Frá Vilborgu á Suðurpólnum – Dagur 54

11. janúar 2013

Hæhæ, heyrði í Vilborgu áðan. Síminn hennar sem hún notar til að blogga var batteríslaus og vildi hún koma áfram kveðju til ykkar allra með þökkum fyrir stuðninginn og kveðjurnar. Það er búið að snjóa mikið og þungt færi en henni líður ágætlega.

Þegar ég talaði við hana var hún að koma sér fyrir í tjaldinu og gera sig klára í svefn og safna orku fyrir morgundaginn.

Hún er staðsett á S 89° 09 222 og W 81° 40 956.

English version:

Heard from Vilborg earlier and as the phone she used to blog is out of battery, she asked me to send everyone special thanks for following her throughout her expedition. It has been snowing alot and the travel conditions are still very challenging. She is however feeling good.

She’s currently located at S 89° 09 222 og W 81° 40 956.

This Post Has 20 Comments

 1. Gott að heyra að allt gengur vel hjá henni…
  Megi allir góðir vættir fylgja henni á leiðarenda…
  Baráttukveðjur frá Hveragerði..

 2. Baráttukveðjur, og óskandi að veður og færð skáni á síðustu metrunum.
  Allar góðar vættir haldi um þig á síðustu metrunum elsku Vilborg þetta er að hafast skref fyrir skref.

 3. sendi hvatnigarpepp á síðustu metrunum. Þú ert ótrúleg.
  Ef einhver getur þetta þá ert það þú.

 4. Baráttukveðjur til þín þú klárar þetta dugnaðarforkur, Gangi þér vel krossum fingur að veðrið og færðin verði þér hliðholl.
  YOU GO GIRL 🙂

 5. Nú sendi ég öllum veðuröflum mjög jákvæða strauma svo þau búi til greiðfært og léttara færi fyrir Vilborgu og alla aðra pólfara. Gangi þér vel í lokahrinunni, bæði andlega og líkamlega. Þú ert að standa þig frábærlega….segi eins og hinir skref fyrir skref og pólmarkið nálgast með hverju spori.

 6. Þú ert nú meiri hetjan Vilborg mín. Ég er búin að fylgjast með þér hér á blogginu og dáist að þér. Nú fer að líða að endapúntinum hjá þér og þá styttist í SLÚTT. Hafðu það gott og njóttu síðustu metranna.
  Kveðja
  Sigurlaug Hraunkoti

 7. Ekkert færðu ókeypis…………þú þarft greinilega að hafa mikið fyrir þessu ævintýri. Það er líka eins gott að það var síminn sjálfur sem varð orkulaus en ekki þú úr því einhver orka þurfti að klárast. Samt er nú nokkuð ljóst að þú klárar dæmið með stæl.
  Veðurguðinn er greinilega eitthvað afundin, alveg sama hvað ég bið um gott fyrir þig en sennilega skilur hann ekki fólk sem er norðanlega á jarðarkúlunni, eða bara í fýlu við okkur og finnst við ekki eiga að skipta okkur af honum þarna suðurfrá og að við getum látið okkur duga þann sem er hér um slóðir. Hvað sem öllu líður gefst ég ekki upp við það að tjónka við hann þarna í suðrinu.
  Gangi þér úbersúper vel á lokasprettinum, það er ekki svo ýkja langt eftir…..en samt er það eftir.
  Lára vinkona þín hefur sko staðið vaktina með stakri prýði og það er dýrmætt að eiga svona mikla perluvinkonu…….enda er hún líka perla rétt eins og þú.
  Megi allar góðar vættir safnast saman kringum þig, létta þér sporin á lokasprettinum, vaka yfir þér og vernda þig.
  Knús til þín gæska mín.

 8. Elsku Villý, við bumbustrákurinn fylgjumst með þér og svo spennandi þegar hægt er að telja dagana sem eftir eru á pólinn á fingrum annarrar handar. Svo krossum við fingur, sendum þér hlýja strauma úr norðrinu og biðjum um veðurfar og færi þér í hag síðustu kílómetrana 😉 farðu vel með þig og gefðu þér þéttingsfast faðmlag frá okkur 😉

 9. Sæl Vilborg Anna! Þú þekkir mig ekkert en mig langaði að skrifa þér nokkur hvatningar orð. Þessi ganga þín er algert afrek og dugnaður þinn og úthald er búin að vera mér sem fjölmörgum öðrum mikill innblástur! Nú er þetta farið að síga á seinni hlutann hjá þér og það hljómar eins og að veðrið og aðstæður ætli að láta þig hafa verulega fyrir hlutunum en þetta er að koma! Gangi þér sem allra best með afganginn.

 10. Sendum orku til þín héðan Villý.
  Þú klárar með stæl !
  Gangi þér vel á morgun.
  Kveðja héðan,

  Pálína

 11. Kæra Vilborg!
  þá er nú aldeilis að síga að lokatakmarkinu…sígandi lukka er best segir einhversstaðar, en mér finnst að veðurguðirnir ættu að bjóða upp á fallegan “sumardag” þarna á Suðurpólnum fyrir þig í lokin! Gangi þér vel kona góð, þú ert löngu búin að stimpla þig inn hjá mér sem ein flottasta fyrirmynd sem við íslensk kvenþjóð höfum eignast …. ásamt mörgum öðrum. Það sem þú ert að gera er einstakt og ég vona virkilega að fólk taki vel efir því og styrki gott málefni í leiðinni … skref fyrir skref…ÁFRAM STELPA!

 12. Æji hún mútta þín er frábær ! ekki skrítið að ú sért svona sterk manneskja gangi þér vel elsku stelpan <3

 13. Komdu sæl Vilborg. þú þekkir mig ekki en ég get nú samt ekki stillt mig um að skrifa nokkrar línur . Ég er búin að fylgjast með þessari ferð þinni frá upphafi og þvílíkt þrekvirki, kjarkur og þol sem þú ert búin að sýna okkur öllum. Þú ert ótrúleg fyrirmynd fyrir okkur öll sem höfum verið að fylgjast með þér. Óska þér góðs gengis það sem eftir er af göngu þinni og vona að veðurguðinn haldi nú að sér höndum síðasta spölinn þinn á pólinn. Gangi þer sem allra best og megir þú eiga góða heimkomu, veit að fólkið þitt bíður þín með óþreyju..

 14. Sendi risaorkugóðaveðursstraum til þín – þetta er alveg að koma elsku Vilborg -go on girl

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *