14518574 10154611780528817 2027647699 N
14518574_10154611780528817_2027647699_n
14518574 10154611780528817 2027647699 N

Halló Khumbu

Vá ég get ekki lýst því hvað það er frábært að vera komin aftur.  Við erum búin að vera á göngu í tvo daga  og erum því nú komin upp til Namche Bazar sem er einn af mínum uppáhalds stöðum. Eitt af því besta við Khumbu dalinn er hversu dásamlegt fólkið hérna er. Allir alltaf brosandi og með einstaka nærveru. Landslagið er ekki af verri endanum og það stig magnast eftir því sem ofar dregur. Í dag gengum við u.þ.b. 15 km með ríflega 1000 metra hækkun. Við tókumst á við Namche hill sem er fyrsta langa brekkan á leiðinni og erum því stödd í ríflega 3400 m. Núna förum við að finna fyrir hæðinni og þurfum að passa vel uppá okkur.  Á morgun förum við í aðlögunar göngu upp í Everst View hótel og í Khumjung þar sem ég vonast til að hitta nokkra félaga.

Þessi ferð er öðru vísi en hinar þar sem við Tommi erum hérna saman og það gerir þetta allt saman enn magnaðra. Dendi Sherpa vinur okkar er algjörlega frábær. Á göngunni reynum við að kenna hvort öðru íslensku og nepölsku. Sherparnir fá nafn sem táknar daginn sem þeir fæðast á og Dendi er eitt af nöfnunum sem tákanar mánudag. Svo skemmtilega vill til að við erum öll fædd á mánudegi svo við köllum okkur team Monday ekki nóg með það heldur gaf Dendi okkur Tomma Sherpanöfnin Dawa og Dechen sem er mitt nafn.

Það er enn uppbygging í gangi eftir jarðskjálftan árið 2015 en það var þó gott að sjá að mikið verk hefur verið unnið þó því sé ekki lokið. Við Tommi heimsækjum barnaþorpin eftir gönguna og fáum að upplifa allt það góða starf sem þar hefur verið unnið.

 

This Post Has One Comment

  1. Mikið er gaman að fylgjast með ferð ykkar. Þetta er einstakt fyrir mig þar sem ég var á þessum slóðum fyrir tæpum tveimur árum. Hjartans þakkir fyrir að deila þessu með okkur hinum. Gangi ykkur áfram sem allra best..
    Með góðri kveðju
    Lísbet La Sportiva Trango 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *