Undirbúningur fyrir fjallið
Hæhó,
Nú er Siggi Bjarni mættur á svæðið og það er allt á fullu í undibúningi. Hann kom um kl 15 í gær og fram að því var ég í búðum að versla þann búnað sem mig vantaði uppá t.d. nýjar karabínur, brodda og sitthvað fleira. Búðirnar hérna eru skemmtilegar og Alaska mountaineering and hiking er mín uppáhalds búð. Þar inni hitti ég mann sem á vini á Íslandi, talar norsku eftir að hafa verið skíðagæd í Geilo og var bráðskemmtilegur. Þar inni sá ég líka íslenskan fjárhund sem heitir Annie.
Tíminn hefur að mestu farið í undirbúning. Í morgun höfum við verið að vikta og pakka mat og orkudufti en okkur vantar aðeins uppá svo við ætlum að skella okkur í ofurverslunina Walmart og versla smáveigis. Í dag hittum við svo hópinn okkar. Við erum orðin mjög spennt að hitta samferðafélaga okkar og að hefja leiðangurinn. Við keyrum til Talkeetna og verðum þar í tvær nætur, á morgun er undirbúningur þ.e. pakka og smá æfingar með hópnum.
Það er afskaplega fallegt hérna í kringum Anchorage sem er umlukin fjöllum. Veðurfarið er mjög svipað og heima á þessum árstíma enda eru svæðin á svipaðri breiddargráðu.
En nú ætlum við að halda út að versla aðeins meira…sendum nyjar fréttir bráðlega.
———-
English version:
Final preparation for the Denali expedition
Siggi Bjarni is here and we are working on the final preparation before we start our expedition. Siggi Bjarni arrived around 3pm yesterday and up until then I had spent the day shopping for the items I had left to buy. I purchased carabiners, crampons and few other things. The stores here are amazing and my favorite one is the Alaska Mountaineering and Hiking. There I met a guy who has Icelandic friends, speaks norwegian from when he was a Ski Guide in Geilo. It was fun to run into him. I also met an Icelandic Sheep dog named Annie.
My time here in Alaska has mostly been spent on preparing for our departure. This morning, we have been weighing and packing food and the energy drink mix. We have to stop by in Super-Walmart tomorrow to stock up on few things.
Today we will meet our group and we are very excited to meet the team and to start our expedition. We will drive to Talkeetna and stay there for two nights that will include some final preparation, packing and practice preparation with the team.
Anchorage is extremely beautiful surrounded by amazing mountains. The weather climate is similar to Iceland this time of the year as we are close as far as latitude.
We are going out shopping – will blog again soon.