Munum að setja okkur markmið!
Í dag er 17. Janúar og innan í mér held ég upp á það að það eru 4 ár síðan ég náði einu af mínum stærstu markmiðum og skíðaði inn á sjálfan Suðurpólinn. Þrátt fyrir að það hafi verið skítkalt á þeirri stundu að þá er óhætt að segja að minningarnar ylji. Að ljúka við þetta markmið opnaði líka fyrir mér óteljandi dyr og óhætt er að segja að lífið hafi verið skemmtilegur ævintýra rússibani síðan þá.
Markmið skipta mig máli – bæði lítil og stór. Mér finnst gott að teikna upp sýn fyrir það sem mig langar til að gera, hvernig umhverfi ég vil vera í og hvernig ég vil að mér líði. Út frá því set ég mér svo sjálft markmiðið. Margir þekkja til SMART – kenningarinnar en mér finnst að maður þurfi að kafa talsvert dýpra en það, sérstaklega ef markmiðið er stórt eða skipti mann hjartans máli og ég mun ef til vill skrifa nánar um það síðar.
Mér finnst mikilvægt að varða leiðina að markmiðinu – hvað þarf að gerast og hvenær? Mér finnst enska tiltækið „Map up your journey“ vera mjög lýsandi fyrir þá aðgerð. Stundum þarf að brjóta markmiðið niður í stærri og viðráðanlegri einingar og ekki er verra að fagna eða verðlauna sig fyrir þau skipti sem maður nær vörðu. Ef maður fagnar nógu mörgum smásigrum mun maður á endanum fagna stóra sigrinum – svo einfalt er það nú!
Í upphafi árs spurði ég sjálfa mig hvað mig langaði til þess að fá út úr þessu ári? Hvaða tilfinningar mig langaði til þess að upplifa um næstu áramót? Og hvað mig langaði mest til þess að afreka á þessu ári? Síðan settist ég niður og vann vinnuna mína eftir þeirri aðferðafræði sem ég hef þróað með mér og tileinkað mér frá góðum fyrirmyndum. Þegar ég var komin með væntingar mínar og markmið á hreint fyllti ég það inn í Munum dagbókina sem er frábært tæki til þess að vinna í átt að markmiðum sínum. Ég byrjaði að nota bókina í fyrra þegar hún kom út og held ótrauð áfram í ár. Mér finnst mikill munur á vinnunni minni og árangri þegar ég næ að skipuleggja mig vel og fylgja eftir planinu. Ef ég fer út af sporinu að þá tek ég bókina upp aftur og held áfram. Það er ekkert ónýtt það sem maður vinnur sér í haginn og það þarf alls ekki að bíða eftir næsta mánudegi eða næstu mánaðarmótum til þess að byrja upp á nýtt. Það skiptir ekki máli hversu oft maður dettur en það skiptir öllu máli hversu oft maður stendur upp. Með það ætla ég að fara inn í markmiðaárið mitt og gefast ekki upp þó á móti blási heldur finna kraftinn til þess að tækla hverja áskorunina á fætur annari.
Af því tilefni að þá langar mig til þess að bjóða ykkur 20% afslátt af þessari frábæru bók ef þið kaupið hana beint af heimasíðunni. Þið þurfið að nota afsláttarkóða: summit
Og að lokum….
- Making your dreams come true means a lot of hard work, a lot of disappointments and a lot of struggling but if you fight long enough you are going to come to the day, when you reach your summit.
- – and the view from there is filled with endless opportunities.
VAG