Fimmvörðuháls í ágúst
Helgina 12. & 13. ágúst bjóðum við upp á einstaka göngu yfir Fimmvörðuháls. Þetta er ein fallegasta gönguleið landsins og óhætt að segja að landslagið sé ákaflega fjölbreytt og náttúrufegurðin ólýsanleg. Á leiðinni munum við sjá kraftmikla fossa, ganga á milli jökla, klífa nýjustu fjöll Íslands; Magna og Móða og að lokum ganga niður í ævintýralega fallegt landslag Þórsmerkur.
Leiðin er 25 km og hækkun 1100 metrar. Þetta er ekki tæknilega erfið ganga en æskilegt er að þátttakendur séu í góðu formi. Við förum okkur engu óðslega og njótum ferðarinnar alla leið.
Fyrirkomulag:
Við munum fara úr höfuðborginni snemma morguns þann 12. ágúst og aka austur að Skógum þar sem gangan hefst. Farangurinn okkar verður keyrður inn í Þórsmörk þar sem við getum nálgast hann þegar við komum niður. Um kvöldið verður slegið upp grillveislu og þátttakendur gista í tjaldi í Básum um nóttina. Haldið verður heim á leið kl: 12.00 á sunnudeginum.
Hámarksfjöldi er 18 manns.
Verð:
Ferðin er á 29.900 og innifalið er: rúta, leiðsögn, grillveisla og tjaldsvæði. Ásamt því að boðið verður uppá undirbúningsfund og sérkjör á útivistarbúnaði.
Staðfestingagjald er: 5000 kr og það er óafturkræft.
Þátttakendur koma sjálfir með nesti, kvöld-drykki, morgunmat og tjald fyrir gistingu.
Skráning er hér: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSctjmzg_vgBjzh3vMKzt_123sUJQMZGcoadNIuQIo0Dt1XG-w/viewform?usp=sf_link
Fararstjórar eru: Vilborg Arna og Tomasz Þór