15193515 10154690186352114 3894061165280768902 N
15193515_10154690186352114_3894061165280768902_n
15750023_10154909349928817_955666763_n
15781971_10154909350653817_701714219_n
15782027_10154909347418817_469924417_n
15193515 10154690186352114 3894061165280768902 N 15750023 10154909349928817 955666763 N 15781971 10154909350653817 701714219 N 15782027 10154909347418817 469924417 N

Að þjálfa sig fyrir fjallamennsku og útivist.

Ég hef stundum verið spurð að því hvernig er heppilegast að æfa sig fyrir útivist og fjallamennsku.  Ég er nú ekki menntuð í þjálfunarfræðum en hef þó kannski einhverja reynslu í því að þjálfa mig upp fyrir allskonar verkefni ég mæli þó alltaf með handleiðslu sérfræðinga og mikilvægt er að leita upplýsinga á réttum stöðum. Núna er ég persónulega mjög mótiveruð þar sem það er stórt ár framundan hjá mér og vissara að vera í góðu formi.

Fyrir þá sem stunda fjallamennsku og útivist af einhverju tagi er gott að hafa góða súrefnisupptöku og þetta á í raun við alla þá sem stunda íþróttir og besta leiðin til þess að stunda hana er að stunda þolþjálfun.  Nokkrar greinar henta sérstaklega vel til þess s.s. gönguskíði, hjólreiðar, sund, fjallgöngur og hlaup og ég mæli sérstaklega með því að nota púlsmæli við æfingarnar. Núna eru komin mjög fullkomin tæki m.a. frá Garmin sem bjóða upp á þann möguleika að fylgjast mjög ítarlega með ferlinu og árangrinum.  Til dæmis má fara í fjallaklúbba, í hjólaþjálfun til Maríu Agnar, á námskeið hjá gönguskíðafélaginu Ulli og á hlaupanámskeið hjá Náttúruhlaupum. Svo finnst mér persónulega frábært að fara í spinningtíma með góðri tónlist og stemningu.

Styrktaræfingar eru einnig mjög mikilvægar en æfingarnar þurfa bæði að vera rétt gerðar og á réttum forsendum. Ég hef í gegnum tíðina haft góða þjálfara mér við hlið sem hafa sérsniðið æfingarnar að mér hverju sinni.  Núna ákvað ég að taka það skref að skrá mig á námskeiðið Hörkuform sem veður 3x í viku. Kosturinn sem ég sé við það er að hafa þetta frábæra aðhald að vera hluti af hópi að eiga að mæta einhversstaðar og fá gott æfingakerfi upp í hendurnar.  Það þarf þó að sýna skynsemi og passa að láta keppnisskapið ekki hlaupa með sig í gönur og vinna að árangri til lengri tíma litið.

Teygjur og mobilty æfingar eru oft vanmetnar. Ég verð t.d. mjög stirð ef ég hugsa ekki um þessa þætti og auk þess hjálpar þetta til þegar maður er búin að þjálfa suma vöðvahópa meira en aðra. Ég mæli sérstaklega með Hot Yoga og sambærilegum tímum og ekki skemmir fyrir að þeir eru frábærir til þess að slappa aðeins af.

Markmiðið mitt er því að hafa gott þol og sérstaklega góðan styrk í core-inu og auðvitað í fótunum sem bera mig út um allt ásamt því að passa vel upp á meiðsli og að líkaminn geti tekist á við langtíma verkefni án þess að ofgera sér.

Svona gæti æfingaplanið fyrir vikunna því litið út:

Mánudagur, miðvikudagur, föstudagur:  klukkustundaæfingar með hörkuform þar sem unnið er bæði með snerpu, þol og styrk.  – mikilvægt að teygja og rúlla á eftir.

Þriðjudagur:  skíða eða hlaupaæfing.  Það er mætti auðvitað taka hlaupaæfinguna á fellum eins og Úlfars-, eða Helgafelli.

Fimmtudagur: Hot yoga.

Laugardagur:  Löng æfing: fjallganga, gönguskíði eða lengra hlaup.

Sjáumst svo einhversstaðar á æfingu!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *