Tindarnir SJÖ – Frá Vilborgu – 25. maí

haeho, magnadur dagur ad baki. vid nadum tindinum kl 16.45 ad stadartima. tad voru toppadstaedur i dag bjart og fallegt. tad var god tilfinning ad na tindinum og gisli a uppsolum var einnig med i for. vid vorum samtals 11.5 klst. vid erum hraust og vel a okkur komin vid hofum audvidad fundid fyrir haedinni ordid mod og fengid hausverk en ad odru leiti hress. tad er skemmst fra tvi ad segja ad kvoldmaturinn hvarf ofan i okkur en nu er tad hvildartimi. fjallakvedjur 🙂

———-

English version:

Hi there, amazing day behind us. We reached the summit at 4.45 pm local time. Great conditions, bright and very beautiful. It was a good feeling reaching the summit and Gísli from Uppsalir was also with us. It took 11.5 hours. We are doing great although we do notice the high altitude.. short of breath and a little headache but other than that doing great. We had a great dinner and then went to bed. Mountain regards from Denali.

This Post Has 18 Comments

  1. Til hamingju bæði tvö gaman hvað ykkur gekk vel hamingjuknús á ykkur frá frænku

  2. Innilega til hamingju með fyrsta tindinn! 🙂 Frábært að allt gekk vel! Gangi ykkur áfram vel.
    Bestu kveðjur frá Húsavík, ÞH

  3. Duglegu og frábæru þið,, innilegar hamingjuóskir með þennan flotta áfanga ykkar. Meiri háttar flott og vel að verki staðið.
    Halla kona Péturs frænda biður kærlega að heilsa þér Vilborg mín.
    Meigi allar góðar vættir halda áfram að vaka yfir ykkur og vernda.
    Bestu kveðjur.

  4. Innilegar hamingjuóskir. Þið eruð snillingar og ótrúlega dugleg. Samgleðst ykkur innilega

  5. Við feðgin (Pabbi og Hildur) sitjum hér við eldhúsborðið þrælmontin, ekki frá því að smá spennufall sé í gangi. Innilega til lukku elskurnar okkar, frábær árangur. Gangi ykkur áfram vel á niðurleið. Hlökkum óneitanlega til að fá ykkur heim.

  6. Tek undir með Hildi og Svenna. Innilegar hamingjuóskir með áfangann. Mikið gaman að heyra að allt hefur gengið vel. Ég er mikið stolt af ykkur. Takk fyrir hringinguna í morgun með þessum frábærum fréttum. Gangi ykkur vel til baka elskurnar og guð veri með ykkur. Kveðja Mamma Gróa

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *