Orange
Orange
Orange

Morgunbomba ævintýramannsins

Þessa dásamlegu morgunbombu hef ég verið að prófa mig áfram með síðustu daga. Það er mikið um að vera þessa dagana og því skiptir miklu máli að nærast vel. Ég var einnig á höttunum eftir góðum morgunmat til þess að leysa af hafragrautinn í tveim bakpokaferðum sem eru framundan hjá mér og á sama tíma erum við Tommi að undirbúa okkur fyrir fjallaverkefni sem verður á dagskrá í næsta mánuði. Við viljum því borða hollt og vel á sama tíma og við tökumst á við talsverðar æfingar.

Morgunbomban er stútfull af næringarefnum og ofurfæðu. Ég hef áður nefnt að ég er mjög hrifin af rauðrófusafa og drekk hann oft á morgnana eða fyrir átök. Hérna ákvað ég að slá tvær flugur í einu höggi og blanda honum við grautinn. Uppskriftin hentar afskaplega vel í bakpokaferðir þar sem hún vigtar nánast ekki neitt og inniheldur virkilega góð næringarefni en að sama tíma er hann líka dásamlegur sem morgunmatur heima í eldhúsinu.

Uppskrift:

  • 1,5.  msk. Chia fræ
  • 1. tsk. Rauðrófu duft (ég nota Super Beets)
  • 120 ml vatn
  • Goji ber
  • Mórber (eða önnur ber)
  • Kókosflögur

Geymið í kæli yfir nótt

Það er líka dásamlegt að týna nokkur krækiber eða bláber og bæta í grautinn.

Verði ykkur að góðu og ég verð að viðurkenna að ég er brjálæðislega spennt að borða þennan upp úr fjallabollanum mínum.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *