Frá Vilborgu á Suðurpólnum – Dagur 9

27. nóvember 2012

agaetur dagur i dag. skyggni gott og allir gladir. skidadi 14.5 km i dag og samtals vegalengd stendur i 112 km. eg maetti samt alveg fara ad skida lengri dagleidir en pulkurnar eru enn mjog tungar. gledi dagsins var ad na ipodunum aftur i gang en teir afneitudu solarrafhlodunni um stund. oskalog skidamanna komast tvi aftur a dagskra i kvold og a morg er sogustund med harry potter. lifssporskvedja fra sudurskautinu

— Þessi skilaboð eru send með Iridium Extreme frá Sónar

English version:

Today was a good day here in Antarctica. Clear visibility and everyone happy (including Lambi and Polianna). I skied 14.5 km (9 miles) today so I’ve covered 112 km (about 70 miles) so far. I’m hoping to be able to cover longer distance soon but my sleds are still very heavy.

The highlight of the day was to be able to get power back to my iPods but they were refusing to cooperate with my solar-cells for a while. That means I can go back to listening to my favorite Icelandic music. Tomorrow night I enjoy listening to Harry Potter’s first book, Harry Potter and the Philosopher’s Stone.

Best regards from Antarctica.

Vilborg.

This Post Has 21 Comments

  1. flott hjá þér stelpa. Er í um 45 gráðu heitara loftslagi en þú núna 😉
    og finnst heitt

  2. Það er ótrúlega hvetjandi að lesa bloggið þitt mí n kæra, þú færð mig til að vilja takast á við það óþekkta … svo ég taki nú sénsinn á að vera væminn 😀

    Vona þú skemmtir þér vel á ísnum og hafir það gott. Ég fylgist spennt með hverri hreyfingu og hlakka til að lesa á hverjum degi. Gangi þér vel með framhaldið. Langar líka að minna þig á eitt lag sem er eflaust alltaf gott að vera með á heilanum; Haaaamingjan, hún er hér … hún er hér!

    kv.kata

  3. Frábært að “heyra” að það hafi gengið vel í dag gæska mín. Vonandi að góðir veðurguðir og verndarvættir verði með þér í för hér heftir.
    Bestu kveðjur.

  4. Vel gert skvís ! :o)
    – Harry Potter er einstaklega skemmtilegur félagsskapur!

  5. Hæ hó!
    Okkur finnst þú dugleg og hugrökk, fylgjumst með blogginu þínu í stærðfræði tímum.
    kveðja 9. PM 🙂

  6. Frábært að heyra, 14.5 km er nú bara góður slatti! Þú verður komin uppí 22+ áður en þú veist af! 😉
    Segi eins og Kata hér að ofan, það er mjög hvetjandi að lesa færslurnar frá þér!
    Lærdómsdagur framundan hjá mér og mér er engin vorkunn, áfram með smjörið og góða göngu Villý! 🙂
    Kv. ÞH

  7. Gangi þér rosalega vel Vilborg. Það er frábært að geta fylgst mér ferðinni þinni:-)

  8. Ekki tapa gleðinni þó það sé smá mótlæti – sleðinn léttist og færið skánar og þá fara kílómetrarnir að rúlla inn.
    Kveðja úr Mývatnssveitinni !

  9. Frábært hjá þér og gaman að fylgjast með þér í þessu ótrúlega ævintýri. Gangi þér ótrúlega vel og við biðjum að heilsa Harry Potter! 🙂

  10. Skoða bloggið þitt og dáist að dugnaðinum og eljuseminni í þér, þú ert alveg mögnuð! Gangi þér vel og ég held áfram að fylgjast með og hvetja þig áfram 🙂

  11. Sæl Vilborg ..gaman og gott að heyra að allt gengur vel hjá þér
    vonandi færð þú góðan nætursvefn og heldur þínu jákvæða hugarfari sem einkennir þig …
    Allatf svo gaman að lesa bloggið þitt og fylgjast með þér og þínu lífsspori …
    Þú ert hetja dagsins …
    kv frá Hverageði…

  12. Ég er svo að fíla að Harry Potter sé þarna með þér.
    Ég er ekki búin að hreyfa mig mikið enda prófin að byrja, en pabbi er alveg að standa sig og er þegar búin að taka vel yfir 60 km með þér og hættir ekki fyrr en þú kemur heim.
    Áfram gakk 😉

    Kv. Fanný Guðbjörg

  13. “allir glaðir” Segir þú eins og þú sért með kisuna þína eða hundinn með. væri hægt að hafa hund með, já auðvitað. Hef hugsað til þeirra sem fóru þessa ferð fram og til baka fyrir áratugum. hugsum okkuð aðbúnaðin..þú ert auðvit hetja. allt hhvítt svo langt sem augað eygir.
    gangi þér sem allra allra best duglega stelpa 😉

  14. Frábært að fá að fylgjast með Vilborg. Það fyrsta sem ég geri á morgnana er að lesa bloggið þitt. Ég nefni nafnið þitt hvert sem ég fer og í flest öllum fyrirlestrum sem ég held, nú síðast í morgun hjá Félagi kvenna í atvinnurekstri. Nefndi þig einnig um daginn í Útsvari þar sem ég tók þátt fyrir hönd Álftaness. Bloggið þitt og hans Aarons er eins og hvítt og svart. Hann er ekki vel undirbúinn sýnist mér og ekki með rétta hugarfarið. Ég fæ stöðugt á tilfinninguna að hann sé í þann mund að gefast upp og fyllist vorkunn. Njóttu ferðarinnar til hins ítrasta. Það eru komnir yfir 4000 manns sem skrá hreyfinguna á hverjum degi og þú hefur náð að skapa hype.

    Allt hið besta,

    Ingrid

  15. Þegar ég les um whiteoutið í gær dettur mér í hug bikiníferðin okkar um árið. Einhvers staðar undir Mávabjörgum lentum við í svartaþoku og þurftum að ganga eftir áttavita. Ég ætlaði samt ekki að trúa áttavitanum þegar hann sagði mér hvað við sveigðum fljótt af leið um leið og við létum hann niður og héldum að við gætum haldið áttum…
    Ég man að ég missti gleðina á tímabili í þeirri ferð – en hef fulla trú á að þú gerir það ekki þó þín ferð verði miklu lengri og áskoranirnar miklu veigameiri. Ef einhver getur haldið ótrauð áfram þrátt fyrir erfiðleika, þá ert það þú.

    bestu kveðjur,
    Herdís

  16. FRABAERT hja ther. Eg er buin ad fylgjast med ther sidan thu byrjadir og get ekki annad en klappad. Thu ert ofbodsleg “inspiration” fyrir mig og eg thakka ther fyrir thad. Eg bid spennt eftir hverju bloggi og fae alveg gaesahud thegar ekki gengur vel. Jakvaedni thin er alveg med odaemum og mjog addaunarverd. Fleira folk aetti ad vera svona jakvaett eins og thu.
    Kaer kvedja fra islendingi i Ameriku

  17. Big like til þín Vilborg.
    Það er og verður virkilega gaman að fylgjast með þér.
    Með kveðju.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *