Ég býð upp á skemmtilega og fróðlega fyrirlestra og námskeið fyrir vinnustaði, félagasamtök og vinahópa. Hvort sem að þið viljið fá hvatningu, standið frammi fyrir áskorun, viljið bjóða uppá heilsumánuð eða gera ykkur dagamun að þá get ég orðið að liði. Hér að neðan má sjá yfirlit yfir helstu fyrirlestra og innihald þeirra.  Til þess að fá frekari upplýsingar og verðtilboð að þá má hafa samband á netfangið: vilborg@vilborg.is

8848 ástæður til þess að gefast upp

Fjallar um ferðalag í átt markmiði sem reyndist síður en svo auðvelt ná. Sagan er persónuleg og fjallar um hvernig er hægt yfirstíga hindranir, halda út í erfiðum aðstæðum, sorgir sem og sigra. Sagan á erindi við alla sem þurfa takast á við áskoranir, mótlæti eða vilja bæta árangur sinn.

Útivist sem lífsstíll

Þessi fyrirlestur hentar þeim sem vilja gera útivist að lífstíl sínum. Hvar á að byrja, hvernig ber maður sig að, hvað þarf að eiga og ávinningur.

Möguleiki er að bæta við stórskemmtilegri göngu með Vilborgu þar sem farið er yfir líkamsbeitingu, tækniatriði og við lærum nokkur leynitrix sem auðvelda allar göngur.

Markmiðasetning – Vegferð að þínum árangri

Eigum við að skella okkur í spennandi ferðalag þar sem hver og einn þátttakandi vinnur í áttina að sínu markmiði?

Námskeiðið er byggt upp á þremur fyrirlestrum og þátttakendur fá heimavinnu sem í hvert skipti færir þá nær sínu markmiði.  Á þessum tíma munum við fjalla um ástríðu, markmið, vörður, hindranir og áskoranir, að fagna árangri, úthald í erfiðum aðstæðum, eftirfylgni og ýmislegt fleira.

Möguleiki er að sérsníða námskeiðið að ykkar þörfum.

 

Vitnisburður

Þjóðskrá

Erindið hennar mæltist mjög vel fyrir hjá öllu starfsfólkinu, fróðlegur og vel fluttur – hún er svona “natural talent” í frásögninni.

Olís

Ég hlustaði á sögu Vilborgar Örnu Gissurardóttur suðurpólfara í morgun. Þvílíkt flott kona – yfirveguð og með flotta sýn á lífið og áskoranir þess. Fyrirlesturinn hennar á erindi við okkur öll. Get óhikað sagt að þetta er einn sá besti og mest hvetjandi fyrirlestur sem ég hef hlýtt á í langan tíma – góð lífsspeki sem á erindi við okkur öll.

Vörður Tryggingafélag

Hún Vilborg var alveg frábær. Ég heillaðist algerlega af hennar karakter, svo hrein og bein og með svo marga góða punkta sem hægt er að yfirfæra á leik og störf. Hún er alveg til fyrirmyndar.

Landsvirkjun

Þetta er besti fyrirlestur sem ég hef hlustað á. Hún nær manni algjörlega og maður var með henni á ferðalaginu. Fyrir utan lífsspekina og hvernig hún setur sér markmiðin og hvaða aðferðir hún notar til þess að koma sér á leiðarenda. Frábær ung kona.

PwC

Mig langar að þakka kærlega fyrir frábæran fyrirlestur Vilborgar í morgun. Það er samdóma álit þeirra starfsmanna sem á hlýddu að fyrirlesturinn hafi verið alveg frábær og margir sem sögðu að þetta væri einn besti hvatningarfyrirlestur sem þeir hefðu hlustað á. Hún er alveg einstök manneskja með mikla útgeislun og skemmtilegan og einlægan frásagnarahæfileika. Þá var uppbygging bæði fróðleg og skemmtileg og gaman að sjá hvernig gildum og markmiðum var fléttað inn í frásögnina. Hún er náttúrlega algjör HETJA.

Fyrirspurnir og bókanir:  vilborg@vilborg.is

TedxReykjavík 2016

TedxBratislava 2014