Frá Vilborgu á Suðurpólnum – Dagur 43

31. desember 2012

gledilegt ar! hjartans takkir fyrir studninginn og hlyjar kvedjur a arinu. megid tid oll eiga magnad ar framundan. tetta var ekki alveg dagurinn minn i dag. eg svaf illa og var tvi ekki vel stemmd tegar eg for ut i daginn. faerid var erfitt, skaflarnir eru vist med mesta moti sem hefur sest og svo er eg lika ad skida i gegnum dali t.e. upp og nidur brekkur en nae to ad haekka mig a hverjum degi og er nuna komin i 2317 mys. eg turfti oft ad fara af skidunum i dag og losa sledana sem satu fastir i skoflunum. eg hlakka til ad skida a nyju ari og verd orugglega orkumeiri a morgun eftir godan svefn. tad komu 20.2 km i hus i dag en vonandi meira a morg 🙂 goda skemmtun i kvold og a nyju ari. gamlarskvedja 🙂

— Þessi skilaboð eru send með Iridium Extreme frá Sónar

English version:

Happy new year! Thank you all for your support and your wishes throughout the last few months. I hope you will all have an awesome 2013.

This was not really my day, I didn’t sleep so well and therefore not in my best stand when this morning. The travel conditions were rough, and the largest sastrugis so far and on top I had to ski through valleys and hills..up and down.. but still gaining elevation everyday. I’m currently at 2317 meters over sea level. I had to take of my skis multiple times today to fix and pull ahead the sleds that were stuck in the snow. I can’t wait to ski in 2013 and I will probably have more energy after a good night sleep.

I traveled 20.2 kms today and hopefully some more tomorrow. Have fun tonight and in 2013.

New years Eve wishes from Antarctica.

This Post Has 19 Comments

  1. Er að tala við Vippu akkurat núna; þreytt, en liggur vel á henni. Hnitin: S 87 17 23 W 82 16 83

  2. Gleðilegt ár elsku hjartans Vilborg Arna mín og kærar þakkir fyrir öll gömlu árin.
    Megi nýja árið færa þér mikla gleði og gæfu ásamt helling af skemmtilegum ævintýrum.
    Það er ekki undarlegt að þú sér þreytt eftir daginn eftir allt þetta puð og púl.
    Njóttu þess að hvíla þig á sjálfa nýjársnóttina og farðu svo vel með þig þú dýrmæta eintak.
    Knús til þín í Hillenberghöllina þína.

  3. Mikið er gaman að fylgjast með þér í þessu ferðalagi. Vilborg. Ég þekki þig þig ekki en hef fylgst með þér frá því þú lagðir af stað og dáist að hugrekkinu. Er spennt að sjá á hverjum morgni hvernig gekk daginn áður. Ótrúleg seigla í þér og greinilegt að þú hefur undirbúið þið vel fyrir ferðina og það er að skila sér í hversu vel gengur. Vona að þú takir nýja árið með stæl og skíðir sæl og glöð þessa daga sem eftir eru. Baráttukveðja. Auður

  4. Vinkona,
    gleðilegt árið þegar það gengur í garð í “Chile”
    bkv,
    Heimir & Guðrún Erla

  5. Gleðilegt ár elsku Vilborg,þú ert mögnuð að skíða þetta langt í dag eftir vondan svefn og erfitt færi,megi heilladísirnar styðja við þig á næstu skrefum:-)

  6. Hæ hæ, langaði bara að skilja eftir kveðju hérna handa þér. Það er gaman að fylgjast með þessu ferðalagi og ég vona að þér eigi eftir að ganga vel með það sem er eftir.
    Bestu nýjárskveðjur til þín frá mér 🙂

  7. Við Magga frænka vorum að skreiðast inn úr tjaldinu núna um kl. 9.30. Áttum svo sem ágæta nýársnótt í tjaldinu en ekki er ég til í að gera þetta í 2 mán. í senn 😉 Það var nú samt ekki nema 4ra gráðu frost,.
    Gleðilegt nýar Vippa og gangi þér vel í slagnum þessa síðustu daga.

    1. Segi það sama frænka, þú er aldeilis dugleg að vinna afrek á hverjum degi. Nýjarsnótt í tjaldinu var bara skemmtileg en að vera ein langt úti í auðninni í tvo mánuði, það er ekki heiglum hent. Gleðilegt ár og gott skíðafæri án skalfa þessa síðustu daga.

  8. Sæl Vilborg…ég er nú allveg orðlaus yfir hvað þú ert frábær að komsat í gegnum þessa skafla og skila 20 km í hús…
    Eg er alin upp í snjósköflum fyrir norðan og oft var það nú erfitt að komast í skólan á morgnana og rifjast það upp
    þegar ég les bloggið þitt svo í mínum huga ert þú dugnaðarforkur og hugrökk ung kona…
    Vonandi færð þú góðan svefn næstu nætur og megi allir góðir vættir fylgja þér á nýja árinu og það sem er eftir ferðarinnar…
    Þú mátt vera stolt af sjálfri þér og húm mamma þín má vera stolt að eiga svona hugrakka dóttir og það hlýtur að taka á að fylgjast með þér í þessum leiðangri…
    Gleðilegt ár til þín …
    Baráttukveðja frá Hverageði….

  9. Gleðilegt nýtt ár til þín Villý mín og gangi þér sem allra best. Hlakka til póstanna frá þér á hverjum morgni þegar ég vakna. Gaman að sjá hversu vel gengur þótt erfitt hafi verið í dag. Knús af Skaganum!

  10. Gleðilegt nýtt ár Villý
    Gangi þér sem allra best , það er ótrúlegt að lesa frá ferð þinni, þú ert svo dugleg og kraftmikil að það er með mikilli aðdáun sem maður fylgist með þér. Baráttukveðjur til þín þar syðra :o)

  11. Gleðilegt ár Vilborg og gangi þér vel með gönguna, það er vel fylgst með þér héðan að Vestan:)

  12. Gleðilegt nýtt ár! Þú klárar þetta með glans þrátt fyrir einn þreytudag. Mér finnst þú ættir að fá fálkaorðuna!

  13. Gleðilegt árið Vilborg 🙂 Frábært að sjá km tölurnar hrannast inn, harkan í þér að ná þó 20km eftir svefnlitla nótt, vonandi nærðu góðum nætursvefni þær nætur sem eftir er, þetta mjakast óðfluga hjá þér! Gangi þér sem best með það sem eftir er af ferðinni, hlakka til að lesa færsluna sem kemur þegar þú nærð pólnum 😉 Bestu kveðjur úr snjósköflum Norðurlands!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *