IMG 1860(1)

Lifið i base camp

Namaste, Nu er eg buin að vera i base camp i nokkra daga og farin að venjast aðstæðum og lifið komið i rutinu. Herna gengur lifið ut a að æfa, borða og hvila. I dag er t.d. Hvildardagur og notaðimeg tækifærið til að komast i langþraða sturtu, sjampoið og harnæringin var að visu gaddfreðin svo eg þurfti að geyma brusana i pottinum með heitavatninu i dagoða stund aður en sjalfur þvotturinn gæti hafist. En goð var sturtan og mikið liður mer vel með hreint harið. I fyrradag forum við i hæðaraðlogunar gongutur upp i 5800 m hæð. Við gengum upp i camp 1 a Pumori sem er akaflega formfagurt fjall en jafnframt eitt það hættulegasta i Himalayafjallgarðinum. Fjallið hefur lika haft mikil ahrif a islenska fjallamennsku þvi þrir Islendingar hafa latið lifið a fjallinu. Þennan dag leið mer ekkert serstaklega vel, eg var hæg og kraft minni en vanalega. En hafjallamennskan gengur að hluta til ut a að halda ut þessa erfiðu daga. Utsynið fra campinum var storkostlegt, við saum toppinn a Everest, allan norðurhrygginn, Lhotse, isfallið og fleira. Eg hitti lika Ingolf og Sogu þann daginn en þau hofðu komið deginum aður upp i base camp. Mikið oskaplega var gaman að hitta þau og eg bið spennt eftir að Ingolfur komi aftur til baka eftirmað hafa fylgt Sogu aleiðis til byggða. Ingo er i næsta kamp við mig og þvi stutt a milli til þess að kikja i heimsokn. I gær leið mer aftur a moti betur og var ollu hressari i tækniæfingunum en þær foru fram a joklinum. Tilgangur þeirra var að undirbua okkur undir ferðirnar i gegnum isfallið og brattari hluta ofar i fjallinu. Við skemmtum okkur vel enda ymsar æfingar i boði s.s. Ganga a alstigum i broddum, isklifur með jummara, sig yfir akkeri og fleira. Hopurinn var vel stemmdur eftir æfingarnar en jafnframt hvildinni feginn i dag, maður verður einfaldlega fljott luinn i hæðinni a meðan aðlogun stendur yfir. Eg sendi ykkur svo fleiri frettir i vikunni, Njotið paskanna. Everest kveðja, Vilborg Arna

This Post Has One Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *