Frá Vilborgu á Suðurpólnum – Dagur 38

26. desember 2012

haeho. tad var agaetis dagur i dag. vedrid var gott og faerid fint. eg skidadi aftur langan dag og tad komu 28.5 i hus. tad var jafnframt afangasigur i dag tar sem eg skidadi yfir a 86 breiddargradu og a nu eftir taeplega 4 gradur ad markmidinu eda c.a. 430 km. tad tydir ad skidadir km eru ordnir rett rumlega 700. tetta mjakast allt saman i retta att og eg er vel a mig komin. annars vona eg ad allir seu ad njota jolanna 🙂 lifssporskvedja

— Þessi skilaboð eru send með Iridium Extreme frá Sónar

New coordinates here

English version:

Hi there, nice weather today and good travel condition. I managed to have another good ski-day as I traveled 28.5 km today. I reached yet another milestone today as I crossed the 86th latitude and have about little less than 4 latitudes to the final goal, or about 430 kms, which means that I have covered over 700 kms already. I’m getting closer step by step and I’m feeling very good. I hope you are all enjoying your Christmas.

Best regards from Antarctica.

Vilborg

This Post Has 21 Comments

  1. flott hjá þér, Aaron hefur aldeilis slegið undir nára og skellt á skeið lika, eftir að þú kenndir honum að fara yfir rifskaflana en ekki krækja fyrir þá ( hans eigin orð á blogginu hans).

  2. Glæsilegt Vilborg engar smá dagleiðir muna skref fyrir skref og halda einbeitningunni alla leið!

  3. Flott hjá þér stelpa. Þetta mjakast áfram hjá þér.
    Bestu kveðjur að vestan.

  4. Glæsilegt……….meiriháttar flott, þú ert engu lík elsku hjartans stelpan mín. Það er enn rífandi gangur hjá þér og því greinilega ekki svo ýkja margir dagar eftir að markinu.
    Umfram allt farðu vel með þig.
    Njóttu hverrar stundar sem best þú getur og megi allar góðar vættir fylgja þér áfram og vonandi verður veðurguðinn í glimmrandi góðu skapi.
    Knús og bestu kveðjur.

  5. Frábært hjá þér, gaman að fylgjast með einstakri konu í einstökum leiðangri !
    Bestu hvatningarkveður
    Ásdís

  6. Frábærar fréttir Vilborg, takmarkið sem eitt sinn var svo fjarri er nú hlægilega nálægt! Farðu varlega og gangi þér áfram vel 🙂

  7. Sæl Vilborg…gott að heyra frá þér í dag sem aðra daga…Til hamingju með alla sigrana þína og 28.5 km þína sem er allveg frábær
    árangur …Vona að allir góðir vættir fylgi þér í dag og það sem eftir er af ferðinni þinni….
    Baráttukveðjur frá Hveragerði..

  8. Heil og sæl Vilborg og gleðileg jól!

    Þú ert nú meiri hetjan og krafturinn og áræðið engu líkt,, snilld að geta fengið að fylgjast með þér hér.
    Gangi þér allt í haginn alla daga!

    Kær kveðja,
    Kristín

  9. Þú ert þvílíkur orkubolti Vilborg og ég er stolt að vera Íslendingur að fylgjast með þér 🙂
    Megi allar góðar vættir fylgja þér og veðurguðirnir haldi áfram að vera góðir við þig.
    Þú ert einu orði sagt frábær !
    Knúz og jólakveðja til þín

  10. whoop whoop stórkostlegur áfangi 86¨í höfn jeiiiiiiiiiiiii Go Girl Ski Girl….óska þess eins að veðrið og þitt eigið úthald haldi áfram á sömu nótum og sl. daga….Þú ert á mega skíðablingi…fullt tungl á morgun þú nærð pottþétt 31 km í tilefni dagsins…svo er alltaf kröftugt að að óska sér á fullu tungli. Þetta fulla tungl er í krabbamerkinu sem tengir inn á element vatns (íss í þínu tilfelli) og það er líka táknrænt fyrir tilfinningar, krabbinn tengir við rætur fólks – fjölskyldutengsl, ást, vini, og síðast enn ekki síst þau lífspor sem þú hefur skapað og vakið til lífsins kraft meðal fólks víða um heim með þínu fallega átaki og söfnun….megi þinn ríki kærleikur halda áfram að vaxa og dafna líkt og viskutré sem nærist á gjöfum móður jarðar…Þú ert YNDISLEG manneskja ég er óendanlega stolt af þér þó svo ég þekki þig ekki í eigin persónu…það er samkenndin og kærleikurinn sem bindur fólkið saman hér á jörðinni og internetið á sínar góðu hliðar eins og til dæmis að tengja þig við okkur hin sem vöppum um á klakalausri grundu. Gangi þér vel með morgundaginn Vilborg.

  11. Gangi þér áfram svona vel Villý.
    Þvílíkur kraftur !
    Kílómetrarnir hrannast í hús.

  12. ÞÚ ERT FRÁBÆR !!!!! Ég bara eiginlega get ekkert annað sagt!
    Ég sendi knús og jákvæðar hugsanir til þín 🙂

  13. Hæ Vilborg!
    Frábær árangur hjá þér stelpa og flott málefni sem þú styður.
    Einn biti í einu – og markmiðið næst!!

  14. Kæra Vilborg,

    Við óskum þér gleðilegrar hátíðar með þökk fyrir farsælt samstarf á árinu. Það er gaman að fylgjast með þér og það fyllir okkur stolti hversu vel þér miðar. Þú sýnir og sannar að allt er hægt ef jákvæðni og vilji er fyrir hendi.

    Kær kveðja,
    Michelsen úrsmiðir

  15. Frábært að fylgjast með för þinni vilborg. Gangi þer super vel áfram. Jolakveðja fra ölmu og gumma

  16. Gaman að lesa hvað gengur vel ..´ATT efir að slá öll þín met hvað viðkemur vegaleng yfir daginn,, Við skíðafólkið erum yfir okkur stolt af krafti þínum….
    Megi allir góðir vættir yfir ´þér vaka bæði í svefni og sérstaka á göngu þinni, náttúran er óútreiknanleg sérstakleg í sn´jo.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *