Lokaundirbúningur

Stundum verður þetta yfirþyrmandi, það er svo margt sem þarf að ganga upp á síðustu metrunum. Þetta er risa stórt verkefni og það er langur vegur á toppinn frá því  maður tekur ákvörðunina.  Þó að ég sé nú almennt mjög róleg yfir þessu er samt ákveðið stress sem segir til sín á lokasprettinum.  Á stundum sem þessum er allt eins gott að skrá lögheimilið sitt fyrir utan þægindahringinn því ef maður ætlar að komast alla leið verður maður að stíga út fyrir.

Mesta stressið fylgir jafnan fjárhagslegu hliðinni. Það er áskorun að fá dæmið til að ganga upp.  Þetta er dýrt og mikil fjárfesting. Svo eru aðrir þættir sem tengjast “logistic”, búnaði og fleiru  sem þurfa líka að ganga upp.

Mig hefur þó aldrei langað til að hætta við þó að það komi upp hindranir á veginum heldur reyni ég að nota það til þess að eflast og tækla hlutina og hef mottóið mitt að leiðarljósi “að ef maður þráir eitthvað nógu heitt að þá finnur maður leiðina – annars finnur maður bara afsökunina”

Ég býst við því að lífið verði meira og minna á yfirsnúning næstu daga.  Pakka, klára pappírsvinnu og leggja af stað.

Ég þekki tilfinninguna að setjast svo í flugvélina, andvarpa og finna hvernig spennan líður úr manni. Ég hlakka til að upplifa það.

Mér finnst líka gott að hitta fólk og ná að gleyma mér í stutta stund en núna er einbeitningin orðin slík að ég þarf að vanda mig við að halda uppi samræðum.

Ég nota líka visualization aðferðafræðina og fór í dag og hitti Ingólf Everest fara sem syndi mér myndir frá því í fyrra. Mjög gott fyrir sálartetrið. Eins hefur inneignin í reynslubankanum vaxið og ég vona að það komi að góðum notum.

En eins og stundum áður er það mantran mín og gildin: jákvæðni, áræðni og hugrekki sem halda mér á floti þegar mikið gengur á.  Hef notað þau í öllum leiðöngrunum og tek þau með mér á Everest.

 

Góðar stundir !

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *