A leiðinni heim

Namaste, Þa er eg logð af stað ur grunnbuðum aleiðis til Katmandu. Eg er stodd i Pherice i 4200 m hæð. Þegar eg var siðast var eg full spennings og tilhlokkunar. Nu sit eg her a sama stað og tilfinningarnar eru allt aðrar. Eg er mjog sorgmædd yfir atburðum siðustu daga. Fyrir rumum 10 arum las eg bok um mannskæðasta slys i sogu Everest, mer fannst lesningin atakanleg en aldrei hefði mer dottið i hug að eg ætti eftir að upplifa næsta mannskæðasta slys i sogu fjallins. Þetta er lifsreynsla sem eg a alveg eftir að vinna ur og ætla að taka mer tima til þess. Sifellt fleiri teymi hætta við for sina a Everest i ar. Astæðan er i megin atriðum su að Sherparnir treysta ser ekki til að halda afram með seasonið. Til viðbotar við sorg Sherpanna er kominn stor politiskur hnutur sem virðist vaxa frekar en hitt. Eg er mjog satt við akvorðun mina að hverfa fra i þetta skiptið. Eg hugsaði malið ut fra ymsum sjonarhornum. Niðurstaðan var su að eg vildi taka akvorðun sem eg gæti lifað með. Eg hefði aldrei verið satt með að fara með einhverjum upp sem væri ekki tilbuinn til þess eftir slysið. Eg gæti ekki rettlætt það og sennilega hefði eg aldrei orðið satt við “summit myndina”. Margir heldu að Sherparnir myndu verða klarir i slaginn þegar og ef það myndi leysast ur agreininginum við Nepalska rikið varðandi aukin rettindi og þær krofur sem settar voru fram af þeirra halfu en þeir eru ekki tilbunir og það ber að virða. A morgun held eg svo afram til Namche og verð komin til Lukla a hinn daginn. Eg verð nokkra daga i Katmandu aður en eg flyg svo heim til Islands. Kveðja ur Kumbudalnum, Vilborg Arna

This Post Has 6 Comments

  1. Everst fer ekki. Koma tímar koma ráð. Ég mun styðja þig í næstu tilraun.
    Allt hefur sinn tíma. kv Hermann

  2. Kæra Vilborg. Þú átt samúð mína alla, á sama tíma sem ég er fullur aðdáunar yfir því hvernig þú hefur höndlað málin. Atburður sem þessi bætir mörgum árum og köflum við í þroska og lífsreynslu þinni en þú varst svo sem vel sett þar fyrir, þrátt fyrir ungan aldur. Eftir tæplega tveggja mánaða dvöl með þessu frábæra starfsliði hjá AC í fyrra, veit ég vel að andlega hliðin er í molum og mun taka meira en nokkra daga að ná því upp. Það er einfaldlega ekki hægt að komast á toppin án þess að vera í 100% standi á því sviði, það þekki ég. Þessi atburður leiðir vonandi til meira öryggis í framtíðinni, því það er hægt að bæta. Þú munt standa á toppnum síðar, reynslunni ríkari, það er ég algerlega viss um.
    Sendi hugheilar kveðjur til þín og starfsmanna AC. Ingólfur (Golli) Giss.

  3. Þú átt virðingu mína alla. Bæði fyrir kjarkinn, drifkraftinn og ákveðnina sem hefur látið allt ganga upp hingað til, en ekki hvað síst fyrir þessa yfirveguðu ákvörðun, sem hefur verið allt annað en auðveld.

    Við verðum í löngu sumarfríi á Íslandi frá maílokum. Næsta barn er væntanlegt á Jónsmessu og við förum aftur til Noregs í ágústbyrjun. Þú ert alltaf velkomin á Sólvallagötuna. Hlakka til að sjá þig,
    Herdís

  4. Eigðu góða heimferð, eftir allt sem á undan er gengið. Bestu kveðjur að vestan.

  5. Góða heimferð og heimkomu elsku Vilborg. Koma tímar og koma ráð, fjallið fer ekkert. Við erum öll með þér í huganum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *