Hormungardagur a Everest

Kæru vinir,

Eg vil byrja a að þakka fyrir allar kveðjurnar og stuðninginn siðast liðinn solarhring. Það er engin leið að utskyra hvernig manni liður a degi sem þessum er maður upplifir slikar hormungar. Base camp er i raun eins og litið þorp a meðan a klifurtimabilinu stendur. Her er griðarlega mikil virðing borin fyrir Sherpunum. Þetta er þeirra heimasvæði og herna eru þeir serfræðingarnir. Þeir eru kroftugir og griðarlega oflugir i hæð asamt þvi að vera brosmildir og vingjarnlegir. Margir voknuðu upp við griðarlega skruðninga og drunur i gærmorgun. Við heyrum nokkrum sinnum a dag floð falla i hliðunum i kringum okkur en einhvern veginn var þetta oðruvisi. Mer varð fljott ljost eftir að eg steig ut ur tjaldinu minu að eitthvað rosalegt hafði gerst. Maður verður mjog litilsmegnugur að horfa upp i fjallshliðina, a slysstaðinn og vita af folki þjast an þess að geta nokkuð gert. Maður er svo nalægt en samt svo langt i burtu. Samtaka matturinn var griðarlegur. Bjorgunaraðgerðum var styrt af reynslumiklu folki og menn skiptu skipulega með ser verkum. AC, fyrirtækið sem eg ferðast með er vel utbuið hvað tjaldkost og sjukrabunað varðar og þvi var oðru matartjaldinu okkar breytt i sjukraðstoðu fyrir minna slasaða einstaklinga. Eg þakka bjorgunarsveitinni Arsæli fyrir bjorgunarsveitaþjalfunina þvi hennar vegna gat eg tekið þatt i storfum a þvi starfssvæði. Alvarlega slasaðir foru i sjukratjaldið þar sem læknarnir a svæðinu voru að storfum. Þeir voru siðan fluttir a sjukrahus með þyrlum. Þennan dag bar margt fyrir sjonir sem eg a aldrei eftir að gleyma en eg ætla ekki endilega að reyna að koma þvi i orð. Þetta er mikill missir fyrir samfelagið herna i Kumbudalnum og nagrenni, við Islendingar vitum hvernig það er þegar hoggið er i sma samfelog. Þetta voru feður, synir, bræður og frændur og her eiga margir um sart að binda. Við misstum þrja ur okkar liði. Sherpunum i okkar starfsliði hefur verið boðið að fara heim til fjolskyldna sinna ef þeir vilja. Eg a lika tvo sherpa vini sem eg kynntist fyrir nokkrum arum og eru her við vinnu, þeir misstu vini og felaga a fjallinu. Margir hafa spurt mig um framhaldið en eg get ekki svarað þvi að svo stoddu enda er toppurinn ekkert forgangsatriði nuna. Það er mer margt annað ofar i huga þessa stundina og næstu dagar verða að leiða framhaldið i ljos. Aftur vil eg þakka ykkur fyrir stuðninginn og bið ykkur um að hugsa til þeirra sem eiga erfitt um þessar mundir. Kærleikskveðja, Vilborg Arna

This Post Has 2 Comments

  1. Elsku Vilborg mín hugurinn er mikið hjá ykkur núna mikið var gamla frænka glöð þegar hún frétti að allt væri í lagi með þig.Eina sem maður getur beðið um að allar góðar vættir megi vera hjá ykkur og vermda um alla tíð, þess biður gamla frænka

  2. Gott að heyra að þú ert heil á húfi og gott að björgunarsveitarreynslan kom sér vel og að þú gast hjálpað í þessum hörmungum. Þegar manni finnst maður vera ósköp lítill og umkomulaus gagnvart náttúrunni, þá er í það minnsta gott að geta gert gagn og hjálpað öðrum.

    Það er gott að heyra að þú lætur ekki toppinn og missjónið blinda þig. Haltu áfram að taka skynsamar ákvarðanir. Brjóstvitið hefur reynst þér vel hingað til.

    Hjartans kveðjur og knús,
    Herdís

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *