Frá Vilborgu á Suðurpólnum – Dagur 53
10. janúar 2013
haeho. tad voru ohagstaed skilyrdi i dag vindur og litid skyggni. spain er svipud f morg. tad komu tvi 18 km i hus i dag en tad var lika mjog kalt og grimu vedur. en tad er samt astaeda til ad fagna. annars vegar skidadi eg inn a sidustu breiddargraduna og eg er lika buin ad rjufa 1000 km murinn. eg a eftir um 110 km i beinni loftlinu. eg takka kaerlega fyrir kvedjurnar og hvatninguna a lokasprettinum. lifssporskvedja
— Þessi skilaboð eru send með Iridium Extreme frá Sónar
English version:
Hi there, today’s travel conditions were not in my favor with almost no visibility. The weather forecast is similar for tomorrow. I traveled 18 kms today and it was extremely cold so I had to wear my ski mask the whole day.
However, I have a reason to celebrate as I crossed another milestone as I’m currently traveling through the last latitute on my way to the South Pole plus I have crossed the 1000 km milestone. I have around 110 kms left (direct path to the pole). I want to send everyone special thanks for all the messages and the support.
Lífsspor’s regards.
Dugnaðarforkur þú ert kona góð.
Gangi þér vel
Styttist,, “bara” rúmlega 1.2 x lengd Snæfellsness eftir eða Rvk-Selfoss fram og til baka.
Gratulera með að vera komin inn á síðustu breiddargráðuna, það verður líklega “örtröð” af fólki þar á sveimi.
Sko þig. 110 km. er bara eins og að labba úr bænum á Hvolsvöll. Ég tek á móti þér er þú kemur og ætla mér að kalla ferfalt húrra !
Kveðjur frá Hvolsvelli.
Lokaspretturinn! Einhver sagði að þetta væri einsog meðganga, allt í rólegheitum og all gengur skv áætlun en engu að síður kemur alltaf upp óþreyja í lokin, “er þetta ekki að verða búið” og spenningurinn fyrir að ljúka meðgöngunni ! Og þú ert nú að ljúka “þinni meðgöngu” sem er svo sannarlega öðruvísi en flestar aðrar. Gangi þér vel kæra Vilborg á lokasprettinum! Þú ert algjör heltja og frábær fyrirmynd! Með bestu kvðejum, Hildur Harðardóttir
Gangi þér sem allra best á endasprettinum, þetta er frábært framtak hjá þér – kveðja frá ferðamálafræðinema á Hólum!
háþrystidælublástur á þennan kuldabolavind, dásamlegt að lesa frærslurnar þínar hlakkatil að heyra og sjá þáttinn með þér í sjónvarpinu og eða koma á opin ferðafund..Megi góðir vættir fylgja þér á leiðarenda einharða stolt kvenna.
Kæra Vilborg!
Það er búið að vera mjög áhugavert að fylgjast með, hugsa til þín með hlýju og virðingu á hverju kvöldi… sporin sem þú ert að taka skipta mjög miklu máli.
Gangi þér vel á lokasprettinum, fylgist áfram spennt með. Guð og góðar vættir vaki yfir þér 😉
Duglegust………bara “0rstutt” eftir og það er nokkuð sem þú massar á þinn hátt. Verst hvað veðurguðinn er hrekkjóttur og skilningslítill á þörfum fyrir að hann haldi sig við betra veður en þetta.
Það er með ólíkindum hversu vel þér hefur gengið fram til þessa, alltaf getað haldið áfram.
Farðu vel með þig, þú veist að það er bara til eitt dýrmætt eintak af þér. Komdu heil heim.
Knús til þín elskuleg.
Svakalega áttu duglega og kraftmikla dóttur og óska ég þér og fjölskyldu þinni til hamingju með hana og veit ég að hún mun klára þetta með stæl. Við þurfum bara ræða við veðurguðinn fyrir hana 😉
Kærar þakkir fyrir falleg orð ágæta Dís. Já, hún er svo sannanlega dugleg og kraftmikil.
Sæl Vilborg…Dugnaðarforkurinn þinn flott hjá þér að skila 18 km það er frábær árangur.
Þú ert sko sannkölluð hétja og ég á engin orð yfir dugnaði þínum og nú eru þetta bara síðustu kílómetrarnir
og ég veit að þú massar það með stæl…
Megi allir góðir vættir fylgja þér á leiðarenda…
Baráttukveðjur frá Hveragerði…
Alltaf eitthver ávinningur á hverjum degi síðasta breiddargráðan og þúsund km skil ekki að veðurguðirnir séu alltaf að stríða þér það er alltaf verið að reyna að ná samningum við þá Risa knús á þig ofurkona
Búin að mæta á tvær hlaupaæfingar í þessari viku. Sá þegar að ég les bloggið þitt að það er ekki hægt að vera með þennan aumingjaskap. Þú ert mín hvating í að fara út að hreyfa mig. Gangi þér áfram vel á leiðarenda. Líf fær framlag frá mér þegar þú klárar þetta. Þú ert ótrúlega dugleg!
Glæsilegt hjá þér, áfram svona. Koma svo!
Gangi þér vel á lokasprettinum, þú ert manni hvatning um að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi 🙂
Baráttukveðjur til þín Vilborg þú ert alveg hreint ótrúleg ekkert nema jjákvæðnin og eflist bara þó á móti blási vona svo sannarlega að þú fáir nú gott veður og aðstæður verði góðar á lokasprettinum . Gangi þér sem allra best.
Ég kíki hingað inn, nánast á hverjum morgni. Gaman að fylgjast með og bestu óskir um gott gengi á lokasprettinum. Kveðja frá Patreksfirði.
Aðdáunarvert að fylgjast með þér!
Þú ert kvatning fyrir alla sem fylgjast með þér 🙂
Gangið þér vel með framhaldið!
Kæra Vilborg, þó að ég þekki þig ekki neitt, hef fylgst með úr fjarlægð, les reglulega bloggin þín og dáist að þér! Þú ert ábyggilega duglegasta kona sem ég veit um. Þrátt fyrir leiðinleg veður veit ég að þú massar þetta.
Bestu kveðjur úr Vestmannaeyjum
Á svo að labba til baka.,.;)
Kona góð,góðar óskir ….:)
Þú stendur þig hrikalega vel.
Vona að þú fáir gott veður og fínt færi á lokasprettinum, átt það alveg skilið…
Góðan daginn.
Mikið svakalega ertu dugleg.
Gangi þér sem best með 110 km.
Glæsilegur árangur Vilborg og til hamingju með 1.000 km áfangann.
Alveg ótrúleg ertu 🙂 Nú er þetta að verða búið og þú massar þetta eins og allt sem þú hefur verið að gera þarna alein með kuldabola.
Megi allar góðar vættir halda áfram að vera með þér Vilborg á síðustu metrunum 🙂
Gæslilegt þú ert algjörlega að massa þetta
Vá Vilborg!! 1000 km!! Þú ert ofurkona 🙂
Þetta er alveg að nást, frábæra stelpa.
The secret to success is never to give up. Það veist þú svo mæta vel.
Kveðja frá Bolungarvík.
Gangi þér vel kæra Vilborg. Mér finnst þú alveg mögnuð og dáist að dugnaðinum í þér. Hlakka til að fylgjast með þér sigra þennan stóra áfanga.
Þú er alger hetja í mínum augum gangi þér rosa vel áfram .
Baráttu kveðja úr Fellasveit 🙂
frábaer árangur, flott hjá ther, eg veit thu klárar thetta nuna, gangi ther vel áfram,
eg er hissa ad thu sert ekki hreinlega króknud en gangi ther vel.
Glæsilegur árangur. Þú ert fyrirmynd og hvatning fyrir ótrúlega marga.
Ég hugsa að flestir geri sér enga grein fyrir hversu mikið afrek þetta er hjá þér! Það segir helling þegar þú tókst fram úr ameríkustráknum sem lagði af stað á undan þér!! Þú ert frábær fyrirmynd! Megi hlýjar hugsanir ylja þér, restina af ferðinni!! Go go girl!! : )
Við strákarnir hjá Hreysti viljum senda þér sérstakar Hreysti kveðjur núna þegar þetta fer að styttast! 🙂 Og það er gaman að segja þér frá því að þar sem við erum að gefa sýnishorn af orkudrykknum sem þú notar þá spinnast oft upp miklar umræður um þig hérna í búðinni hjá okkur og allir virðast vita af þér og eru agndofa yfir dugnaðinum. Það koma gjarnan komment eins og vá hálfmaraþon á dag og í 50+ daga í röð með tvo þunga sleða í eftirdragi og það í kuldabola!
Bestu kveðjur
Hreystidrengir
Glæsilegur árangur Villý og áfram gakk! Hugsa til þín,
baráttukveðjur frá fögru Vík
Glæsilegt hjá þér Vilborg. Karladeildin hlýtur að vera græn yfir árangri þínum. Gangi þér sem allra best á lokasprettinum :).
Frábært hjá þér stelpa. Koma svo, klára með stæl..
Dáist að þrautsegju þinni og elju Vilborg og óska þér alls hins besta í lokaáfanganum. Það er stórkostlegt að vera svo nálægt markmiði sínu, sendi þér góðar hugsanir og styrk og megi allra góðar vættir vaka yfir þér 🙂
Þú ert kjarnorka. Gangi þér vel.
You can do it!
Gaman að fylgjast með þér Vilborg. Gangi þér vel á lokasprettinum!
Snillingur :)…Baráttukveðjur fyrir lokasprettinn…og ég sendi þér risa hlýtt orkuknús á pólinn. Kveðja Júlli
Gangi þér vel síðasta sprettin. Þú ert hetja að geta þetta
Ég dáist að þér , hugrekki þínu og viljastyrk að takast á við svona krefjandi verkefni.
Sendi þér bestu kveðjur og gangi þér vel síðasta spölinn.
Kær kveðja Hildur K
Á föstudaginn var fæddist myndarleg stúlka á Selfossi, 14 merkur og 48 sm. Hraust og vel sköpuð og fékk toppeinkunn frá Eygló frænku þinni. Fæðingin gekk eins og í sögu og sama má segja um fyrstu vikuna litlu stúlkunnar. Allt sem hægt er að ætlast til af barni á hennar aldri gerir hún með stæl: drekkur eins og svampur og sefur eins og lítið ljós. Hér eru allir glaðir og reifir með mjólkurskegg. Hlakka til að kynna þig fyrir henni og hana fyrir þér.
Við fylgjumst spennt með síðustu dögunum hjá þér og erum að rifna úr stolti yfir þér. Þú ert góð fyrirmynd fyrir stelpur á ölum aldri.
Til hamingju með 1000 km múrinn, þú ert alveg ótrúleg. Gangi þér sem allra allra best með lokakaflan. Vonum og biðjum veðurguðina um að vera þér hliðhollir.
Þú ert mögnuð !
Gaman að sjá það sem Magni gerði fyrir átakið í dag.
Þú ert okkur og öðrum sterk fyrirmynd Villý.
Nú fer aldeilis að styttast í steik, bað og vinahittinga.
Koma svo !
Hlakka til að sjá þig á Íslandi.
Kv, Pálína
Þú ert mögnuð!! ég er svo stolt af þér!
Gangi þér vel með restina
hlakka til að fá þig heim
knúsukveðjur
Arna frænka
Þú ert “osom”! Takk fyrir þessa mörgu frábæru kílómetra þína 🙂 Vonandi verður veðrið betra það sem eftir er. Gangi þér rosalega vel.
Villý mín, klára þetta með stæl.. grímuklædd eða ekki. Hlakka til að heyra hvernig sunnanáttin er á suðurpólnum sjálfum.
þótt veðurguðinn geri þér allt á móti skapi þá ræður hann ekki við kjarnakonuna sem er að rúlla upp göngu ein og óstudd á suðurpólinn eins og ekkert sé enn það er meir enn að segja það sem ú ert búin að afreka gangi þér vel á síðustu metrunum
kveðja frá fróni.
Þvílíkur metnaðður, þvílíkur dugnaður, þvílík þrautseigja – gangi þér sem allraallra best þessa síðustu daga elsku Villý.
Búin að hugsa mikið til þín á þessum tíma, þvílíkt hugrekki og þor, þessari löngu vegferð ferð nú að ljúka áfram þú 🙂
Innilega til hamingju með þennan frábæra árangur. Þvílík hetja sem þú ert í alla staði.
Ég dáist líka að því málefni sem þú velur að styrkja með þessari hetjulegu ferð þinni. Ég veit ekki óeigingjarnara fólk heldur en það sem ég kynntist í mínum tveimur fæðingum. Starfsfólk var að koma til okkar eftir vaktir, hafa áhyggjur langt út fyrir þeirra vinnutíma og svo gæti ég endalaust talið upp. Þú ert ein af þessum hetjum að hugsa svona vel til þeirra og að leggja þetta allt á þig.
Fylgist með þér og mundi bara eftir öllum sem gera slíkt hið sama. Þú ert algjör hetja.
Gangi þér extra vel á lokasprettinum og við sendum vonandi eitthvað betra veður á þig með kveðjunum.
Kveðja Guðrún Sólveig og prinsarnir.
Þú massar þetta með stæl, skvís. Sendi þér góðar hugsanir og orku til að takast á við síðasta spölinn.
Elsku Villý, til hamingu með 1000km múrinn – þú ert að nálgast markmiðið ! Nú er bara smá eftir og ég veit að þú rúllar því upp – ofurkona!!!
Njóttu síðustu daganna í kyrrðinni, áður en þú veist ertu komin til baka í þetta dagsdaglega og þá áttu eftir að hugsa til baka….. til suðurpólsins !!!
Ótrúlegur metnaður, árangur og afrek! 🙂 Gangi þér vel og megi lukkan vera með þér síðasta spölinn!
þvílík hetja ganga þú gengur – gagni þér vel síðustu dagana – þetta er ótrúlega flott hjá þér ! Væri ánægð ef maður gæti gert brot af þessu markmiði. Flott þú ert
Ég fylgist með þér og hugsa til þín í hvíta umhverfinu. Ein í auðninni með Kára vindhana sem blæs á þig og Kuldabola sem virðist vera í frekar úfnu skapi líka. Ég er búin að heita á þig og hlakka til þegar þú kemst í mark 🙂
Snillingur!!!! Þú ert alveg með þetta, fylgist spennt með þér og hvet þig áfram í huganum, ég skal gera mitt besta í því að reyna að “connecta” við veðurguðina 🙂
gangi þér vel!
Kæra Vilborg.Hef fylgst með þinum fágæta dugnaði og þrautsegju,til hamingju með 1000 km. áfangann.
Þú ert mikil baráttukona og til fyrirmyndar. Vona að síðasti áfanginn gangi vel og bið alla góða vætti að vaka yfir þér.
Baráttukveðjur.
Ég og fleiri erum búin að fylgjast með þér lengi, þú ert sönn kvenhetja. Taktu nokkur dansspor fyrir okkur á pólnum!
Þú hlýtur að vera orðin rosalega þreytt. Vona að veðurguðirnir fari nú að vera þér hliðhollir síðasta spottan. Ég hugsa mikið til þín og get ekki annað en dáðst að eglu þinni. Það verður meiriháttar að koma á áfangastað 🙂
Sendi þér sterka strauma til að klára þetta. U go girl!
Er það ekki bara svo Fossavatnsgangan 😀