Kilimanjaro

Toppadagur Kilimanjaro!

Jambo! (halló á Swahili)

Við toppuðum Kilimanjaro um klukkan 7 í morgun að staðartíma. Allir komust upp á topp og það gekk rosalega vel hjá hópnum. Nokkrir fundu fyrir örlitlum hæðaróþægindum en það var ekkert til að tala um. Við fengum ofboðslega gott veður og það var mikil stemning í hópnum. Við tókum með okkur gítar á toppinn og sungum eitt lag á afrísku/swahili og svo tókum við afmælissönginn fyrir einn úr hópnum, hann Gunnar sem á afmæli í dag.

Eftir að hafa spókað okkur á toppnum gengum við aftur niður í búðirnar, fengum okkur að borða og gengum frá dótinu okkar. Við erum nú stödd í um 3000 metra hæð og förum niður af fjallinu í fyrramálið.

Það eru allir hressir og okkur líður mjög vel þó menn séu örlítið lúnir eftir daginn.

Fjalla- og toppakveðja frá Kilimanjaro,

Vilborg.

———-

English version:

Jambo! (Means hello in Swahili)

The group successfully reached the top of Mount Kilimanjaro this morning at 7am local time. Everyone is doing great and we had beautiful weather at the summit. The atmosphere was great within the group and we even brought along a guitar – and at the summit we sang two songs, one in Swahili and then we sang Happy Birthday to Gunnar, one member of the Icelandic group who’s birthday is today.

After taking several pictures, we headed back down to camp, had lunch and packed our gear. We are currently in 3000 meters and will head down the mountain tomorrow morning.

Everyone is super happy but a little tired after a great day.

Best regards from Kilimanjaro,

Vilborg.

 

This Post Has 3 Comments

  1. Glæsilegur árangur, til hamingju með þennan toppinn.
    Gangi ykkur allt í haginn. Kveðjur úr westrinu. Hadda

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *