Frá Vilborgu á Suðurpólnum – Dagur 15
3. desember 2012
Allt gott að frétta frá Vilborgu okkar á Suðurskautinu.
Fékk skilaboð í gær með upplýsingum dagsins. Hetjan okkar skíðaði 20 km í gær á 9.5 klst sem er frábær árangur. Í fyrradag, 2. desember, skíðaði hún 10.8 km á 5.5 klst.
Í gærkvöldi tjaldaði hún í S 81° 38 287 og W 80° 02 100.
English version:
Everything is going well in Antarctica.
Got a message last night with Vilborg’s daily progress. Vilborg skied 20km (12.4 miles) in 9.5 hours and the day before she traveled 10.8 (6.7 miles) in 5.5 hours.
Her camp position last night was S 81° 38 287 og W 80° 02 100.
Jibbýjei, frábær árangur hjá þér Vilborg mín. Þú ert hetjan okkar allra íslendinga, þú ert sómi lands þíns og þjóðar, það verður bara ekki frá þér tekið ljúfust mín. Njóttu lífsins á stóra snjóskaflinum í suðrinu og megi veðurguðirnir vera þér hliðhollir og allar góðar vættir elta þig uppi og fylgja þér.
Knús og bestu kveðjur frá mömmu og co.
Sæl Vilborg…Alltaf gaman að lesa bloggið þitt og sjá hvað þú ert upp full af orku og gleði , 20 km er frábær árangur og þú ert sannarlega hetja dagsins í dag ..Vona að allir bestu vættir fylgi þér skref fyrir skref alla næstu daga…
Gangi þér rosalega vel …kv frá Hveragerði..
Mér finnst þú alveg mögnuð að gera þetta! gaman og spennandi að fylgjast með þér, kíkji á hverjum dagi á bloggið þitt 🙂
Vonandi gengur þér áfram vel og færð betri veður..
Kærar kveðjur til þín í kuldan.. :))
kv úr Hveró
Tek undir orð móðir þinnar þú ert hetja ekkert minna kær kveðja frá Langbrókinni
Sæl vilborg, svona lítur sagan út í dag Suðurheimskautið (Suðurpóllinn eða Suðurskautið) er sá punktur, syðst á Jörðinni, þar sem að allir lengdarbaugar koma saman. Ásamt Norðurpólnum er hann sá punktur á jarðkringlunni sem er fjarlægastur miðbaug. Roald Amundsen komst fyrstur manna á Suðurheimskautið, þann 15. desember 1911.
Suðurskautslandið er 12.588.000 ferkílómetrar og Vilborg er fyrsta Íslenska konan sem nær ,ekki spurning þessum àfanga. Bestu kveðjur, Borgþór Fr.
Frábær árangur.
Rosalega gaman að sjá kortin, frekar óraunverulegt að reyna setja sig í þín spor.
Magnað líka að sjá myndbandið í fréttunum af gjörsamlega engu nema snjó 😉
kv. Fanný Guðbjörg.