Íslandi sem þurfa að leita þjónustu Kvennadeildar Landspítalans.

Flest okkar eiga mömmu, ömmu, dóttur, systur, vinkonu, frænku, mágkonu, svilkonu, nágranna, samstarfsfélaga eða aðrar góðar konur í kringum okkur sem þurfa á þjónustu Kvennadeildarinnar að halda a.m.k. einu sinni á lífsleiðinni.

Besta jólagjöfin sem við gætum gefið henni er að styrkja Lífsspor hennar með því að heita á hana á www.lifsspor.is. Ég vil því hvetja ykkur að heita á spor Vilborgar með því að hringja í síma 908 1515 (kr. 1500) eða gefa frjáls framlög á FORSÍÐU www.lifsspor.is (Áheitasöfnun).

Bestu þakkir með ósk um gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Lára Guðrún.

This Post Has 8 Comments

  1. Óskum þér Vilborg Gleðilegra jólahátíðar. Gangi þér allt í haginn með áframhaldið.
    Jólakveðja Pétur frændi og Indi

  2. Elsku frænka. Gleðileg jól og hlýjar kveðjur til þín í kuldann. Vorum að senda þér jóla-sms, vonandi skilaði það sér. Hlökkum til að fá þig heim. Baráttukveðjur frá okkur Aldísi!

  3. Gleðileg jól Vilborg, Ég þekki þig ekkert, en ég fylgist með þér og dáist óendanlega að þér. Ég hlustaði á Aaron á netinu áðan og heyrði að þú ert búin að ná honum, ótrúlega flott hjá þér. Vonandi gengur þér áfram svons vel.

  4. Gleðileg jól dugnaðarforkur 🙂 Ég þekki þig ekki neitt,nema af þessa dáð sem þú ert að vinna að,er svo ótrúlega stolt af þér ,fylgist með þér reglulega, og á ekki til eitt aukatekið orð ,að þú skulir vera farin framúr honum Aron…:D Þú er svo mikið “inspiration” svo ég sletti smá elsku vina,,áfram þú! 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *