Frá Vilborgu á Suðurpólnum – Dagur 39

27. desember 2012

Heyrði í Vilborgu í gær. Fyrst ekkert blogg hefur skilað sér þá ákvað ég að láta vita að hún er hress og kát en frekar lúin eftir síðastliðna daga. Hún skíðaði 23 km í gær sem gefur okkur að hún er búin með 81.5 km á síðastliðnum þremur dögum. Hún fór því frekar snemma í háttinn til að safna kröftum fyrir daginn í dag. Bíðum spennt að heyra eftir afrakstri dagsins. Frábær árangur hjá okkar stelpu!

English version:

Heard from Vilborg last night. Since no blog was posted, I wanted to let you all know that she is doing really well but  little bit tired after the last few days. She traveled 23 km’s yesterday which means that she has covered 81.5 km in the last three days. She went to bed earlier to wake up ready for today’s journey. We’re excited to hear back from her tonight. We are proud of our girl, great progress.

This Post Has 5 Comments

  1. Kærar þakkir fyrir þessar upplýsingar Lára mín. Já, hún Vilborg Arna………..það fara fáir í sporin hennar og enn færri sem komast með tærnar þar sem hún hefur hælana.
    Megi góðu vættirnar safnast saman kringum hana, vaka yfir henni og vernda. Svo vona ég að veðurguðinn haldi sig á mottunni og verði til friðs, hann þarf sko ekki að taka þann norðlæga sér til fyrirmyndar.

    Knús og bestu kveðjur.

  2. Takk fyrir þetta það er frábært að fá góðar fréttir af þessari afrekskonu og gott að hún getur hvílt lúin bein
    það er sko ekki vanþörf á því eftir alla þessa kílómetra…Vonandi sjáum við blogg frá henni fljótlega…
    Batáttukveðjur frá Hveragerði

  3. Hún má nú halda á spöðunum 😉 Sagði nú eitthvað um færi eða veður (eða hnit?)

  4. Gott að heyra !
    Hlökkum til að heyra frá henni í kvöld og hvernig dagurinn í dag gekk hjá henni.
    Bestu kveðjur héðan,
    Pálína

  5. Hope you had a great Christmas in the snowiest place of all! Stay strong! You’re getting there!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *