Frá Vilborgu á Suðurpólnum – Dagur 12

30. nóvember 2012

haeho. loksins kom solin svo eg gaeti hladid tennan frabaera sima. i gaerkvoldi atti eg gott samtal vid polionnu. var nefnilega komin med hitaslaeding og flensueinkenni. var stressud yfir tvi ad verda lasin og rumliggjandi. en med adstod hitastillandi lyfja og godra rada fra laekni vaknadi eg hressari i morg. eg fann ad eg vaeri kannski ekki alveg 100% og akvad ad fara frekar rolega. tad gustadi vel i dag, maeling um hadegi syndi 13 ms og tad var kalt tvi var grimuvedur i dag. eg skidadi 15.4 km i dag og tjaldi i fyrrikantinum. svo er tad godur naetursvefn svo eg verdi nu orugglega hress a morgun 🙂 sudurskautskvedja

— Þessi skilaboð eru send með Iridium Extreme frá Sónar

English version:

Hi there. Finally, the sun was shining all day so I was able to charge my phone!

Last night I had a good one on one with Pole-ianna (She’s the twin sister of Pollyanna) as I was starting to feel a little fever-ish and like I was getting a flu. I was nervous that perhaps I was getting sick and that would force me to take a day off. But with the help of the right medicine and good advice from my doctor, I woke up feeling a lot better this morning. I knew I wasn’t 100% myself so I decided to take it a little easier today. It was very breezy, around noon it was about 13 m/s and cold enough for me having to wear my ski-mask.

Distance traveled today was 15.4 km (9.6 miles) and I decided to set up my camp earlier than usual. Planning on a good night sleep to hopefully feel much better tomorrow 🙂

Best regards from Antarctica.

 

This Post Has 16 Comments

  1. Sæl Vilborg .
    Gott að heyra að þú hresstist af lyfjunum alltaf jafn jákvæð og hress og tekst á við verkefnin og leisir þau á svo skemmtilegan hátt
    ég dáist af þér og finnst þú vera hetja hvers dags …vonandi færð þú góðan nætursvefn og gangi þér vel á morgun sem aðra daga…
    kv frá Hverageði…

  2. Þú ert nagli, það verður ekki af þér tekið. Farðu vel með þig og ég bið að heilsa Pólíönnu.

    Kær kveðja,

    Ingrid

  3. Gott að heyra frá þér. Fylgist með þér á hverjum degi.
    Kveðja frá Bolungarvík.

  4. Góðar fréttir af þér gæskan mín og vonandi færðu góðan dag í dag sem og alla aðra daga.
    Ég reyni að rabba við veðurguðinn og bið hann um gott veður fyrir þig. Bið lía þess að góðu vættirnar fylgi þér áfram.
    Þú ert ótrúlega dugleg, kjörkuð ung kona og glæsileg fyrirmynd allra um dug og þor og að láta drauma sína rætast………sem er meira en margur leyfir sér. Ég veit að þú “massar” þetta verkefni þitt.
    Knús og bestu kveðjur.

  5. Sendi þér 100% heilsustrauma duglega Vilborg 🙂
    Vona að þessi ótrúlega ganga sé ekki eingöngu þrautarganga og að þú sért að geta notið ferðalagsins líka.
    Megi allar góðar vættir fylgja þér á Suðurpólinn <3

  6. Þú ert nú meiri forkurinn þú sýnir okkur að G.Æ.S. er að virka eða: Get.Ætla.Skal….

  7. Elsku VIlborgþ Ég sendi þér bataknús og styrk. Mér var heldur betur hugsað til þín þegar að ég var að frjósa úr kulda við það eitt að labba með hundinn minn í korter…þvílíkur aumingi sem maður er!
    Vona að þú sért að njóta þín í botn en þessi einvera og þessi ganga mun gefa þér styrk, stollt og hugarró sem þú munt búa að alla ævi. Farðu nú vel með þig og sofðu úr þér hitann. Kær kveðja, Karen Axelsdóttir ( þríþrautar konan sem hitti þig í Hreysti)

  8. Farðu vel með þig, og vonandi verðurðu enn hressari á morgun 🙂 Tók smá gönguskíðasession í dag í sveitinni, og þurfti að draga á eftir mér smádót, varð hugsað til þín með púlkurnar! Skyndilega varð þetta ekkert svo mikið sem ég dróg á eftir mér 😉 Baráttukveðjur.

  9. Meiriháttar góðar fréttir sem visir.is birtir í dag um gjöf til Styrktarfélagsins Lífs vegna göngu þinnar. Þú ert að gera stórkostlega góða hluti Vilborg mín,. Ég er líka endalaust stolt yfir að hafa gengið með þig og fætt ……….rest átt þú sjálf (“,).

  10. Þú ert nagli sem lætur ekkert rugla sig í ríminu gangi þér allt í hagin og ég veit að allar góðu vættirnar vaka yfir þér sem áður

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *