Hver eru þín sumarmarkmið?
Ég elska markmið hvort sem þau eru af stærri eða minni gerðinn, til langstíma eða skammtíma. Það er bara svo gaman að hafa eitthvað til að stefna að. Það er lika gaman að hafa “bucket lista” yfir það sem mann langar til að afreka.
Þegar ég er að vinna að stórum verkefnum að þá er ég með smá prósess sem ég fer í gegnum til þess að auka líkurnar á því að ég nái á endastöð. Mæli með því að skrifa svörin niður og deila með einhverjum sem maður treystir.
Hvert er markmiðið?
Hvaða styrkleika hefurðu sem vinna með þér í áttina að því?
Hvaða veikleikar geta komið í veg fyrir að þú náir því?
Hvað þarftu að hafa að leiðarljósi til að ná því?
Hverjar eru vörðurnar á leiðinni?