Frá Vilborgu á Suðurpólnum – Dagur 52
9. janúar 2013
haeho. ta er tessum degi senn ad ljuka. tad var stillt vedur en mjog kalt i dag. allt fraus sem gat frosid nema vatnid i hitabrusanum. tad komu 20 km i hus i dag en faerid er enn mjog thungt. tad er stutt eftir en einhvern veginn efritt ad sja fyrir ser ad tad klarist eda meira kannski skrytin tilfinning. en tad er nog eftir og ekki buid enn og eg aetla ad njota tessara daga sem eftir eru. eg vil senda serstakar takklaetis kvedjur til folksins mins a hotel geirlandi med tokk fyrir allt. kvedja ad sunnan
— Þessi skilaboð eru send með Iridium Extreme frá Sónar
English version:
Hi, long day finally coming to an end. It was a still weather but extremely cold today. Everything froze that could freeze except the water in my thermo bottle. I traveled 20 kms today but the travel conditions are still very challenging. I do not have that much distance left to cover but its hard to imaging that my expedition will be over soon… more like a weird strange feeling.
But there is still some distance left and I’m going to enjoy the last few days here in Antarctica. I want to send special thanks to my friends at Hótel Geirland for all their support.
Regards from the south 🙂
Hæ Vilborg þú ert ótrúleg, alveg dáist ég að því þreki,dugnaði, jákvæðni, þrautseigju,bjartsýni sem þér er gefin, megi þér endast þetta allt til sigurs við náttúruöflin þarna í neðra. svo mannstu að standa á höndum og láta taka mynd svo þú getir með sanni sagt að þú hafir haldið á boltanum.Risa stór faðmur til þín og gangi þér áfram vel skref fyrir skref, þetta er alveg að hafast.
Gott hjá þér elskuleg, þetta hefst allt saman með siglunni sem í þér er…..og smá þrjósku líka og öllu hinu sem þú hefur fengið í vöggugjöf.
Haltu ótrauð áfram þennan stutta spotta sem eftir er og njóttu ferðarinnar.
Megi allar góðar vættir hópast saman kringum þig, vaka yfir þér og vernda og að stuðboltinn hann veðurguð vera þér hliðhollur.
Knús til þín mín kæra.
Sæl Vilborg…Gott að heyra að það gengur vel og 20 km í hús er frábært…
Þetta smá mjakast í rétta átt kannski svona ganga frá Selfoss til Reykjavíkur og til baka ,en þú massar þetta ..
Megi allir góðir vættir fylgja þér á leiðarenda skref fyrir skref….
Þú er sannkölluð hetja og dugnaðarforkur..
Baráttukveðjur frá Hveragerði..
Held að Íslendingar séum jafn spennt ir og þú, lokahnykkurinn og stutt eftir… Þvílíkur dugnaður.. Gætiru lætt inní dagbókina þína tímamismuninum…. Baráttu kveðja frá eyjum..
flott.
Tough times don’t last, tough people do!
Go girl!!!
Þú ert hetja ekkert minna Blessi þig 😉
Glæsilegt hjá þér – djös hörkutól ertu! Gangi þér vel á lokametrunum
Þú ert alveg ótrúleg Vilborg! Er búin að fylgjast með þér daglega nánast allan tímann og vona að sem flestir hafi gert það því þú ert svo sannarlega fyrirmynd og hefur ótrúlegan andlegan styrk. Það er frábært fyrir okkur að fylgjast með manneskju eins og þér sem lætur draumana rætast, þó þeir kosti blóð, svita og tár. Gangi þér vel síðustu kílómetrana 🙂
Stórasta stelpan okkar þú ert alveg að vera komin ótrúlegt en satt hlakka mikið til að fá þig heim gangi þér vel á lokasprettinum og takk fyrir kveðjuna risa knús
Það verður gott hjá Vilborgu að gista á Geirlandi þegar hún kemur heim sleppur við að tjalda enn fær sér musli í heitu vatni í morgunmat kann ekki annað .
Flott hjá þér Vilborg, þetta hefst með hverjum 20 kílómetrum ertu nær takmarkinu.
Pabbi þrammar ennþá á hverjum degi, hann styður þig vel í verki!
Hlakka til að fylgjast með.
Kv. Fanný Guðbjörg.
Þú stendur þig rosalega vel. Ert ótrúlega dugleg 🙂
Þvílík seigla! Baráttukveðjur að vestan, frá öllum á Brjánslæk.
“Success is stumbling from failure to failure with no loss of enthusiasm.”
― Winston S. Churchill
þetta ætlar aldeilis að vera challenge síðustu dagana! Ótrúlega gaman að fylgjast með þér, gott að lesa færlsurnar þínar þar sem að þær minna mann á jákvæðni og áræðni. Go Villa!!
“Rivers know this: there is no hurry. We shall get there some day.”
― A.A. Milne, Winnie-the-Pooh
“If you are going through hell, keep going.”
― Winston S. Churchill
Niðurtalning á kílómetrafjölda er fyrir alvöru hafin… og rétt bráðum þá er bara 2ja stafa tala til að telja niður… ekki 4ra stafa eins og í byrjun – spáðu í því!!!
Eins og mikill höfðingi sem við þekkjum segir gjarnan… þá er þetta allt saman “mjög svo dýrlega jákvætt ” 🙂
Gangi þér vel að skoppa yfir síðustu metrana skvís, hlakka til að heyra ferðasöguna!
Knús 🙂
kv. Elí
Við fylgjumst með þér taka síðustu skrefin að STÓRA markmiðinu þínu. Frábært að sjá þig láta drauminn þinn rætast. Við erum svo stolt af þér. Þú ert frábær fyrirmynd. Við fylgjumst spennt með og biðjum að heilsa Pólýönnu og Lamba 😉
Áfram Vippa! Þú ert kjarnakona og margir fylgjast spenntir með þér á hverjum degi:-)
Flottur árangur og þetta klárast :).
Það væri nú eftir þér að draga þessa ferð á lagninn bara til að stríða okkur sem sitjum spenn hér hinum megin á hnettinum.!!!
Áfram með þig elskulega vinkona, þú massar þetta.
Vestfirska valkyrja ..nú er þetta alveg að hafast 🙂 þú ferð bráðum að sjá “flaggið”. Baráttukveðjur á lokasprettinum. Hvanneyringar eins og aðrir landsmenn fylgjast spenntir með þér 🙂
Held niðrí mér andanum þegar ég les skilaboðin þín. Hlakka til að heyra hvað hefur farið í gengum huga þinn , ein í allan þennan tíma! Áfram Vilborg.
Þú ert duglegust!!!! Bestu kveðjur frá börnum og starfsfólki á leikskólanum Heklukoti á Hellu!!!
hörkukona ertu maður er stoltur af því að vera samlandi þinn og geta sagt þettað er ein mesta afrekskona íslands síðan á dögum Auðar djúpugu að öllu gamni slepptu gangi þér vel á síðustu metrunum og til hamingj áfram stelpa.
Ekkert bítur á þig, sterka stelpa. Áfram Villa.
Kveðja að vestan.
Áfram nafna! ætla að vera i móttökuhópnum ef hann verður opinber þegar þú kemur heim
Hæ Vilborg mín. Gleðilegt ár. Mikið ert þú búin að vera rosalega dugleg að fara þessa leið alein. Þú ert sami dugnaðarforkurinn og hún mamma þín. Ég er búin að flylgjast með þér á netinu á hverju kvöldi. Kær kveðja. Solla