Frá Vilborgu á Suðurpólnum – Dagur 51

8. janúar 2013

haeho. tegar einni askorun er lokid tekur onnur vid. tad er nysnaevi yfir joklinum og faerid tvi enn thungt. eg skidadi 20 km og tad tok dagodan tima. eg var ad vona ad faerid yrdi gott eftir skaflana svo eg gaeti skidad hradar. en svona er tetta og ta tarf ad takast a vid tad. ad odru leiti er gott ad fretta og eg minni a aheitasofnunina. eg kom seint i tjald i dag og aetla tvi ad lata tetta duga i bili og hatta ofan i poka. kvedjur fra sudurskautinu

— Þessi skilaboð eru send með Iridium Extreme frá Sónar

English version:

Hi there. It has become clear that when I concur one challenge, I’m faced with another one right away. The glacier is covered with fresh newly tossed snow and therefore the travel conditions are very difficult. I traveled 20 kms today and it took quite a while. I was hoping that I would be faced with good conditions after all these sastrugis in order to cover longer distances. However, it is what it is and it’s just another challenge to deal with. Aside from that, I’m doing really good. I want to encourage you to participate in sponsoring my steps my donating to my fundraising, the charity Líf. I came in late today, so I have just finished setting up my camp.. Off to bed.. Best regards from Antarctica

This Post Has 25 Comments

 1. Eigðu góð nót duglegust og megi dagurinn á morgun verða góður við erum öll svo rosalega stolt af þér. GÓÐA NÓTT og hlíjar kveðjur hérna úr Miðtúninu

 2. Eigðu góð nót duglegust og megi dagurinn á morgun verða góður við erum öll svo rosalega stolt af þér. GÓÐA NÓTT og hlíjar kveðjur hérna úr Miðtúninu

 3. Eigðu góð nót duglegust og megi dagurinn á morgun verða góður við erum öll svo rosalega stolt af þér. GÓÐA NÓTT og hlíjar kveðjur hérna úr Miðtúninu

 4. Þú ert að standa þig frábærlega vel og yndislegt að lesa hvað þú hefur jákvætt hugarfar og gott úthald miðað við skíðafæri og aðstæður….Gangi þér MEGA vel að skíða/ganga á morgun Vilborg

 5. Sæl Vilborg…Þú ert nú meiri dugnaðarforkur 20 km er allveg frábært hjá þér..
  Nú fer nú þetta að taka enda það er bara herslumunurinn hjá þér og ég veit þú massar þetta Vilborg eins og alla hina kílómetrana…
  Þú er hetja dagsins og alla daga og gangi þér vel það sem eftir er…
  Ég á varla lýsingarorð yfir hvað ég dáist af hugrekki þínu og dugnaði…
  Megi allir góðir vættir fylgja þér í gegnum snjóskaflana..
  Baráttukveðjur frá Hveragerði…

 6. Hæ stelpa þetta er alveg að hafast þú ert ótrúleg megi þér ganga sem best
  risa knús frá frænku

 7. Gangi þér vel að klára þetta. Vonandi nærðu því fyrir 60 daga 🙂 Okkur finnst þú rosalega dugleg!
  Fannst þér ekkert skrítið að vera ein um jólin og áramótin? 🙂
  kveðja frá Jens, Malik, Davíð, Natan og Hjálmari á Akureyri

 8. Halló hörkutól! 🙂 Hvað er þessi nýi snjór að þvælast þarna núna? Vonandi færðu einhvern kafla með góðu færi en 20 km er samt alveg rosalega flott! Áfram þú og gangi þér vel, kæra Villý! 🙂
  Kv. frá Húsavík,
  ÞH

 9. Þú flotta fyrirmynd okkar kvenna og okkar allra 🙂
  Gangi þér vel síðustu metrana.
  Go girl, go 🙂
  Kveðja að norðan.
  Anna Dóra

 10. Hef fylgst með þér frá upphafi Vilborg. Dáist að þér.
  Nú er það bara lokaspretturinn:)
  Bestu kveðjur til þín.
  Rut

 11. Þetta er alveg glæsilegt hjá þér. Þetta er alveg að koma hjá þér. Þú nærð þessu. Áfram gakk.

 12. það má fara að kalla þetta hlaðsprettinn !! go girl. í einlægri aðdáun

 13. Þolinmæðin þrautir vinnur allar og áframm gakk skref fyrir skref og muna svo að stirkja Líf.

 14. Knáa stelpan mín, þér er sko ekki fisjað saman……..þú virðist eiga óbilandi kraft, dug og þor. Þínir nánustu og flestir aðrir sem nefna þig eru full aðdáunar á þér. Þú sýnir og sannar enn á ný á þessari göngu þinni að hindranir eru til að sigrast á en ekki gefast upp. Þú hefur ekki stoppað einn einasta dag, alltaf haldið áfram og mér segir samt svo hugur að vindar hafi nú ekki alltaf blásið byrlega fyrir þig. Þú ert einfaldlega ólýsanlega dugleg og hugrökk ung kona…………….og skrýtnast er nú samt að hugsa til þess að ég hafi gengið með þig og fætt þig hehehehehehe.
  Get bara ekki að því gert…….að mér dettur bara þessi texti í hug þegar þetta flakk þitt dettur í kollinn á mér:
  Vertu þú sjálfur, gerðu það sem þú vilt.
  Vertu þú sjálfur, eins og þú ert.
  Láttu það flakka, dansaðu í vindinum.
  Faðmaðu heiminn, elskaðu.

  Farðu alla leið.
  Va-bam-a-lú-ma-ba-ba-bei.
  Farðu alla leið,
  allt til enda, alla leið.

  Vertu þú, þú sjálfur.
  Gerðu það sem þú vilt.
  Jamm og jive og sveifla.
  Honky tonk og hnykkurinn.
  Farðu alla leið …

  Megi allar góðar vættir flykkjast kringum þig elskuleg, vaka yfir þér og vernda og að veðurguðinn verði þér hliðhollur þessi spor sem eftir eru að markinu.
  Knús til þín ljúfust allra.

 15. Nú fer þetta heldur betur að styttast. Vona að færið verið þér hliðhollt næstu daga. Baráttukveðja.

 16. Frábært að frétta frá þér. Þú ert algjör ofurkona.
  Gangi þér vel áfram.
  Kveðja að vestan.

 17. Fylgist med ther a hverjum degi og daist ad ther.Thu ert kjarnorkukona. Bestu kvedjur á sudurpólinn.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *