Everest 2014
Það er allt gott að frétta héðan frá Nepal og síðustu dagar hafa farið í lokaundirbúning áður en ferðin hefst formlega. Við leggjum nú af stað með flugi frá Kathmandu og fljúgum á hinn fræga Lukla flugvöll, sem oft hefur verið nefndur hættulegasti flugvöllur í heimi. Frá Lukla hefst síðan gangan í grunnbúðir Everest og mun það koma til með að taka um 10 daga.
Leiðangurinn minn er skipulagður af fyrirtækinu Adventure Consultants og samanstendur hópurinn minn af eftirtöldum:
- Dean Staples (Expedition Leader) frá Nýja Sjálandi
- Ang Dorjee Sherpa (Expedition Guide) frá Nepal/USA.
Aðrir leiðangursmenn auk mín eru:
- Nick Durack – UK
- Yoshio Goto – Japan / Hong Kong
- Jake Frykberg – Australia
- Jon Johnston – Australia / USA
- Anatolii Stegniei – Ukraine
Yfirmaður grunnbúða: Caroline Blaikie, Nýja Sjáland / Skotland
Læknir leiðangursins: Dr Sophie Wallace, Ástralía / Bretland
Yfirkokkur í grunnbúðum: Sarah Macnab, Nýja Sjáland
Yfirmaður allra sherpanna (Expedition Sirdar): Ang Tshering Sherpa, Khumjung, Nepal
Yfirmaður klifursherpanna (Climbing Sirdar): Da Jangbu Sherpa, Pangboche, Nepal
Að auki eru 9 klifur-sherpar með í för: Pemba Chhoti, Ang Jangbu, Ang Chele, Kaji Mingmar, Sundup Dorjee, Chhewang Dorjee, Rinjin, Pasang and Wangyale Sherpa og að auki kokkar, sherpakokkur og tveir aðstoðarkokkar í grunnbúðum auk kokka og aðstoðarkokka fyrir 2. búðir.
Bestu kveðjur,
Vilborg