Ales, Luka Og Tom. Latok
Ales, Luka Og Tom. Latok
Ales, Luka Og Tom. Latok
Ales, Luka Og Tom. Latok
Ales, Luka Og Tom. Latok
George, Michael
Jeff Lowe
MK Latok Ogre
Ales, Luka Og Tom. Latok Ales, Luka Og Tom. Latok Ales, Luka Og Tom. Latok Ales, Luka Og Tom. Latok George, Michael Jeff Lowe MK Latok Ogre

Fjallabíó! Einstakt afrek á Latok í Karokorum fjallgarðinum.

Sumarið 2018 héldu þeir Aleš Česen, Luka Stražar og Tom Livingstone til Pakistan í Karakorum fjallgarðinn með það að markmiði að klífa Latok I. Það hefur reynst þrautin þyngri að klífa fjallið og í 40 ár reyndu yfir 30 leiðangrar við fjallið án árangurs. Fjallið varð frægt þegar; Jim Donini, Michael Kennedy, Jeff Lowe og George Lowe  reyndu fyrst við það árið 1978. Þeir náðu ekki alla leið á toppinn þar sem veður og veikindi settu strik í reikninginn en leiðangurinn hafði þau áhrif að það varð eftirsóknarvert að reyna að klára það sem þeir byrjuðu á. Árið 1979 komst japanskur leiðangur á toppinn eftir suðurhlíðinni en norður hliðin var ennþá óklifin. Myndir frá bæði fyrsta leiðangri þeirra félaga 1978 og frá 2018 leiðangrinum er að finna í galleríinu hér að ofan.

Eins og áður kom fram reyndu margir leiðangrar við fjallið og meðal þeirra á meðal færustu fjallamana heimsins. Það þurfa margir hlutir að ganga upp og ekki síst veður og aðstæður. Ales, Luka og Tom urðu vitni að óhappi hjá rússneskum leiðangri á fjallinu og hafði það töluverð áhrif á þá en fjallað er um það í myndinni. Þeir félagar klifu 3/4 af norðurveggnum en hliðruðu svo inn á vesturvegginn og urðu annað teymið til þess að standa á toppnum, unnu stórkostlegt fjallaafrek sem þeir hlutu Piolet d’or gullöxina fyrir.

Leiðin er tæknileg, brött, erfið og krefst mikillar færni í fjallamennsku. Þeir félagar náðu einstökum árangri og ekki síst vegna liðsheildarinnar sem þeir hafa náð að skapa. Ales og Luka koma frá Slóveníu þar sem alpinismin á djúpar rætur og Tom kemur frá Bretlandi en hann er mjög iðinn við kolann.

Myndin hefur verið sýnd á fjalla og kvikmyndahátíðum en nú er komið að ykkur að njóta. Gjörið svo vel 🙂

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *