D02c80093995e0ea306d263b45f80f38

Samstarfssamningur við VÍS

Á dögunum skrifaði ég undir samstarfssaming við VÍS og varð þar með fjallaskVÍS. Það er nefnilega þannig að maður kemst ekki af stað í stóra leiðangra nema eiga góða að.  Ég er stolt af þessum samning enda er VÍS fremst á sínu sviði. VÍS er ekki bara tryggingarfélag heldur vinnur það einnig að forvörnum á hinum ýmsu sviðum en þær eru gríðarlega mikilvægar og geta komið í veg fyrir að illa fari.

Við þekkjum þetta vel í útivistinni. Góður undirbúningur, ákveðin viðmið og vinnureglur ásamt því að meta aðstæður á raunhæfan hátt hverju sinni eykur líkurnar á því að við skilum okkur heil heim og getum haldið fyrr en varir af stað aftur í næstu ferð. Áður en ég legg af stað í stóra leiðangra þarf ég að leggja mikla vinnu í undirbúninginn. Ég þarf að kynna mér aðstæður, huga að leiðarvali, velja réttan útbúnað og ekki síst útbúa áhættumat og aðgerðaráætlun. Þó að hið síðast nefnda tíðkist jafnan ekki þegar lagt er af stað í minni ferðir langar mig til þess að hvetja menn til þess að huga að þessum þætti. Áhættumat og aðgerðar-/viðbragðsáætlun hjálpar okkur við að meta aðstæður og sjá okkur þar, ósjálfrátt í huganum fer maður að bregðast við þeim á ýmsan hátt og þannig nær maður að vega þær og meta. Þetta er á ákveðin hátt ” visualization”  og eykur líkur okkar á réttum viðbrögðum þegar á hólminn er komið.

Ég hlakka til samstarfsins við  VÍS og á næstu vikum og mánuðum er von á nokkrum fróðleiksmolm sem geta nýst vel fyrir alla áhugasama um útivist og ferðalög.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *