Frá Vilborgu á Suðurpólnum – Dagur 48

5. janúar 2013

haeho. agaetur dagur ad baki i dag. tad var haegur vindur svo tad var ekki of kalt. eg skidadi 21 km i dag og vonast nu eftir ogn betra faeri. a morgun saeki eg svo birgdasendinguna mina en hun er ca 10 km fra nattstad minum. eg er farin ad hugsa meira heim nuna tegar tad nalgast endalokin, margt sem eg hlakka til ad gera. en lifid a isnum er holl reynsla, tad er naegur timi til ad hugsa og ymislegt sem flygur i gegnum hugann. tad er lika margt sem madur fer ad endurmeta og velta fyrir ser fra fleiru en einu sjonarhorni. veraldlegir munir skipta sifellt minna mali a medan adrir thaettir eins og vinatta verda ennta verdmaetari en adur. eg hlakka til ad melta tessa reynslu og sja hvada ahrif hun hefur a mig til lengri tima. ad lokum vil eg senda takklaetiskvedju til alafoss fyrir studning og lamba leidangursstjora. sunnankvedja

— Þessi skilaboð eru send með Iridium Extreme frá Sónar

Hi there, a good day behind. It was a slow wind so it wasn’t too cold. I traveled 21 kms today and I’m hoping for a little bit better travel conditions in the next few days. Tomorrow I will pick up my cache with the extra food supply but it is located about 10 kms from my camp. I’ve started to think more and more about everything at home as I’m getting closer to the final goal… there is so much I look forward to doing. But the life on the ice is a healthy experience, I have enough time to think and all kinds of things run through your mind. It’s also tons you learn to re-appreciate and consider from different perspectives. Those materialistic things start meaning less and things like friendship are more precious than ever before. I can’t wait to process this experience and see how it will influence me in the long run. I want to send special thanks to Álafoss for all their support and to Lambi leiðangurstjóri.

Regards from Antarctica

This Post Has 9 Comments

  1. Thu ert ædi og thu hefur rett fyrir ther ad veraldleg gæti eru ekki eins mikilvæg og vinatta! Knus til thin <3

  2. Snillingur……kannski er það meira að segja of vægt orð til að lýsa þér…….þú ert einfaldlega ólýsanleg persóna. Það hafa allir gott af “naflaskoðun”.
    Þú sýnir enn á ný hversu mikill jaxl þú ert, harðjaxl. Ég er viss um að margur hefur skoðað líf sitt eftir að hafa fylgst með þér gegnum þessa miklu ferð þína, ferð þar sem þú sýnir mikla jákvæðni, áræðni og hugrekki til að takast á við aðstæður sem fæst okkar geta látið sér detta tilhugar að komast í………..hvað þá heldur að reyna þær sjálf. Þú hefur kennt okkur að hindranir eru ekki til að látaí minni pokann gagnvart heldur að sigra þær.
    Ég er vissum að margur getur sagt “Takk fyrir mig Vilborg Arna” eftir að hafa kynnst þér hér á þessari síðu. Ég segi við þig “Takk fyrir að sýna þjóðinni allri að ekkert er ómögulegt, og takk fyrir að benda okkur á þetta með veraldlegu hlutina gagnvart öllu því sem ekki er hægt að festa hönd á”.
    Knús til þín elskuleg og farðu vel með þetta dýrmæta eintak sem þú ert. Megi allar góðar vættir hópast saman kringum þig, vaka yfir þér og halda verndarhendi yfir þér og að veðurguðinn verði í góða skapinu áfram.

  3. Elsku Vijborg, nú er bara eins og Selfoss- Klaustur eftir hjá þér, þú flýgur áfram á dugnaðinum , spor fyrir spor.

  4. Sæl Vilborg, ég hef verið að fylgjast daglega með blogginu þínu í rúman mánuð núna. Eins og örugglega margir aðrir, fylgjast “hljóðlátir” með þér, með aðdáun á styrk þínum og jákvæðni. Gangi þér súpervel síðasta spölin :).

  5. Sæl Vilborg…Allaf gott að heyra frá þér og að allt gengur eins og það á að ganga…
    þú ert náttúrulega bara snillingur og vel af guði gerð og það er alltaf gott að velta fyrir sér hvað það er sem skiptir máli
    í lifinu ,ég held að það séu alltof fáir sem gera sér grein fyrir þessum hlutum …
    En enn og aftur ert þú hetja dagsins í dag og megi allir góðir vættir halda áfram að fylgja þér á leiðarenda
    þér er að takast þetta ætlunarverk þitt og draumafeðinni að ljúka …
    Baráttukveðja frá Hveragerði…

  6. Nú er orðið ansi stutt eftir hjá þér og við bíðum öll spennt eftir því að fá þig heim, heyra ferðasöguna, sjá myndir og fagna heimkomu þinni fyrir þetta mikla afrek.

    Við höldum áfram að fylgjast með þér með athygli og áhuga.

    Bestu kveðjur héðan,

    Skref fyrir skref……

    Pálína

  7. Algjörlega sammála mömmu þinni, takk fyrir að gefa okkur smá spark í rassinn. Stundum býr maður til hindranir því það er “óþægilegt” að takast á við þær. Þú hefur gefið mér nýja sýn til að takast á við mín smávægilegu vandamál og uppræta þau, þetta hefst allt með því að setja fótinn fram fyrir hinn og úr verður eitt skref, síðan er bara að endurtaka þetta eins oft og þörf er á. Takk fyrir að vera þú og gangi þér allt í haginn á endasprettinum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *