Rauðrófusafi – frábær fyrir æfingar.
Ég er mikil djúsa stelpa og finnst fátt betra en að fá mér ferska blöndu af allskonar góðgæti.
Rauðrófusafinn er einn af mínum uppáhalds og ekki af ástæðulausu. Í honum er að finna nítrat sem eykur súrefnisflæðið í líkamanum en það er akkurat það sem maður þarf á að halda þegar maður er í líkamlegum átökum.
Ég drekk hann líka stundum þegar ég finn fyrir sleni og er ekki upp á mitt besta. Ég hef það mikla trú og góða reynslu af rauðrófunum að þegar ég er í hæðaraðlögun í stóru leiðöngrunum að þá drekk ég ávallt smá slurk á morgnana. Þá blandar maður dufti út í vatn en slíkt fæst í apótekum og heilsubúðum undir nafninu “beetroot”
Þegar ég er heima finnst mér lang best að fá mér ferskan safa og þessi uppskrift hér er ekki með neinu moldarbragði (sumir tilbúnir djúsar bragðast þannig)
Þessi er minn uppáhalds og dugar í tvö glös:
1. stk Rauðrófa (kaupi þá forsoðnar í Krónunni eða Hagkaup)
½ stk Rautt epli
1 dl Bláber
500 ml vatn
Klakar
Blandið & njótið