Frá Vilborgu á Suðurpólnum – Dagur 47
4. janúar 2013
haeho. sit herna i tjaldinu og fagna afangasigri, skidadi yfir a 88 breiddargradu rett fyrir lok dags. tetta var nokkud strembinn dagur tar sem tad bles svolitid og kuldinn eftir tvi auk tess voru skaflarnir a sinum stad en tetta tekur enda og eftir morgun daginn a tad heldur ad skana og um midja graduna a faerid ad vera ordid agaett. eg er ordin matarlitil og aetla ad fa sendan matinn sem eg skildi eftir i budunum tar sem eg verd ogn lengur en eg vonadi. matarlistin er sko i godu lagi a tessum baenum 🙂 ad lokum langar mig ad takka lifestream astazan og spirulina fyrir studninginn. takk fyrir godar kvedjur og studning.
— Þessi skilaboð eru send með Iridium Extreme frá Sónar
English version:
Hi there, I’m sitting here in my tent and celebrating another milestone. I crossed the 88th latitute right before the end of today. It was a rather challenging day as it was windy and cold along with the enormous sastrugis. But it will all soon come to an end as it is suppose to get better and at the mid of this 88th latitude the travel conditions are supposed to get much better.
I’m getting low on food supplies so I will have the food that I left at the camp shipped to me as I will be few days longer then I initially planned. My appetite is in good stand here in Antarctica 🙂
I want to send special thanks to Lifestream Astazan and Spirulina for their support.
Thanks of for all your messages and support.
Til hamningju með áfangann.
Elsku hjarta! Gleðilegt ár og velkomin yfir 88. breiddargráðu 😉 Þú ert meiriháttar snillingur og getur allt sem þú ætlar þér ,)
Sæl Vilborg….Til hamingju með þennan frábæra áfanga Vilborg ,þú mátt sko vera svo stolt af sjálfri þér
hvað þú ert alltaf jákvæð og skemmtileg ,ég á ekki nein orð eftir til að lýsa aðdáun minni yfir dugnaði þínum ..
Í dag er laugardagur og vonandi verður þú komin til byggða næsta laugardag til að samgleðjast þessum frábæra sigri þínum…
Í mínum huga ert þú hetja dagsins og megi allir góðir vættir fylgja þér skref fyrir skref í gegnum þessa skafla…
Hjá okkur er rigning og allur snjór að fara …
Baráttukveðjur frá Hveragerði
Jibbý…….enn ein gráðan að baki litla mín. Þetta hefst allt saman á seiglunni, kjarkinum, jákvæðninni, hugrekkinu og þér sjálfri. Þú ert bara engu lík. Það er ekkert smáræði sem þú leggur á þig fyrir góðan málstað og fyrir það má þjóðin öll vera í mikilli þakkarskuld við þig.
Njóttu ferðarinnar áfram og nú er bara örstutt eftir (örstutt m.v upphafsvegalengdina), þetta er bráðum búið.
Við hlökkum öll til að þú komir heim og það verður dásamlegt að sjá þig.
Knús til þín.
Jibbý…….enn ein gráðan að baki litla mín. Þetta hefst allt saman á seiglunni, kjarkinum, jákvæðninni, hugrekkinu og þér sjálfri. Þú ert bara engu lík. Það er ekkert smáræði sem þú leggur á þig fyrir góðan málstað og fyrir það má þjóðin öll vera í mikilli þakkarskuld við þig.
Njóttu ferðarinnar áfram og nú er bara örstutt eftir (örstutt m.v upphafsvegalengdina), þetta er bráðum búið.
Við hlökkum öll til að þú komir heim og það verður dásamlegt að sjá þig.
Knús til þín.
Til hamingju með áfangann og gangi þér áfram svona vel! Ótrúlega gaman og spennandi að fylgjast með þér 🙂
Til hamingju með áfangann ofurkona íslands
knús á þig
Dugnaðarforkur!! Þú ert svo hugrökk og dugleg! Til hamingju!
Frábær árangur Vilborg og vona sannarlega að færið hjá ykkur pólförum verði betra og greiðfærara á morgun. Vona að kalsárin á lærum haldist í skefjum til ferðaloka og helst auðvitað að þau lagist sem fyrst. Yndislegt að heyra hvað þú ert uppfull af krafti, seiglu, áræðni og hugrekki. Þú ert frábær manneskja áfram þú. vona að snjóálfarnir breiði ylhjúp yfir tjaldið þitt í nótt svo þér verði ekki kalt. Bara nokkrir dagar eftir af þessu magnaða ævintýri þínu Vilborg …það styttst í pólinn með hverju skrefi…áfram þú áfram þú áfram þú
TIL HAMINGJU MEÐ ÁFANGANN, ÞÚ ERT HETJAN OKKAR ALLRA; fARÐU VEL MEÐ ÞIG, ÞETTA ER AÐ KLÁRAST,,, SKREF FYRIR SKREF..
Frábært að lesa þetta allt saman. Svakalegt afrek hreint út sagt. Gangi þér svakalega vel með restina 🙂 Því þú klárar þetta klárlega miðað við þetta hingað til. Eina sem ég átta mig ekki alveg á… það er hversu langt er c.a eftir í dögum miðað við hvernig hefur gengið og þar sem þú ert stödd í dag? áætluð lok 🙂 Væri gaman að fá það inn…
Hún áætlar að hún gæti verið að klára um 14. janúar
*Hún á 221.5 km eftir
Flott hjá þér Vilborg – farðu nú gætilega á lokasprettinum og gangi þér allt í haginn 🙂
Frábært hjá þér , gangi þér vel með lokasprettinn þú ert ofurkona 😉
Frábært afrek og gaman að fylgjast með!
Endalaust stolt af þér. Til hamingju með áfangann 😀
Þú ert frábært fyrirmynd fyrir okkur hinar! Gangi þér vel.
Þú ert svo dugleg 🙂
Það var svo skemmtilegt að kynnast þér í “Svartfugls” verkefninu okkar fyrir mörgum áru. Allt svo professional …. og þú tekur hlutina með staðfestu.
Ég, Ölli og Teitur og fleiri vinirnir erum miklir ævintýramenn. Þú ert búin að toppa okkur Vilborg mín 🙂
Gangi þér nú vel á lokasprettinu og farðu varlega 🙂
Baráttukveðjur
Gunnar Björn Gunnarsson
Við hjá John Lindsay fylgjumst öll með þér af miklum áhuga, aðdáun og virðingu.
Bestu kveðjur
Stefan
Til hamingju með áfangann og gangi þér vel.
Flott hjá þér stelpa. Gangi þér vel á lokasprettinum.
Kveðja frá Bolungarvík.
Gangi þér rosalega vel 😉
Baráttukvedjur fra bornunum í leikskolanum Heklukoti a Hellu!!!!
Vilborg!
Þú ert hetjan okkar. Vá hvað þú ert mikill forkur. Haltu áfram stelpa og kláraðu. Ég get ímyndað mér að þetta sé hrikalega ( með stóru H-i ) erfitt. Þú ert ímynd Íslands. Vonandi gengur þér allt í haginn á endasprettinum.
Siggi og Dabba á Drekavöllum í Hfj.
ps. Þú átt skilið að verða kjörin ¨Íþróttamaður ársins 2013″
Svona í alvöru talað – þá ert þú SNILLINGUR!!!!
Njóttu – njóttu – njóttu 🙂
:0)
Mikið ERTU dugleg!
Dáist að þér úr langri fjarlægð.
Gangi þér vel á endasprettinum – og vonandi færðu sem fyrst nóg að borða ;o)