Frá Vilborgu á Suðurpólnum – Dagur 56

13. janúar 2013

haeho. bloggid stod ed a ser i gaer. er a leidinni ut i 3ja sidasta daginn og tvaer naetur eftir i tjaldi. eg er ad skida adeins styttri vegalengdir nuna og for 18.5 i gaer og geri rad f svipudu i dag. er komin yfir a seinni helming gradunnar. meira i kvold 🙂

— Þessi skilaboð eru send með Iridium Extreme frá Sónar

Innskot:

Ég vil hvetja alla landsmenn, vinnustaði, saumaklúbba, kvenfélög og starfsmannafélög til að taka sig saman og heita á spor Vilborgar með því að hringja í síma 908 1515 (kr. 1500) eða gefa frjáls framlög á forsíðu www.lifsspor.is og senda Vilborgu þannig örlítið orkuskot á síðustu ca. 55 km.

Kv. Lára

English version:

Hi there, my blog did apparently not get delivered last night. I’m on my way out today … 3 days left and only two nights in my tent. I’m traveling  a little shorter distance now and was able to ski 18.5 kms yesterday. I assume that I will be able to cover similar distance today.

I’ve already reach the second half of this final latitude.

More tonight… Best regards from Antarctica.

This Post Has 35 Comments

  1. Þú ert að massa þetta, njóttu einverunnar síðustu dagana 🙂
    Go girl, go 🙂
    Kveðja úr Skíðadalnum,
    Anna Dóra

  2. Tvær nætur enn í tjaldi og svo tekur við lúxux eins og rúm og sturta 🙂

  3. Sæl Vilborg…
    Bara allt að gerast og ferðin brátt á enda..
    Gangi þér vel það sem eftir er og í mínum huga ert þú hetja dagsins í dag … og megi allir góðir vættir
    fylgja þér síðustur kílímetrana….
    Baráttukveðja frá Hveragerði…

  4. Spennandi dagar frammundan ofur orkosending muna skref fyrir skref og þú nærð takmarkinu.

  5. Hrein snilld, búið að vera mjög gaman að fylgjast með þér og þínu þrekvirki þvílíkur kraftur sem þú býrð yfir. KONA/MAÐUR ..2013….ENGIN SPURNING…))

  6. Geggjað !! Sendi þér “orku” kveðjur fyrir loka sprettinn héðan frá Hvanneyri þar sem við bíðum spennt eftir að fá að sjá sólina aftur eftir 8 vikna sólarleysi..ætli hún mæti ekki til okkar um svipað leyti og þú á Pólinn 🙂 EN í þetta sinn bíð ég nú spenntari eftir að heyra og sjá þig komna á leiðarenda heilu og höldnu eftir þetta ofurþrekvirki þitt 🙂

  7. Frábært hjá þér 🙂 Gangi þér vel síðustu metrana hugurinn er hjá þér 🙂
    Kveðja af litla klakanum

  8. Frábært hjá þér og dugnaðurinn ótrúlegur… Gangi þér vel með síðasta spottann..

  9. Ég er ánægð fyrir þína hönd að þér sé að takast að klára þessi magnaða áskorun en ég á sannarlega eftir að sakna þess að fylgjast með þessari spennusögu sem mér finnst leiðangur þinn hafa verið. Ég er í klappliðinu og hrópa ferfalt húrra fyrir þér í dag og þá daga sem eftir eru. You go gir!

  10. Þetta er stórkostleg hjá þér Vilborg og þú ert mikil fyrirmynd íslenskra fjallkvenna!

  11. Ég er líka í klappliðinu! Búið að vera frábært að fygjast með þér. Algjör hetja! Gangi þér vel á endasprettinum.

  12. Hvert örstutt spor er spor í rétta átt að markinu og það er orðin rétt innan seilingar Þú ert svo sannanlega búin að sanna þig og þú ert búin að gera meira………stimpla þig svo rækilega í hug og hjarta þjóðar þinnar. Fólk sem ég hitti eða heyri í eru allir á einu máli um hversu mögnuð þú ert og öll gildin þín, þú ert sómi þjóðarinnar allrar, þú ert svo góð og falleg fyrirmynd ungs fólks í dag, fyrir allt það góða og jákvæða sem hægt er að gera bara ef viljinn, áræðnin og jákvæðnin eru að leiðarljósi. Mikið vildi ég óska að unga fólkið tæki þig til fyrirmyndar varðandi jákvæðar hliðar lífsins………….ég er ekki að fara fram á að allt ungviði landsins fari að þramma á Suðurpólinn………..óra, óralangur vegur þar frá, heldur að ungdómurinn sjái hve miklu er hægt að áorka. Ég er óendanlega stolt móðir ykkar unganna minna, betri gjöf en ykkur tvö er ekki hægt að hugsa sér.
    Megi allar góðar vættir safnast saman kringum þig, vaka yfir þér og vernda allt til enda………..nú………..að ógleymdum blessuðum suðræna veðurguðinum………..að hann verði þér hliðhollur líka, það er nú orðið svo stutt eftir þangað til ég hætti að skipta mér af gjörðum hans og snúi mér alfarið að þessum norðlæga.
    Knús og bestu kveðjur til þín elskuleg og komdu heil heim.

  13. Mig langaði bara kvitta nafn mitt hér. Hef lesið bloggið þitt daglega. Búið að vera ótrúlega gaman að fá að fylgjast með þér. Ég dáist af þér, ekkert smá dugleg.. Þú ert glæsileg fyrirmynd, hugrökk og sterkur karakter! Gangi þér sem allra best á lokasprettinum: -)

  14. Sæl Vilborg og takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með þessu magnaða þrekvirki þinu. Eg þekki þig ekki en hef lesið ferðasoguna þína á hverjum degi frá því þú lagðir af stað. Einnig verð ég að segja að ég held að þú eigir mjog góða mommu 😉 Gangi þér vel síðustu metrana og njóttu!

  15. Gangi þér vel á lokasprettinum Villý mín, búið að vera ótrúlega gaman að fylgjast með þér þramma þetta. Barátta þín og jákvæðni fær mann til að staldra við og hugsa allt í aðeins stærra samhengi, t.d. bara hvað lítil og hversdagsleg vandamál eru í raun ómerkileg og það tekur því ekki að ergja sig á þeim. Ég hlakka til að sjá þig þegar þú kemur næst á Víkina góðu;)
    Kv. ÞH

  16. Hæ Vilborg, ég er stödd á Húsavík með námskeið. Hér kannast allir við þig og fylgjast með þér af miklum áhuga. Ég var beðin um að skila kveðju héðan. Gangi þér sem allra best síðasta spölinn, og njóttu hvers einasta skrefs – þú ert að taka öll þessi skref til góðs og við getum ekki verið stoltari!
    Kv. Ingrid

  17. Gangi þér vel á lokametrunum, þú ert alveg mögnuð 🙂 Megi allar góðar vættir fylgja þér á leiðarenda 🙂 Baráttukveðjur

  18. Áfram tómatsósa áfram…gangi þér vel á síðustu km elsku vinkona. Hlakka til að fá þig heim – þú ert ótrúleg!!!

  19. Atta leidangrar a Sudurpol a einu ari (11-12) med Islendinga og pu nu ein gangandi ! Til hamingju ! TA

  20. Hvílík kona! Gangi þér vel sendi þér baráttukveðjur Petrina Ros

  21. Þú ert mögnuð að vera ein á ferð og alveg þess vert að heita á þig, er búin að því.
    gangi þér vel síðasta spölinn.
    Baráttukveðja.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *