Kveðjur frá Nabire, Papua, Indonesia
Góðan daginn frá Nabire, Papua í Indónesíu!
Akkurat núna get ég ekki alveg lýst því hvernig mér líður. Það er svo margt í gangi í einu. Hér er ég að upplifa eitthvað nýtt á hverri mínútu. Ég er svolítið flugþreytt enda eru flugleggirnir orðnir 7 nú þegar og tveir eftir. Samtals verður þetta 18 flugleggja leið fram og til baka frá Íslandi.
Við erum með agent sem sér um að tala máli hópsins og semja fyrir okkur. Án hans kæmumst við ekki langt. Í dag millilentum við í einum bæ og vorum samstundis keyrð á hótel á meðan við biðum eftir næsta flugi. Fyrir utan voru vopnaðir löggæslumenn og ég gekk í gegnum málmleitarhlið á leiðinni inn, þar sem einhver samkoma var þar í gangi.
Eftir hádegismat fórum við aftur á flugvöllinn en farangurinn höfðum við skilið eftir í umsjón manna sem fengu greitt fyrir. Síðan héldum við áfram á áfangastað dagsins. Við erum í gistingu á ágætum stað. Allt mjög einfalt en snyrtileg og á morgun förum við í annað þorp og þaðan höldum við síðan á fjallið.
Núna erum við að strippa niður búnaðinn eins mikið og við getum. Vonandi get ég haldið áfram að blogga en það er ekki 100% víst.
Bestu kveðjur frá Papua,
Vilborg.
———–
English version:
Hi from Nabire, Papua, Indonesia!
Right now I’m having a hard time describing how I feel. There are so many things going on at the same time. I’m experiencing new things every minute. I’m a little bit jet-lagged as I’ve had 7 flight legs already and two left. Altogether, this will be an 18 flight leg journey back and forth from Iceland.
We have an agent that works for us and handles all the negotiations for the team. Without him we wouldn’t go far. Today, we had a stopover in a small town and were driven to a hotel while we waited for the next flight. Outside there were armed guards and I had to walk through a metal detector on my way in, as there was some event going on at the hotel.
After we had lunch, we headed back to the airport and we had left our luggage with a team of people that we paid to do so. We arrived at our next destination and are staying at a nice place, everything looks very simple but very neat. Tomorrow, we will head over to another village and from there head to the mountain.
We are now trying to sort through our luggage and equipment and strip it down as much as we can. Hopefully I can continue to blog but I’m not 100% sure.
Best regards from Papua,
Vilborg
Gott að fá fréttir af þér og það mætti ætla að þú værir orðin flugfreyja……slík eru ferðalögin hjá þér til þess að komast á þennan stað.
Njóttu þessa sem allra best og eins og fyrr þá mega allar góðar vættir hópast saman kringum þig og gæta þín.
Knús og bestu kveðjur, mamma.