Kveðja frá Nido de Condores
Rétt um klukkan 21 í gærkvöldi hringdi Leifur Örn í Jón Gauta hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum úr búðum #1 í 5.050 metra hæð utan í Aconcagua. Hópurinn var þá búin að koma sér vel fyrir í tveimur VE-25 tjöldum þar sem konurnar deildu öðru en karlarnir hinu. Kvöldmaturinn, sem reyndar var ekki úr héraði (Real Turmat – norskur elgur ætlaður þarlendum hermönnum) var rétt lokið og allir á leið ofan í svefnpoka sem sýnt þótti að renna þyrfti vel upp í háls enda viðbúið að kuldinn herti tökin yfir nóttina í þessari hæð.
„Síðasta nótt var einnig köld“ að sögn Leifs en þegar hópurinn var sestur kappklæddur að morgunverðarborðinu í messatjaldinu og sólin tók að skína á tjaldið hlýnaði hratt. Markmið dagsins var að ganga úr grunnbúðum-Plaza de Mulas (4.300 m) og upp í Plaza Canada (5.050 m) sem er um 750 metra hækkun. Fyrir brottför varð að koma útbúnaði á burðarmenn sem voru tveir. Annar bar tjöld og vistir en hinn 20 lítra af vatni enda nánast snjólaust í búðunum eftir hlýtt ár að sögn Leifs. „Nánast allan snjó hefur tekið upp og aðeins snjóföl eftir síðustu nótt sem ekki er hægt að nýta. Til að halda heilsu vildum við hafa aðgang að góðu vatni“
Þrátt fyrir tvo burðarmenn sem báru vatn og sameiginlegan útbúnað voru þau þungt klyfjuð með um 17-18 kg hvert. Þrátt fyrir þyngslin gekk gangan um krákustíga fjallsins vel og tók aðeins um fjóra tíma. Fyrri hluta dagsins var sól og gott veður en þegar leið á daginn fór fjallið að draga upp á sig. Þegar Leifur hringdi gekk á með „haglhraglanda“ (nýyrði!). „Það var sjö stiga hiti þegar við komum í búðirnar en það verður örugglega talsvert frost í kvöld og nótt“ sagði Leifur Örn og sendi kveðju heim á Klakann frá leiðangursmönnum sem hann sagði alla með góða súrefnismettun og við hestaheilsu.
Í örstuttu samtali við leiðangursmenn í hádeginu í dag er ljóst um hvað er mest rætt í tjaldinu á kvöldin. Þrátt fyrir gott veður á daginn þá er veðurútlitið fyrir áætlaðan toppadag, sem er á sunnudaginn, ekki sérlega lofandi. Spáin er þó aðeins spá og reyndar hefur hún aðeins farið batnandi undanfarna daga svo sjálfsagt er að halda í vonina. Gangi allt skv. áætlun gistir hópurinn í Nido de Condores (búðum 2) í 5550 metra hæð í nótt. Hækkunin er um 500 metrar og ætti gangan að taka um fimm klst.
Á morgun föstudaginn 17. jan er svo fyrirhugaður hvíldardagur en þá er spáð talsverðri snjókomu sem ein og sér ætti kannski ekki að koma að sök ef ekki væri fyrir vaxandi vind tveim dögum síðar!
Á laugardaginn er svo fyrirhugað að ganga upp í efstu búðir (Camp Berlin 5.930 m) svo sunnudagurinn 19. janúar er áætlaður toppadagur.
Á sunnudaginn gera veðurspár hins vegar ráð fyrir vaxandi vindi sem virðist ætla að ná hámarki aðfaranótt þriðjudagsins 21. janúar. Leiðangursmenn hafa því um margt að hugsa næstu daga en sennilega verður lokaákvörðun um stefnu á fjallinu ekki tekin fyrr en annað kvöld.
Síðar í kvöld heyrði Jón Gauti svo aftur í Aconcagua förunum og spjallaði við Leif Örn:
„Sæll Gauti. Við erum komin upp í Nido (Nido de Condores 5.550 m). Við lögðum af stað í heiðskýru veðri og fallegu í morgun en fljótlega þykknaði upp og snjóaði lítilega á leiðinni. Þegar við komum hingað upp í tjaldbúðirnar var smá haglél sem síðan hefur aukist mikið þegar líður á daginn og lemur nú tjaldhimininn að utan. Þessu fylgja líka miklar þrumur og eldingar sem okkur Íslendingunum finnst mikið sjónarspil en heimamenn eru rólegri og eru sennilega vanari. Gangan upp reyndi verulega á okkur þar sem tjöldin höfðu bæst við byrðar okkar. En þrátt fyrir mjög svo hæga göngu og stutt skref herjaði mæðuveikin á okkur öll svo þetta tók sinn tíma. Við vorum rétt um fjóra tíma hingað upp eftir um hálftíma lengur en við ráðgerðum. Nú erum við komin inn í tjald búin að fá súpuna í forrétt og þægileg þreytutilfinning sígur í skrokkinn eftir erfiði dagsins. En öllum líður vel.
Á morgun er mikilvægur dagur þá ráðum við ráðum okkar með … (skyndilega kveða við miklar drunur í bakgrunninum) Vá heyrðirðu þetta? Þetta var sko þruma í 5550 metra hæð. En sem sagt á morgun er síðasti sjens að ákveða mögulegan toppadag sem verður í fyrsta lagi á sunnudaginn en í síðasta lagi 23. janúar. Á morgun ætlum við upp í þriðja camp (Berlin) með farangur og vistir en komum svo aftur hingað niður í Nido (Nido de Condores) og sofum. Verðum í sambandi annað kvöld.“
Þá var komin matartími í Argentínu og samtali þeirra lauk. Svo mörg voru þau orð.
Þessi færsla er frá Jóni Gauta Jónssyni frá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum sem heyrði í Leifi bæði í gær og í dag. Við hlökkum svo til að heyra aftur í þeim annað hvort seinna í kvöld eða annað kvöld, með frekari fréttum af veðurspá og áætlun um næstu daga.
———-
English version:
Around 9pm last night, Leifur Örn (expedition guide) called Jón Gauti (at Icelandic Mountain Guides) from camp 1 located at 5050 meters over sea level. The group had set up a camp in two VE-25 tents, where the women shared one and the men the other.
They had just finished dinner, (Real Turmat – Norwegian moose intended for local soldiers ) and getting ready for going to sleep and it was apparent that the sleeping bag would have to be zipped all the way up as it was expected to get extremely cold overnight in this elevation.
“Last night was also cold,” according to Leifur but when the group sat down for breakfast and the sun began to shine, it got much warmer. The goal of the day was to hike from the base camp – Plaza de Mulas ( 4,300 m ) up to Plaza Canada ( 5,050 m ), which is about 750 meters rise in elevation. Prior to their departure, they had to pack the gear to their two porters, where one carried the tents and supplies while the other 20 liters of water as the next camp was almost free of snow after a warm year, according to Leifur. “Almost all the snow is gone and only the fresh snow from last night is there which cannot be used. To maintain hydrated, we wanted to make sure we have access to good water.”
Even though our team had two porters who carried water and common equipment, our expedition members carried around 17-18 kg each. Despite the heavy weight, the hike through the un-defined paths of the mountain went well and it took only about four hours. First half of the day was sunny and pleasant weather, but as the day went along the weather got much worse. “It was seven degrees celcius when we arrived at the camp, but it will certainly be frost (minus temperature in celcius) in the evening and overnight ,” said Leifur Orn and wanted to send everyone at home his best regards from the expedition team which he also mentioned that everyone was in good health (oxygen saturation level, blood presssure etc)
—
This morning, we heard from the team again and it is quite obvious what had been the main conversation in the tent when they get to camp. Despite the good weather during the days, the weather forecast for the estimated summit day, which is on Sunday, does not look very promising. The forecast is after all only a forecast and indeed it has only been improving in recent days so it is only natural to keep up the faith and don’t give up the hope.
If everything will go according to plan, the team will stay at the Nido de Cóndores camp (camp 2) at 5550 meters tonight. The elevation increase is about 500 meters and the hike should take about five hours.
Tomorrow, Friday January 17th, will be rest day but the weather forecast calls for considerable snowfall, that normally wouldn’t be a problem if it wasn’t for the growing wind two days later!
On Saturday, the plan is to hike up to the top camp (Camp Berlin 5930 m) with the plan to summit on Sunday January 19th.
On Sunday, however, the weather forecasts calls for increasing wind that seems to peak early Tuesday January 21. The expedition team therefore has a lot of things to consider for the next few days, but they will probably not make their final plans until tomorrow night.
—
Later this evening, Jon Gauti spoke with Leifur again:
” Hi Jon Gauti. We have reached the Nido camp ( Nido de Cóndores 5,550 m ). We started our hike this morning with clear blue sky and beautiful weather, but soon it got very cloudy and started snowing. When we came to the camp, there was some hail which in turn has increased a lot over the course of the day and currently is beating on our tent. It is also follwed by thunder and lightning which we find very fascinating, but the locals keep calm and are probably more used to this weather combination.
The hike up here was quite challenging as the tents had been added to the weight we had to carry. But despite the very slow hike, one short step at a time, we were all kind of short of breath and therefore it took its time. We were just about four hours on the way, about half an hour longer than we had planned. Now, we have all settled in our tents and already had soup for dinner so we are all ready to go to sleep after a challenging day. Everyone is doing great. Tomorrow, is an important day where we will start…… ( suddenly we hear loud noises in the background ) Wow did you hear that? It was a big loud thunder.. and we are at 5550 meters over sea level!!
However, tomorrow is the last chance to decide on the possible summit day, which will be on Sunday the earliest, but no later than January 23rd. Tomorrow, we are going up to the third camp (Berlin) with our gear and supplies and come back down here to Nido (Nido de Cóndores) and sleep. We will be in touch tomorrow night. ”
This message came from Jon Gauti from Icelandic Mountain Guides who spoke to Leifur both yesterday and earlier today. We look forward to hearing back from the Aconcagua team either later tonight or tomorrow night, with more news about the weather forecast and the final plan for the next few days.