Aconcagua4

Aðlögunargangan

Hæhó!

Vöknuðum hress eftir fyrstu nóttina í umtalsverðri hæð og enginn sýnir einkenni hæðarveiki. Smurðum okkur nesti og gengum aðlögunargöngu upp í rúmlega 4000 metra hæð inn dal sem liggur inn að hinum gríðarháa suðurvegg Aconcagua, sem rís um það bil 3000 metra yfir dalbotninn. Landslagið var stórbrotið og sumstaðar var eins og við værum stödd í tröllslegri útgáfu af Landmannalaugum því litirnir voru allt frá grænu og upp í múrsteinsrautt og klettamyndir minntu um margt á Jökulgilið. Við gerðum nestistopp undir grettistaki í sól og steikjandi hita og horfðum á tindinn draga að sér ský áður en við héldum til baka sömu leið í tjaldbúðirnar. Eftir að hafa skolað mesta rykið af okkur og fengið okkur hressingu fórum við í læknisskoðun sem er skylda fyrir alla sem ætla áfram á fjallið. Hana stóðust allir með glans og stefnan er núna að halda áfram upp í grunnbúðirnar Plaza de Mulas (um 4350 m) í fyrramálið.

aconcagua3 aconcagua5 aconcagua4

English verison:

Hi there,

We woke up early this morning and even though we are already in significant altitude, no one has shown any signs of high altitude sickness. We packed our bags for the day to climb to about 4000 meters into a valley that leads to the great south wall of Aconcagua, which rises about 3000 meters above the valley. This is all part of the necessary acclimation treks to allow our bodies time to become adjusted to the effects of altitude. The scenery was spectacular and in some places, it was as if we were standing in a gigantic version of Landmannalaugar in Iceland as the colors ranged from green to a mixture of deep red and black rocks.

We had a little picnic by a big rock – it was sunny in the scorching heat. We watched the summit attract clouds before we headed back down to the camp. After coming back to camp, we headed for the mandatory medical examination. We all passed that checkup and tomorrow we will head towards the Plaza de Mulas base camp. (about 4370 meters / 14337 feet).

The Aconcagua Team

This Post Has One Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *