Frá Vilborgu á Suðurpólnum – Dagur 23
11. desember 2012
haeho. tetta var krefjandi skidadagur med white out og nyjum snjo. eg ratadi tvi ofan i nokkra skafla og tad er mun thyngra ad draga a thurra sudurskautssnjonum. en eg nadi minum 20.1 km og var anaegd med tad. tad er annars gledistund i hilleberg hollinni nuna, tvi eg nadi tveim afangasigrum i dag. annars vegar ad komast yfir a breiddargradu 83 og hins vegar ad klara thridjung leidarinnar 🙂 ad lokum langar mig ad senda takklaetis kvedju til vina minna hja michelsen ursmidum med tokk f studninginn. eg vil lika takka fyrir godar kvedjur fra ykkur.
— Þessi skilaboð eru send með Iridium Extreme frá Sónar
English version:
Hi there, it was a challenging day with withouts and fresh new snow. It’s much heavier to pull the sleds when it’s a new dry Antarctic snow. However, I managed to travel 20.1 km and was happy about that.
There is an “happy hour” in the Hilleberg Tent as I crossed two new milestones today: a) crossed the 83 degree latitude and b) traveled 1/3 of my journey to the South Pole.
I want to send special thanks to my friends at Michelsen Watchmakers for all their support. In addition, I also want to thank you for reading my blog and for all your comments.
Flott hjá þér. Ég er farin að huga að náttstað á nýársnótt 😉
Hamingjuóskir með áfangan, kveðjur frá félögum á Hvolsvelli.
Til hamingju.
Sæl Vilborg…Alltaf jafn gaman að lesa bloggið frá þér..
Til hamingju með alla sigrana þína þú er meiri kjarnakonan og mátt sko vera stolt af þessum áföngum…
Vilborg þú ert hétja dagsins og vona ég að þér gangi vel og allir góðir vættir fylgi þér í dag og á leiðarenda..
Hjá okkur er logn og engin snjór og er ég alltaf að reyna að setja mig í þín spor….
kv frá Hveragerði…
Til hamingju með áfanga sigrana hetjan mín knús á þig
Elsku duglega stelpuskottið mitt, innilega til hamingju með þessa áfanga þína. Eljan og krafurinn í þér er með hreinum ólíkindum. Ég er full aðdáunar á þér, þú hefur alltaf verið dugnaðarforkur hinn mesti – en líka mikil pæja og mér verður stundum hlátur í huga þegar ég ímynda mér þig komna aftur á pæjuskóna sem þú átt kappnóg af hehehe, það er svolítið annað göngulag sem fylgir þeim en að skíða áfram á skíðaskónum, sennilega þarftu að fara í endurhæfingarprógram þegar heim verður komið til þess að ganga á pæjuskóm.
Sennilega skilur veðurguðinn þarna suðurfrá ekki alveg nógu vel þegar ég tala við hann……..en ég kann ekki Antartísku eðs suðurpólsku. Ég gefst þó ekki upp á því að koma skilaboðum til hans.
Megi allar góðar vættir halda áfram að vaka yfir þér og vernda, farðu vel með þetta einstaka dýrmæta eintak sem þú ert…….ekki annað eintak til.
Knús og bestu kveðjur.
Elsku Vilborg! Gangi þér sem allra best. Þú er okkur öllum hvatning til að bæta okkur og hvetur okkur áfram með jákvæðni og húmor. Sendi þér alla mína góðu strauma
Vilborg þú ert hetja -´FRAM GAKK.
Það er svo dásamlegt að lesa það sem kemur frá móðir þinni, svo auðvelt að skilja hana. Fyndið þetta með pæjuskóna ekki sé ég það fyrir. þetta sýnir að maður skildi aldrei gefa sér neitt að full reyndu. Hafðu það sem allr allra best þann 12.12.12 Langbrókin
Vippa hringdi í afa sinn og ömmu í dag, lá vel á henni, ekkert kal eða nein slík mál. Skrokkurinn í góðu standi. Gerir ráð fyrir að verða hálfnuð eftir eina viku til. Ég er farin að huga að tjaldstæði á nýársnótt, ég sum sé sagði við hana að ef ég sæi fram á að hún næði að klára þá myndi ég sofa í tjaldi á nýársnótt 😉 .
Vissulega var vandað til hennar systurdóttur þinnar.
Varðandi tjaldstæði á nýársnótt – hvað með hellinn hér í Hellisskógi? – stutt að fara.
Flott hjá þér stelpa.
Kveðja frá Bolungarvík.
Flott hjá þér, þú klárar þetta. Baráttukveðja!
Valli