Frá Vilborgu á Suðurpólnum – Dagur 44
1. janúar 2013
haeho a nyju ari. eg var ollu betur stemmd i dag en faerid er vid tad sama. tad er otrulegt ad sja tessa storu skafla, serstaklega ta sem eru staerri en eg…ta upplifir madur smaed sina gloggt. eg skidadi 21 km i dag, faerid haegir a mer en tetta naer vist yfir a naestu breiddar gradu og eftir tad nae eg vonandi upp hrada aftur. adan tegar eg hringdi til ad tilkynna mig inn i campinn var svarad a islensku, tad var mjog notalegt en leifur leidsogumadur er a svaedinu med hop. annars vona eg ad tid hafid haft tad gott i dag og bestu nyjarskvedjur til ykkar allra.
— Þessi skilaboð eru send með Iridium Extreme frá Sónar
English version:
Hi there – New year 🙂 I was in a much better stand today but the travel conditions remained the same. It is absolutely amazing to look at these enormous sastrugis.. especially the once that are much taller than me… I traveled 21 kms today. The travel conditions are slowing me down a little bit but it is supposed to remain the same until I reach the 88th latitude. Hopefully then I can pick up my speed.
When I called into the camp to check in.. the person who picked up was speacking Icelandic. It was very friendly and nice to hear someone speak Icelandic. It was Leifur the guide who is here with a group of people.
I hope you all had a good day.. Happy new year to everyone!
Gleðilegt nýtt ár 🙂 Það er svo spennandi að fylgjast með þér! Það er nú helv…..gott að fara yfir 20 km!!
Eigðu góðan dag 🙂
Gott að byrja daginn á að lesa pistilinn þinn elsku Vilborg mín.
Frábær árangur hjá þér nú sem fyrr og nú er sko farið að styttast í markið. Mikið skil ég vel að þér hafi hlýnað um hjartarætur að fá svar á íslensku (“,).
Hafðu það sem allra best elskuleg og farðu vel með þig.
Knús til þín mín kæra snúlla.
Gleðilegt ár Vilborg og til hamingju með góðan árangur.
Hvet þig til að standa á höndunum þegar þú verður komin á pólinn því að þá heldurðu á jörðinni allri! Eigðu góðan dag.
Gleðilegt nýtt ár Vilborg. Það snjóaði aðeins á Kirkjubæjarklaustri í nótt og er allt hvítt yfir að líta. Ég hugsa að þessi snjór hafi komið til heiðurs þér 😉 Baráttukveðjur til þín.
Gleðilegt ár Vilborg og til lukku með frábærann árangur og vegni þér sem allra best á loka “sprettinum”. Ég hef fylgst með þínum ferðum alla daga. Góða ferð.
Gleðilegt árið Villý og tættu þessa skafla í þig!
Gleðilegt ár til þín og gangi þér sem allra best 🙂
Gleðiliegt ár út á ísinn. Þetta er alveg súrrandi flott hjá þér og áfram gakk.
Virkilega magnað að fylgjast með þér Vilborg. Gleðilegt nýtt ár!
Gangi þér vel!
Gleðilegt ár Vilborg og gangi þér vel í glímunni við skaflana næstu daga.
Gleðilegt nýtt ár Vilborg!! Ég held áfram að fylgjast með frægðarför þinni full aðdáunar. Sparkar endalaust í rassinn á manni að maður á sko sannarlega að láta drauma sína rætast – stóra sem smáa! Haltu áfram að njóta hvers dags. Þessir slæmu dagar sem koma inn á milli eru bara til að maður finni hvað allir hinir eru góðir 😉 þetta á sko jafnt við hvort sem maður er á suðurskautinu eða hérna heima á Íslandi.
Allra allra allra bestu kveðjur til þín!
🙂
Gleðilegt árið á Suðurpólinn Vilborg – og baráttukveðjur í skaflana!
Sæl Vilborg….Alltaf dásamlegt að heyra frá þér og sami dugnaðurinn í þér að glíma við þessa stóru skafla sem eru að þvælast fyrir þér en ég held að ég hafi ekki ýmindunarafl í þetta hjá þér en ég er að reyna að sjá þig ofaná þessum mikla snjó….
Já það hefur verið ljúft að heyra Íslensku talaða sérlega þega maður á alls ekki von á að hitta landa sína …
Gleðilegt ár og megi allir góðir vættir fylgja þér síðasta spottan ….21 km er frábær árangur Vilborg og þú ert hetja dagsins ..
Baráttukveðjur frá Hveragerði…
Gleðilegt ár og rosalega ert öflug, hef fylgst með þér frá fyrsta degi og að gera það sem þú ert að gera er ofar mínum skilning en veitir manni innblástur að halda áfram í átt að draumum sínum þrátt fyrir mótbyr suma daga. Gangi þér rosa vel seinustu km.
Þú ert hetja Íslands kona og gleðilegt nýtt ár Vilborg mín 🙂 og nú ertu að skíða síðustu kilómetrana það hlýtur að vera góð tilfinning því það er búinn að vera svo mikill rífandu gangur á þér :)Ég hef fylgst méð þér hér og mun gera það til enda!
Þú ert ótrúleg bara!
Baráttukveðjur og allir góðar vættir veri með þér áfram 🙂
You go girl !