Frá Vilborgu á Suðurpólnum – Dagur 35
23. desember 2012
haeho, engin skata og ekkert kako og voffla a mokka tessa torlaksmessuna. en dagurinn var nu samt alveg agaetur 🙂 tad var agaetur vindur sl nott og i dag svo snjorinn var mun minni i dag og tvi betra faeri. eg skidadi 24 km og var glod med tad. tvi midur ad ta virkar hitamaelirinn ekki svo eg a erfitt med ad gefa upp hitastig. eg vona innilega ad jolaundirbuningurinn hafi gengid vel hja ykkur og tid njotid komandi daga med frid i hjarta med teim sem ykkur tykir vaent um. og ekki gleyma ad borda a ykkur gat 🙂 jolakvedja fra sudurskautinu
— Þessi skilaboð eru send með Iridium Extreme frá Sónar
Uppfærð staðsetning – new coordinates – click here
Hi there, no skate (see italic text below) today and no hot chocolate and waffles at Cafe Mokka this Þorláksmessa.
(Today is the last day before Christmas, known as Þorláksmessa (“The Mass of St. Þorlákur,” Iceland’s patron saint). The day is celebrated by eating skata, putrefied (or fermented) skate and buying the last Christmas presents.)
Aside from all that, I had a pretty good day 🙂 It was a rather strong wind last night so there was a lot less snow today and as a result better travel condition. I traveled 24 kms today and was happy with that. Unfortunately, my thermo meter is not working so I’m having a hard time giving you an estimate of the temperature here.
I sincerely hope that all your Christmas preparation is going well and you will enjoy the next few days with inner peace and surrounded by the people you love. And don’t forget to eat as much as you can over Christmas :0)
Christmas wishes from Antarctica.
Flott hjá þér Vippa, það er til næg skata ennþá, og við bara búum til skötustöppu sem þú færð í fyrstu máltíð þegar þú kemur til Íslands aftur 😉 Gangi þér vel og vonandi er maltið og appelsínið enn í nothæfu ástandi. Gleðieg jól.
Er komin í jólasnjóinn á Akureyri og hugsa til þín. Þú stendur þig eins og hetja. Ég bíð þér í smákökur þegar þú kemur heim 🙂
Elsku stelpan mín………..fædd og alin upp við skötuveislu á Þorláksmessu, alveg frá fyrstu tíð þegar við pabbi þinn fórum með þig í burðarrúminu niður í búð til ömmu þinnar og afa með prímusinn og skötustöppupottinn í farteskinu og sest að á verkstæðinu hans afa þíns og upp frá því alltaf skötuveisla heima (amma þín var smeik um að það bærist skötuilmur niður í búðina).
Enn sem fyrr sendir þú góðar fréttir af þér…….frábær árangur enn einn daginn í margra, margra daga röð. Það er ekki annað hægt en að dást að þér og þinni elju.
Verð að viðurkenna að það er dálítið skrýtin tilfinning að vita af þér á syðsta skafli veraldar í “fimbulkulda” að maula þurrkaðan mat þegar við setjumst að snæðingi annað kvöld………hugurinn verður því hjá þér og ég veit að þú munt eiga langskemmtilegustu jólin, allavega langkyrrlátustu jólin og fá að upplifa hina sönnu kyrrð.
Hér með fylgir jólaljóð eftir Ingibjörgu langömmu þína frá Melanesi.
Jól.
Dýrðlegu jól!
Hátíðin barnanna bjarta,
Birta sem lýsir hvert hjarta.
Dýrðlegu jól!.
Heilögu jól!
Hátíðin ljómandi ljósa.
Lifandi ódáins rósa.
Heilögu jól!
Gleðileg jól!
Breytum sem börnin að nýju.
Breiðum út fögnuð og hlýju.
Gleðileg jól!.
(Ingibjörg Júlíana Júlíusdóttir frá Melanesi. 1900 – 1975)
Og með þessu fallega jólaljóði sendi ég þér mínar bestu óskir um gleðileg jól og megi hinn sanni jólaandi vera með þér.
Knús frá okkur í Miðtúninu.
Gleðileg Jól Vilborg, vona að þú hafir það sem allra best í kuldanum!
gangi þer áfram svona vel
Hæ Villý, thú ert í huga mínum thessa daga, bestu kveðjur frá Færeyjum
Sæl Vilborg …. við hérna óskum þér gleðilegra jóla og vonum að þú hafir það gott þarna á suðurpólnum í dag og yfir jólin .
Alltaf gaman að heyra hvað þú ert jákvæð og hress og í mínum huga ert þú hetja jólanna ….
Ég vona að andi jólanna svífi þarna yfir hjá þér og til hamingju með 24 km þína og allan árangurinn og stittist óðum í heimkomuna hjá þér….
Með baráttu og jólakveðu frá Hveragerði…
Sæl stelpa mín við hugsuðum oft til þín í gær þegar allir voru að borða Skötu ca 80 mans
vonandi færðu góðan dag í dag og brunar áftam jólaknús á þig
Gleðileg jól Vilborg, þessi ferð þín er ekki í skötulíki. Við hin liggjum eins og skata og bíðum eftir jólunum.
Hafðu það sem allra best og njóttu matarins í kvöld, við hugsum öll til þín og sendum þér jólastrauma.
Ingrid
Gleðileg jól og góða göngu inn í jólanóttina, þú frábæra fyrirmynd Íslenskra kvenna 🙂
Jólaknús,
Anna Dóra
Gleðileg jól duglega frænka!
Jólaskál í malti og appelsíni sem ég vona að bragðist vel 🙂
Sigtúnsgengið sendir jólakveðjur og hér eru allir að rifna úr stolti yfir þér!
Óska þér og þínum innilegra gleðilegta jóla og farsæls komandi ára.
Hugsa til þín þegar ég sit með fjölskyldu minni og borða, opna pakka á aðfangadagskvöld
Gleðileg jól. Hafðu það nú sem allra best og mikið er ég viss um að Maltið og Appelsínið bragðist einstaklega vel.
Kv Magnús Dagrenningu
Kærar jólakveðjur suður á Suðurpólinn. Ég hugsa til þín oft á dag þó ég þekki þig ekki neitt. Byrja hvern dag á að kíkja á bloggið þitt og finnst þú vera mjög öflug. Megir þú eiga friðsæl jól. Líklega verður erfitt fyrir þig að toppa þessi jól í eftirminnileika. .
Datt inn á síðuna þína og hef verið að fletta hér í gegn. ´æEg þekki þig ekkert en Ég vildi bara segja þér að mér þykir þú vera kjarnakona með gott hjarta, göfug markmið og átt greinilega góða að hér heima sem að hugsa hlýtt til þín. Þegar maður er svona einn þá fer maður að hugsa öðruvísi en á góðan hátt, fær öðruvísi tilfinningu fyrir lífinu. Ég mun minnast á þig þegar við systkynin fáum okkur að borða í kvöld. Farðu vel með þig 🙂
Kæra Vilborg, hugur minn er hjá þér núna…megi falleg snjóálfs- og jólastilla umvefja þig í dag/kvöld. Megi friður strjúka hug þinn og hjarta í fallegri kærleiksfléttu og njóttu vel matarins sem þú sparaðir þér til kveldsins. Lífspor þín marka sterka fyrirmynd fyrir okkur hin sem fylgjumst með þér á skjávef eitthvað svo langt í burtu frá þínum veruleika en jólaandinn ætti samt að ná að tengja okkur jarðarbörnin saman hvort sem við erum á Suður – eða Norðurpól, miðbaug eða einhversstaðar þar á milli. Guð og gyðjur færi þér hugljúf og ástrík jól þar sem þú dvelur um þessar mundir elsku hugrakka kona. þú ert algjörlega frábær !!!
Við villjum byrja á að óska þér gleðilegra jóla! En á morgun munum við eigendur Hreysti ásamt eldri bræðrum og vinum fara í 15 skiptið á Keili á jóladag og þar verður skálað fyrir þér í heitu kakói en Viper (orkudrykkurinn) sem þú notar á Suðurpólnum verður að sjálfsögður með í för! Annars fylgjumst við spenntir með hvernig þér gengur og það er gott að heyra á viðtölum við þig að fokusinn virðist vera í lagi hjá þér (en það er í okkar huga merki um að næringin er í lagi )!
Bestu kveðjur
Hreysti-drengir! 🙂
Bestu jólakveðjur suður á Pólinn hér er enginn jólasnjór enn all orðið jólalegt.Hafðu sem best um jólin Vilborg það bíður þín rollusteik þegar þú kemur heim.