Frá Vilborgu á Suðurpólnum – Dagur 27

15. desember 2012

Undanfarna tvo daga hefur Vilborg gengið 22 km á dag. Hún er að bæta aðeins í og er það miðað við áætlun, stefnan hjá henni núna er að skíða um 22 km á dag næstu daga. Veðrið hefur verið gott og færið betra eftir því sem lausasnjórinn minnkar. Hún er mjög ánægð með hversu vel gengur.

English version:

Last two days Vilborg has traveled 22 km. She has been adding a few miles each day and she is planing 22 km days. The weather has been good and conditions geting better. Her spirits are high and all looks well.

This Post Has 6 Comments

 1. Brilljant fréttir af stelpuskottinu. Hlýtur að vera sólarlítið þar sem fréttir hafa ekki komið daglega og hún því að spara rafmagnið.
  Sennilega eru ekki jólasveinar á ferðinni á suðurpólnum…………sagðir vera aðallega hinu megin. Síðustu nótt var pottaskefill en næst kemur askasleikir. Ef þeir eiga leið hjá…….mundu þá að hafa skíðaskóna tilbúna við tjalddyrnar (“,).
  Gangi þér áfram eins vel og nokkur kostur er og vonandi verður veðurguðinn í góðu skapi og þér hliðhollur.
  Megi allar góðar verndarvættir vaka yfir þér áfram gæska mín.

  Knús og bestu kveðjur í Hillenberghöllina þína. (þetta er nú eins og hjá alvöru kóngafólki sem á fullt af höllum………þær eru kannski stærri og íburðarmeiri en þín höll og svo er ég líka viss um að þú sért miklu lukkulegri með þína höll en þau með sínar) .

 2. Vilborg notar B póst þessadagana.Alltaf gott að fá fréttir af Pólívillí hitti Ömmu hennar og Afa þar á bæ er fylgst vel með og farið reglulega með bænirnar.Baráttu kveðjur fyrir hvert skref úr Mýrdalnum.

  1. Ég held að það sé skipapóstur sem hún notar stelpan. Sennilega þarf ekki að lesa jólaguðspjallið um hátíðirnar þar sem þau verða búin með bænakvótann (ef hann er til).

 3. Gaman gaman að vita fylgist vel með og sendi góða strauma knús frá okkur gömlu

 4. Sæl Vilborg …gott að allt gengur vel hjá þér í þinni draumaferð ,
  Í mínum huga og margra annara ert þú hetja dagsins í dag sem allra hinna …
  Vonandi verða veðurguðirnir hliðhollir þér áfram ,ef mér reiknast rétt ert þú hálfnuð með leiðangurinn og til hamingju með þann áfangasigur …Ég held að hvorki ég né aðrir geti get sér í hugalund góðverk þitt og þrekvirkið að ganga alla þessa leið til styrktar
  og hjálpar öðrum…Gleðilegan sunnudag og gangi þér vel …
  kv frá Hveragerði…

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *