Frá Vilborgu á Suðurpólnum – Dagur 37

25. desember 2012

haeho. tad var ekki slegid sloku vid tennan joladaginn. tad var bjartur dagur en nokkud kalt og tvi um ad gera ad skida sem mest til ahalda a ser hita 🙂 tad var sett pb a sololeikunu og hvorki meira ne minna en 30 km i hus ! eg er tvi afskaplega glod en luin eftir daginn. en nu er tad joladagsmaltidin og svo godur svefn fyrir atok morgundagsins. jola lifssporskvedja

— Þessi skilaboð eru send með Iridium Extreme frá Sónar

English version:

Hi there, there was no vacation this Christmas day! It was a clear bright day but rather cold so I decided to ski as much as I could to keep myself warm 🙂 I had my personal best today as I traveled 30 km today!!! I’m extremely happy but tired at end of day. Now I’ll treat myself with some Christmas food and have a good night sleep.

Christmas regards from Antartica.

This Post Has 22 Comments

  1. aldeilis að maltið og appelsínið hafa hleypt í þig fítonskrafti!. Flott hjá þér.

  2. Var strákurinn á hælum þér í allan dag,frábært að frétta jólaknús úr Mýrdalnum

  3. Hörkutól…. óendanlega stollt af þér… meira svona … því þá er styttra í að við fáum að knúsa þig :0)

  4. Vel gert Vilborg! Svona á að halda upp á jólin 🙂
    Vona að ferðin gangi áfram vel og þú náir lokatakmarkinu þínu.

  5. Sæl Vilborg….Alltaf jafn gaman að heyra frá þér
    Til lukku með árangur dagsins þetta er ekkert smá flott að skila 30 km þú ert sannkölluð hetja dagsins í dag sem aðra daga..
    Í mínum huga ert þú með ólíkindum hugrökk ung kona og gangi þér vel í dag sem aðra daga..
    Baráttukveðja frá Hveragerð….

  6. Vá……..þvílíkur kraftur og fítónsandi sem hljóp í þig………kannski var þetta bara orðin uppsöfnuð orka sem þú þurftir að losa um, skil mæta vel að þú hafir verið orðin lúin eftir daginn. Enn á ný sannar þú fyrir þjóðinni allri sem fylgist með þessu lífsspori þínu hvers megnug þú ert og hve góð fyrirmynd þú ert, þú ert skíðandi sönnunargagn fyrir hvað hægt er að gera með því að setja sér markmið og fylgja því. Margur á sér draum……….eða drauma, sem rætast ekki vegna þess að þá skortir þor til að láta þá rætast…….þú sýnir og sannar að það er hægt að láta þá rætast. “Ég á mér draum” sagði Martin Luther hér í den og flest okkar eigum við okkar draum………….ML fékk því miður ekki að lifa það að sjá sinn draum rætast en við hin getum látið drauma okkar rætast.
    Njóttu dagsins og komandi daga sem best þú getur, og ég geri orð Láru vinkonu þinnar að mínum (“,).
    Megi allar góðar vættir safnast saman kringum þig og vaka yfir þér og vernda þig og svo held ég áfram að spjalla við veðurguðinn þarna suðurfrá og biðja hann að halda sig í góða jólaskapinu.

    Knús til þín.

  7. Glaesilegt hja ther Vilborg. Datt i hug Gudridur Thorbjarnadottir í morgun thegar mer vard hugsad til thin og þess sem thu ert ad gera nuna. Hun var landkonnudur eins og flestir vita og gekk til Romar ad hitta pafann a sinum tima. Thu ert lika landkonnudur, ein a ferd vid mjog erfidar adstaedur. Thad er allavega ekki leidum ad likjast ad vera sett a sama bekk og Gudridur.

  8. Algjör snilld Vilborg, ég er að springa úr stolti yfir þessum árangri þínum.

  9. Kæra Vilborg, við höfum hugsað mikið og oft til þín síðan þú lagðir af stað í þessa miklu ferð. Við höfum líka hugsað til mömmu þinnar, sem fylgir einkadótturinni í huganum yfir ísbreiðuna. En við vitum að hún er hörkukona og þú hefur greinilega fengið ýmislegt í arf frá henni. Við dáumst að hugrekki þínu og dugnaði og óskum þér velfarnaðar í þessu draumaverkefni þínu. Innilegar jólaóskir til þín og við hlökkum til að fylgjast áfram með ferðalaginu. Kærar kveðjur Helga og Hilmar

  10. Gleðileg jól kæra Vilborg. Þú ert ótrúlega dugleg og til fyrirmyndar öðrum ! Gangi þér vel meðð restina !

  11. Þú ert alveg frábær Villa. Ég er óendanlega stolt af því að þekkja þig.
    Kveðja að vestan.

  12. Gleðileg Jól Villý 🙂 það er ekkert smá hvað gengur vel hjá þér þú ert hörkukvendi. Gangi þér rosa vel það sem eftir er:)
    Jólakveðja frá fallegu Vík:)

  13. Gleðilega hátíð frábæra unga kona.
    Ég er búin að fylgjast með göngunni þinni og var orðin ansi spennt hvort þú næðir ekki “kananum”!!
    Ég óska þér alls góðs á seinni helmingnum og gæfu og gleði á nýju ári.
    Takk fyrir að fá að fylgjast með.

    Ragna

  14. Hæ, þú ert ótrúleg! Vildi bara senda kæra kveðju, gangi þér jafn ótrúlega vel með framhaldið 🙂

  15. Góðar kveðjur með ósk um gott gengi í dag eins og alla hina ótrúlega stelpa þúsund knús

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *