Frá Vilborgu á Suðurpólnum – Dagur 55
12. janúar 2013
haeho. vaknadi i snjokomu og vindi i morgun en mer til mikillar gledi for solin ad skyna og svo kom logn. thognin var alveg mognud og fegurdin lika. eg er buin med 1/3 af tessari gradu. faerid er stift svo eg fer ekki mjog hratt yfir en i dag komu 20 km i hus og eg vaenti svipadra vegalengda naestu daga. tad er enn mjog fjarri mer ad tad styttist i annan endann…kannski bara ordin heimakaer a jokli 🙂 en eg hlakka til ad koma heim. eg veit ekker hvad bidur min tar sem eg sagdi baedi upp vinnu og ibud fyrir tetta verkefni. tad eru tvi spennandi timar framundan. ad lokum vil eg senda hoddu fraenku minni a brjanslaek og fjolsk kaerar kvedjur fyrir bestu lopavettlinga i heimi sem hafa reynst svo vel. kvedja ad sunnan
— Þessi skilaboð eru send með Iridium Extreme frá Sónar
English version:
Hi there, I woke up this morning and it was snowing and windy but to my surprise, the sun came out and the wind slowed down. The silence here is totally amazing and so it the beautiful landscape. I have covered 1/3 of this latitude. The travel conditions are still very challenging so I’ve not been able to ski full speed. I managed to cover 20 kms today and am expecting similar distance in the next few days. The idea that my expedition is soon to be over is still very far away in my mind.. Perhaps I’m just starting to feel like home here 🙂
I can’t wait to come home… I have no idea what will be waiting for me there.. I both said goodbye to my job and my appartment for this project. I’m therefore very excited to embark on new adventures when I come home.
I want to send my auntie Hadda from Brjánslæk and her family special thanks for the best wool gloves in the world that have really been of good use here in Antarctica.
flott þetta, þá ættu að vera 76 km á Pólinn, eða ca inn í Flókalund frá Patró, framhjá Brjánslæk ;).
Þú ert lang flottust. Njóttu hvers meters sem eftir er.
Sólin farin að skína hjá þér…Gott mál 🙂
Þetta styttist óðum, þú ert að hafa þetta á seiglunni. Gangi þér vel á lokasprettinum, megi sólin fylgja þér á punktinn!
Þú ert að standa þig svo vel….og dásamlegt hjá þér að opna inn í nýjan kafla í lífi þínu…Góðir hlutir og áhugaverð ný verkefni bíða þín við heimkomu á Fróni – þú ert mögnuð sál með sterkt og hlýtt hjartalag. Ég held áfram að biðja veðuröflin um að fara mjúkum lognkenndum höndum um veðrið í suðrinu. Gangi þér vel að ganga á morgun Bjarta Ljósvera
Gott að veðrið er að lagast og megi færið einnig fara að lagast. Það bíða sko margir spentir eftir að taka á móti þér þegar þú kemur heim eftir þetta mikla afrek. Megi allir góðir vættir filgja þér mikla HETJA. Kvedðjujr til þín úr Miðtúninu
Þú ert flott skvísa og það er svo gaman að fylgjast með því hvað þú ert jákvæð á þessu ferðalagi þínu.
Gangi þér vel á síðustu metrunum pæja 🙂
Iss,, það verður eflaust barist um þig á vinnumarkaðinum. Þú hefur sýnt fram á svo mikla elju, hugrekki og dugnað í þessari för og það kemur sannarlega vel út á CV-inu. Gangi þér sem allra best á lokametrunum.
Hjartans kveðjur úr vestrinu til hetjunnar í suðrinu. Hafðu það sem best og njóttu. Kveðjur frá öllum á Brjánslæk.
Snúllan mín, þetta er alveg að verða búið, hvert spor færir þig nær markinu, þetta er alveg með ólíkindum.
Já, þú sagðir upp vinnu og húsnæði fyrir þetta verkefni þitt, en eins og þú hefur sagt í bloggi þínu – þá eru það ekki veraldlelgu hlutirnir sem skipta máli og ein vinkona mín orðar það “Það eru ekki vasar á líkklæðunum” þegar svona umræða á sér stað.
Þegar þú kemur heim þá standa þér örugglega æði margar dyr opnar og verður örugglega ekki erfitt að fá vinnu, bæði hefur þú góða menntun og svo hefur atgerfi þitt heldur betur sannast…………þarft sko örugglega ekki meðmæli á blaði. Fyrri verk þín hafa líka sýnt svo ekki verður um villst að þú ert “kvenskörungur mikill” Þú hefur líka sannað svo ekki verður um villst að það er svo marfalt betra og auðveldara að fara gegnum lífið með jákvæðni með í farteskinu…….hún fleytir manni ansi langt. Þú átt hana í miklum mæli og kátínuna í massavís.
Svo er þetta með hinn suðræna veðurguð………..mér sýnist hann ætla að sjá að sér og ég vona að hann verði nú í góðu skapi þessa síðustu daga þína þarna og svo vona ég að góðu vættirnar haldi sig í kringum þig, vaki yfir þér og verndi.
Hlakka til að sjá þig og knús til þín.
Bara Klaustur Freisnes ekki lengi að trítla það vonandi hætta veðurguðirnir að stríða þér gangi þér vel á síðustu km ofurstelpan mín hlakka mikið til að sjá þig
Ef þetta á ekki við þig…….hmmmmm (“,) þá veit ég ekki hvað..
Hoppa kátur út um dyrnar
við blasir heimurinn.
Himinblár er bláminn.
Himneskur jökullinn
Óbyggðirnar kalla og ég verð að gegna þeim.
Ég veit ekki hvort eða hvernig
eða hvenær ég kemst heim.
Ég veit ekki hvort eða hvernig
eða hvenær ég kemst heim.
Bergmál óbyggðanna
svo bjart í höfði mér.
Leiður á öllu og öllum
hundleiður á sjálfum mér.
Óbyggðirnar kalla
og ég verð að gegna þeim.
Ég veit ekki hvort eða hvernig
eða hvenær ég kemst heim.
Ég veit ekki hvort eða hvernig
eða hvenær ég kemst heim.
Óbyggðirnar kalla
og ég verð að gegna þeim.
Ég veit ekki hvort eða hvernig
eða hvenær ég kemst heim.
Ég veit ekki hvort eða hvernig
eða hvenær ég kemst heim.
Hoppa kátur út um gluggann
úr blokk á fyrstu hæð.
Svo siglir sálarduggan
í allri sinni smæð.
Óbyggðirnar kalla
og ég verð að gegna þeim.
Ég veit ekki hvort eða hvernig
eða hvenær ég kemst heim.
Allt að koma hjá þér ,mikið svakalega ert þú dugleg og sýnir mikinn styrk 🙂 Gangi þér áfram vel 🙂
Góðar kveðjur og velgeingni á lokasprettinum úr Flókalundi 🙂
Sæl Vilborg….Gott að heyra að það gengur vel hjá þér …
Megi allir góðir vættir fylgja þér á leiðarenda skref fyrir skref….
Þú ert hetja dagsins í dag og alla daga og gangi þér vel
síðasta spölinn…
Baráttukveðjur frá Hveragerði…
Gott að sólin er farin að láta sjá sig hjá þér. Það verður ekki lát á eftirspurn eftir þér þegar þú kemur heim.
Annars dreymdi mig að þú hefðir komið vestur til að ganga frá ákveðinni hugmynd sem þú hefur í kollinum. Vona að það rætist.
Gangi þér vel á lokasprettinum Villa.
Kveðja að vestan.
Æðislegt að sólin hafi látið sjá sig hjá þér. Gangi þér rosalega vel á endasprettinum:-)
Allar góðar vættir fylgi þér á lokasprettinum,þetta er að hafast…skref fyrir skref.. Dugnaðarforkur <3
Sæl hétja, við erum hérna nokkrir á Íslensku ransóknar skipi Poseidon sem er statt í Punta Arenas í Chile vonandi fáum við að hitta .þig þegar þú kemur þángað kv
😀
Dugnaðurinn og áræðnin hjá þér er öðrum mikil hvatning. Gangi þér rosalega vel á endasprettinum og til hamingju með þetta afrek.
Dásamlegt að fá sól elsku Villý -vona svo sannarlega að hún dansi fyrir þig það sem eftir er leiðarinnar. Þú rokkar og verður sko örugglega ekki í erfiðleikum með að fá vinnu og húsnæði – þín bíða örugglega tilboð í bunkum við heimkomnuna. Góðaferðknúsiknúsi þessa síðustu daga
Víllý snillingur , ekkert lesefni er meira spennandi en bloggfærslur þínar! Gangi þér vel og mikið verður gott að fá þig heil til landsins 🙂 Kær kveðja að vestan.
Vilborg hún veit hvað skal gera,
þegar veglega skafla má skera.
Á suðurpól þrjóskast,
nú aukaþrek óskast.
Hana brosið í markið mun bera.
Frábært hjá þér …………svo mikið rétt.
Hóhó
Gangi þér vel síðasta spölin, við bíðum spennt eftir að þú náir pólnum 🙂
kv. 9. PM
ÚFFF hvað það er stutt eftir. Ég er hræddust um að þú getir ekki stoppað! Komir sömu leið heim. Þér eru allir vegir færir í besta skilning þess orðs…Blessi þig frábæra stúlka. 😉
Hugrökk og flott kona… gangi þér vel á lokasprettinum…… 🙂
Gangi þér vel það sem eftir er leiðar! Frábært framtak hjá þér!
Kæra flotta kona þú er á lokasprettinum gangi þér vel ég er stolt af þér kveðja úr eyjum kristín