Stylewars 3
Stylewars-3
Img_3949
Img_3955
Img_3962
Stylewars 3 Img 3949 Img 3955 Img 3962

Hrökkbrauð án hveitis

Ég rakst á þetta hrökkbrauð fyrir nokkrum mánuðum á síðunnu hennar Tinnu Bjargar og hef bakað það ósjaldan í hinum ýmsu útgáfum síðan þá. Ég borða það bæði hversdags og nota það sem nesti í ferðum þar sem það inniheldur ágætis orku.   Ég bakaði það fyrir síðustu bakpokaferð sem ég fór í og tók með c.a. 3/4 af uppskriftinni og dugði það mér sem hádegismatur í 5 daga.  Dásamlegt að geta borðað svona hollan og góðan mat þegar maður er á ferðinni. Með hrökkbrauðinu borðaði ég ýmist smurosta eða feitan ost í sneiðum.

Þetta er bæði fljótleg og einföld uppskrift og algjörlega þess virði að skella í eina uppskrift við og við. Það er lítið mál að leika sér með samsetninguna á fræjum, ostum og kryddum eftir því hvernig maður er stemmdur hverju sinni.

Að þessu sinni notaði ég eftirfarandi samsetningu:

2 dl möndlumjöl

1 dl graskersfræ

1 dl sólblómafræ

1 dl sesamfræ

1 dl hörfræ

1 lúka rifinn ostur

2 msk ólifuolía

1 egg

Og kryddaði blöduna með herbamar, óreganó og örlítið af paprikukryddi.

 

Þurrefnunum er blandað í skál og því næst er olíunni og egginu blandað saman við. Ég hnoða svo blöndunni saman með höndunum og skelli á bökunar pappír því næst er sett önnur örk af bökunarpappír ofan á blönduna og hún flött út með bökunarkefli.

Bakist á 180° í 15 mín.

Best er að skera hrökkbrauðið í sneiðar um leið og það kemur úr ofninum.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *