Frá Vilborgu á Suðurpólnum – Dagur 4

22. nóvember 2012

haeho fra sudurskautinu. dagurinn byrjadi i kulda og trekking. tad bles vel i nott og skof svo moka turfti fra tjaldinu. tegar lida tok a daginn for vedrid heldur betur ad batna. undir lok dags var eg a peysunni og lambi og polianna i solbadi a medan eg skidadi. nu eru spilud oskalog skidamanna i tjaldinu. kvedju dagsins faer lara vinkona min og fjolsk. en lara skrifadi ma skemmtileg skilabod a alla matarpokana mina 🙂

— Þessi skilaboð eru send með Iridium Extreme frá Sónar

 

English version:

Hello from Antarctica. This morning was cold and very windy. It was also windy all last night and it was blowing so much snow that I had to shovel it away from my tent this morning.

Later this afternoon, the weather became much much better. At the end of the day, I had taken off my jacket and was only wearing my sweater while skiing. It was sunny and Lambi and Polianna (my two travel buddies) had the opportunity to tan and relax while I was skiing.

Now I’m just relaxing and listening to music in my tent. I want to send out best wishes to my friend Lara and her family. Lara  wrote fun messages on every single bag of food, for me to read each day at breakfast. 🙂

This Post Has 17 Comments

  1. Sýnist þetta ganga svona líka ljómandi vel hjá þér.

    Erum með hugann hjá þér frænka.

    Gerður og co.

  2. Takk fyrir kveðjuna sæta mín! Vonandi að gullkornin, skemmtilegu sögurnar og fyndnu kommentin á matarpokunum munu skemmta þér pínulítið … love u mest.

  3. Góðir vinir eru gull ígildi og það er hún Lára.
    Greinilega ekki svo kalt hjá þér þar sem þú varst “bara” á peysunni.

    Bestu kveðjur og áframhaldandi gott gengi.

  4. Góðir vinir eru gull ígildi og það er hún Lára.
    Greinilega ekki svo kalt hjá þér þar sem þú varst “bara” á peysunni.

    Bestu kveðjur og áframhaldandi gott gengi.

  5. Verður þú bara næst á sundfötum ,með ósk um gott veður og gott gengi áfram

  6. Seldum jóladagatal Lífs í gær í Kringlunni og margir spurðu um þig. Þú ert orðin þekkt!

    Í dag er umfjöllun um þig í Fréttatímanum og flott mynd. Maður hlakkar til að lesar bloggið þitt á hverjum morgni, frábært hvað þetta gengur vel hjá þér. Hugsum til þín.

    Kær kveðja frá okkur öllum hjá Líf

  7. “Karlmannslaus í kulda og trekki….” EN kúrir svo sannarlega ekki volandi 🙂 Gaman að heyra frá þér. Knús til þín og góðar kveðjur

  8. Ég dáist af dugnaðinum í þér, þú ert hetja og styður frábært málefni í leiðinni. Gangi þér rosalega vel í þessu verkefni !
    Vonandi verða veðurguðirnir þér hliðhollir.

    Kveðja Friðdóra Kr.

  9. Það er mikil hvatning í því sem þú ert að gera og gaman að fylgjast með svona kröftugri ungri konu. Gaman að heyra um brekkurnar og kílómetrana og ég held að þú getir haft áhrif á margt ungt fólk um hvað hægt er að gera ef maður einsetur sér það og setur sér svona háleit markmið. þú ert ungum Íslendingum til mikils sóma og ég hlakka til að lesa bloggið þitt á hverjum degi.
    Gangi þér vel í göngunni og mundu bara að njóta hvers augnabliks í minningasköpun því það kemur ekki aftur.
    Ég held að ég geti fullyrt að hugur margra Íslendinga er hjá þér þessa dagana og mikið talað um þetta afrek þitt á vinnustöðum á Íslandi.
    kveðja og njóttu dagsins
    Þórhildur

  10. Smá vísukorn fyrir svefninn.

    Gengur ein á köldum klaka
    k+úrir ein um dimma nótt
    Hjá þér góðar vættir vaka
    víst þú getur sofið rótt.

  11. Sæl Vilborg, ég er ein af þeim sem mun fylgjast með þér og ferðalagi þínu á hverjum degi af áhuga og eftirvæntingu og legg með því og áheiti mínu mitt af mörkum þér til stuðnings. Þú ert fagurt vitni þess sem hægt er gera þegar vilji og ástríða eru fyrir hendi og ómetanleg fyrirmynd og hvatning fólks á öllum aldri, konum sem körlum. Góða ferð og megirðu njóta hennar hvert einasta augnablik!

  12. hæ hæ ég held ég hugsi til þín á hverjum degi þó við þekkjumst ekkert. þú ert alveg meiri háttar. áttu ættir að rekja til Eyja?

  13. Fyrir ári fylgdist ég með norskum skíðaköppum fara i spor Amundsen 100 árum síðar.
    Núna er það nafna mín islensk valkirja sem gengur þetta alein.
    Mun fyglgjast með þér hvern dag sem ég kemst i tölvu. Gangi þér vel eins og norsurunum i fyrra

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *