Kraftkúlur
Kraftkúlur
13161727_496481643875612_605570737293010120_o
13173094_496481640542279_8196790027798694053_o
13173103_496481673875609_923776518633444140_o
Kraftkúlur 13161727 496481643875612 605570737293010120 O 13173094 496481640542279 8196790027798694053 O 13173103 496481673875609 923776518633444140 O

Kraftkúlur – orkuríkt nesti eða millibiti

Ég er mikið spurð um hvernig nesti ég nota í ferðum. Ég reyni eftir bestu getu að taka með mér hollari valkosti og sleppa “panikk bensínstöðva stoppinu” til þess að redda mér einhverju að narta í. Ég á nokkrar uppskriftir í pokahorninu að bitum sem innihalda góða orku en eru jafnframt næringaríkir. Þessir bitar kallast kraftkúlur og eru oft með í för hjá okkur Tomma.
Hér voru þær útbúnar á þann hátt að yngri kynslóðin hefði gaman að því að taka þátt og fá sér bita en alla jafna hef ég þetta bara sem venjulegar kúlur.

Uppskriftin inniheldur:

250 gr – Döðlur
50 gr – Goji ber
200 gr – Kasjú hnetur
100 gr – Tröllahafra
60 gr – Kókosflögur
50 gr – Chia fræ

1 plata – Appelsínu suðusukkulaði
1 plata – Suðusúkkulaði

Best er að byrja á að setja döðlurnar og goji berin í bleyti í sjóðandi heitt vatn.
Skellið öllum þurrefnunum í mixara og saxið vel og vandlega.
Því næst er best að sigta döðlurnar og berin og mixa þannig að úr verði mauk.
Blandið öllu í skál og hnoðið saman.
Gott er að byrja að bræða súkkulaðið í vatnsbaði og leyfa því svo að standa í smá stund.

Setjið bökunarpappír í mót og formið kúlur úr mixinu. Fyrir þá sem vilja gera sleikjóa að þá er sleikjópinnum einfaldlega stungið í kúluna og kreistið lauslega saman.
Setjið inn í frysti í c.a. 30 mín.

Takið kúlurnar út og baðið þær upp úr súkkulaðinu og látið kólna í ísskáp.
Sniðugt er að stinga sleikjóunum í álform eða frauðplast þannig að þeir nái að standa á meðan súkkulaðið harðnar.

Nú er okkur ekkert að vanbúnaði en að skella okkur út í góða veðrið og njóta afrakstursins!

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *