Kærar þakkir fyrir kveðjur og hvatningu :)

VÁ ! Maður verður bara orðlaus yfir öllum fallegu kveðjunum sem ég hef fengið frá því í gær. Þetta er þvílík hvatning og yljar mér um hjartarætur – þetta er besta veganestið inn í leiðangurinn.

Það var frábærlega skemmtilegt að taka upp þáttinn Ísland í dag með Sindra og þetta var jafnframt í fyrsta skipti sem ég sagði frá því opinerlega að ég væri á leiðinni í leiðangur. Þetta var líka mikill léttir þar sem margir hafa spurt mig hvað ég væri að fara að gera og af hverju ég væri komin í bæinn. Ætíð var eitthvað fátt um svör og yfirleitt reyndi ég að snúa mig út úr samræðunum á einhvern hátt.

Hér getið þið svo séð þáttinn: http://visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTV1C750E62-BC11-46E2-9351-DC059A681609

Hjartans þakkir fyrir alla hvatninguna og stuðninginn 😉

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *