Styrktarfélagið Líf

Síðustu vikur hef ég unnið með Styrktarfélaginu LÍF en saman ætlum við að standa fyrir áheitasöfnun á meðan á leiðangrinum stendur þar sem er hægt að heita á sporin mín í ferðinni ásamt því að við hvetjum fólk til að hreyfa sig með mér.  Fólkið á bak við LÍF er alveg magnað, þvílíkur kraftur, samstaða og góðmennska. Ég fékk tækifæri til þess að skoða Kvennadeild Landspítalans ásamt henni Siggu framkvæmdastýru LÍF og fékk að sjá þörfina fyrir bættri aðstöðu með eigin augum.  Við ætlum að leggja áherslu á Kvenlækningadeildina en þangað koma konur sem þurfa aðstoð vegna aðgerða á kvenlíffærum svo sem eftir keiluskurð, fósturlát og vegna krabbameins. Þörfin er mikil og það er einlæg von mín að saman getum við látið gott af okkur leiða og bætt aðstöðuna á deildinni.  Flest okkar tengjumst konum sem hafa þurft á kvenlækningum að halda og málefnið snertir því okkur öll.

Stöndum saman !

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *